Landsfundur Vinstri grænna fer nú fram á Akureyri í skugga úrsagna á fjórða tug félagsmanna og voru líflegar umræður í gærkvöldi. Bæjarfulltrúi á Akureyri segir landsfundargesti virða ólíkar skoðanir en enn sé fólk í flokknum sem sé ósátt. Ný orkustefna og stefna um málefni fatlaðra voru kynntar í hádeginu.
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnar því að dómarar Alþjóðlega hafi í gær gefið út handtökuskipun á hendur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Pútín er sakaður um að bera ábyrgð á því að fjöldi barna hafi verið flutt frá Úkraínu til Rússlands.
Þá komumst við að því hver móðir endurreisnarmálarans Leonardo Da Vinci var en ítalskur sagnfræðingur hefur leyst meira en 500 ára ráðgátu um móður hans og fjöllum um byssusýningu sem fram fer um helgina.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf.