Nokkuð í gjaldtöku og hún ekki úr lausu lofti gripin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. mars 2023 06:31 Jón Atli Benediktsson rektor segir gjaldtökuna hluta af heildrænni stefnu um grænvæðingu háskólans. Þá sé hún viðbragð við svipuðum breytingum hjá borginni. Vísir/Arnar Stúdentar mótmæltu í gærmorgun fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands. Rektor segir málið eiga sér langan aðdraganda. Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fara fram í vikunni og í tilefni þess héldu fulltrúar frá Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, gjörning á bílastæðum HÍ. Voru þeir þar að sekta ökumenn sem höfðu lagt á svokallað malarbílastæði, til að vekja athygli og mótmæla fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum skólans. Forysta stúdenta í Háskólaráði hefur lagt á það áherslu að ekki verði ráðist í aðgerðirnar fyrr en skýr áætlun liggi fyrir um hvernig gjaldtaka verði innleidd og stúdentum verði tryggðar ódýrar almenningssamgöngur. Röskva, samtök félagshyggjufólks við skólann, hefur tekið undir þessi sjónarmið og kallað eftir svokölluðum U-passa, ódýru samgöngukorti fyrir stúdenta. Fulltrúar Vöku telja þetta ekki nóg. „Þessi áform munu leggjast hlutfallslega mjög þungt á stóran hluta nemenda sem þurfa að keyra til að koma til skólans,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, formaður málefnanefndar Vöku. „Þetta er mjög breiður hópur sem er ekki verið að koma til móts við, getur ekki nýtt sér innviðina, það er að segja almenningssamgöngur, þó þær séu ódýrari og munu þurfa að gjalda fyrst af öllum fyrir.“ Rektor segir fyrirhugaða gjaldtöku ekki úr lausu lofti gripna en hún hafi verið á dagskrá frá árinu 2018 og til umræðu enn lengur. Þá hangi gjaldskyldan á bættum almenningssamgöngum. Þá sé skólinn að fylgja þróun í borginni. „Það er gjaldtaka að koma inn í meira mæli í nágrannagötum og ef við erum með ókeypis bílastæði hér opin öllum þá gengur það ekki upp svo við erum að byrja á því að loka, sennilega um mitt ár, fyrir öðrum en starfsfólki og stúdentum Háskóla Íslands,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „En það er ekki búið að ákveða hvenær verði gjaldtaka. Það yrði mögulega haustið 2024 en það þarf að ræða þetta og koma með almennilega tímalínu.“ Hagsmunir stúdenta Háskólar Samgöngur Bílastæði Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. 16. febrúar 2023 10:45 Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. 15. febrúar 2023 21:10 Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Sjá meira
Kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands fara fram í vikunni og í tilefni þess héldu fulltrúar frá Vöku, hagsmunafélagi stúdenta, gjörning á bílastæðum HÍ. Voru þeir þar að sekta ökumenn sem höfðu lagt á svokallað malarbílastæði, til að vekja athygli og mótmæla fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum skólans. Forysta stúdenta í Háskólaráði hefur lagt á það áherslu að ekki verði ráðist í aðgerðirnar fyrr en skýr áætlun liggi fyrir um hvernig gjaldtaka verði innleidd og stúdentum verði tryggðar ódýrar almenningssamgöngur. Röskva, samtök félagshyggjufólks við skólann, hefur tekið undir þessi sjónarmið og kallað eftir svokölluðum U-passa, ódýru samgöngukorti fyrir stúdenta. Fulltrúar Vöku telja þetta ekki nóg. „Þessi áform munu leggjast hlutfallslega mjög þungt á stóran hluta nemenda sem þurfa að keyra til að koma til skólans,“ segir Júlíus Viggó Ólafsson, formaður málefnanefndar Vöku. „Þetta er mjög breiður hópur sem er ekki verið að koma til móts við, getur ekki nýtt sér innviðina, það er að segja almenningssamgöngur, þó þær séu ódýrari og munu þurfa að gjalda fyrst af öllum fyrir.“ Rektor segir fyrirhugaða gjaldtöku ekki úr lausu lofti gripna en hún hafi verið á dagskrá frá árinu 2018 og til umræðu enn lengur. Þá hangi gjaldskyldan á bættum almenningssamgöngum. Þá sé skólinn að fylgja þróun í borginni. „Það er gjaldtaka að koma inn í meira mæli í nágrannagötum og ef við erum með ókeypis bílastæði hér opin öllum þá gengur það ekki upp svo við erum að byrja á því að loka, sennilega um mitt ár, fyrir öðrum en starfsfólki og stúdentum Háskóla Íslands,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. „En það er ekki búið að ákveða hvenær verði gjaldtaka. Það yrði mögulega haustið 2024 en það þarf að ræða þetta og koma með almennilega tímalínu.“
Hagsmunir stúdenta Háskólar Samgöngur Bílastæði Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. 16. febrúar 2023 10:45 Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. 15. febrúar 2023 21:10 Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Fleiri fréttir „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Sjá meira
Gjaldtaka hefjist ekki fyrr en með tilkomu samgöngukorts Stúdentahreyfingin Röskva leggur megináherslu á að ekki verði farið í gjaldtöku á bílastæðum við Háskóla Íslands fyrr en stúdentar geta fengið samgöngukort á hóflegu verði. Athugasemdir frá hreyfingunni koma í kjölfar yfirlýsingar frá stúdentahreyfingunni Vöku frá því í gær. 16. febrúar 2023 10:45
Saka Röskvu um að verja ekki hagsmuni stúdenta Ályktunartillaga Vöku um að leggjast gegn gjaldskyldu á bílastæðum við Háskóla Íslands var vísað frá á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í gær. Allir stúdentaráðsfulltrúar Röskvu kusu gegn ályktuninni. Vaka gagnrýnir Röskvu fyrir að verja ekki hagsmuni stúdenta. 15. febrúar 2023 21:10
Stefnt á gjaldtöku fyrir bílastæði við HÍ: „Úff, ég get ekki borgað meira“ Viðmælendur Íslands í dag voru á báðum áttum gagnvart hugmyndum um að gera bílastæði við Háskóla Íslands gjaldskyld fyrir ökumenn, sem stendur til að gera í auknum mæli í haust. 9. febrúar 2023 08:50