Pérez hóf kappakstur dagsins á ráspól, stóðst áhlaup Fernando Alonso og kom á endanum fyrstur í mark. Þó svo að Pérez hafi keyrt frábærlega og hafi verið að hrósa sigri í fimmta skipti þá tókst Verstappen samt sem áður að stela sviðsljósinu.
Nobody could stop @SChecoPerez in Jeddah #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/h0FUWND4Gz
— Formula 1 (@F1) March 19, 2023
Hollendingurinn átti erfitt uppdráttar í tímatökunni og var í 15. sæti þegar keppni dagsins hófst. Hann nýtti hverja einustu örðu af hæfileikum sem hann býr yfir og tókst að enda í öðru sæti. Var þetta annar kappaksturinn í röð þar sem Red Bull-teymið endar í 1. og 2. sæti.
Upphaflega var Fernando Alonso, Austin Martin, í 3. sætinu en refsingu eftir að kappakstri var lokið og féll niður í 4. sæti. Við það fór George Russell, Mercedes, upp á verðlaunapall.
Max Verstappen sets the fastest lap on the very last lap of the race to earn one bonus point #SaudiArabianGP #F1 pic.twitter.com/RuUq6YJ0nD
— Formula 1 (@F1) March 19, 2023
Næsta keppni Formúlu 1 fer fram í Ástralíu þann 2. apríl næstkomandi.