Augljóst að aðalmeðferð geti ekki farið fram við Lækjartorg Kolbeinn Tumi Daðason og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 21. mars 2023 14:45 Nítján ára karlmaður sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps mætti í fylgd lögreglumanna í dómsal í dag. Vísir Verjandi nítján ára manns sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember í fyrra segir gæsluvarðhald sem hann hefur sætt leggjast verulega á hann. Hann sér ekki hvernig aðalmeðferð í málinu eigi að geta farið fram í húsakynnum Héraðsdóms Reykjavíkur. 25 eru ákærðir í málinu og koma hver fyrir sig fyrir dóminn í dag til að taka afstöðu til ákærunnar. Nítján ára umbjóðandi Ómars Valdimarssonar lögmanns er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa veist að þremur karlmönnum með hnífi. Stungið einn tvisvar í hægri axlarvöðva, tvisvar í hægri brjóstkassa, tvisvar í hægra læri og einu sinni í hægri framhandlegg. Þá hafi hann stungið annan karlmann einu sinni í vinstri síðu og þann þriðja í hægri framhandlegg og hægra læri. Alls tíu hnífsstungur sem hann játar. Hann neitar aftur á móti að hafa ætlað að drepa nokkurn. Frelsissvipting leggist alltaf þungt á fólk „Minn umbjóðandi er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann hafnar því að hafa ætlað að drepa nokkurn mann en játar aftur á móti þá háttsemi sem honum er gefið að sök,“ segir Ómar. Karlmaðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í nóvember. Ómar Valdimarsson, verjandi nítján ára karlmanns sem huldi höfuð sitt með grímu, sólgleraugum og hettu. Sá er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Nokkrir lögreglumenn voru á svæðinu, til taks, þegar þingfestingin fór fram.Vísir „Það er nokkuð langur tími liðinn síðan hann var settur inn. Á meðan málinu er ekki lokið er fyrir séð að hann verður í gæsluvarðhaldi. Það er ansi óheppilegt fyrir mann sem hefur ekki verið fundinn sekur um nokkurn skapaðan hlut,“ segir Ómar. Gæsluvarðhaldið leggist þungt á þann nítján ára. „Já, vissulega. Ég held að frelsissvipting leggist alltaf þungt á fólk.“ Ýmsir áverkar Karlmennirnir þrír sem ráðist var á fengu ýmis áverka og sár. Einn hlaut tvö sár yfir hægri axlarvöðva, tvö stungusár á hægri brjóstkassa, tvö djúp sár á hægra aftanverðu læri, eitt sár á hægri framhandlegg, áverkablóðloftbrjóst, áverkaloftbrjóst, rifbeinsbrot og mar á nefi. Annar hlaut sár aftanvert vinstra megin milli rifs 10 og 11, um 15 mm langa rifu neðst í milta og lítils háttar staðbundna blæðingu þar í kring, áverka á vísifingur vinstri handar, þar sem húðflipi lá laus frá hnúa út fingur, mar á enni og skrámur í andliti. Sá þriðji hlaut 4-5 sm skurð á framhandlegg með áverka á sinum tveggja réttivöðva, djúpan skurð á hægra læri með stöðugri slagæðablæðingu, þrjá skurði í andliti og sár og mar vinstra megin á höfði. Nokkrir mánuðir í aðalmeðferð Reikna má með því að aðalmeðferð í málinu fari ekki fram fyrr en á síðari hluta þessa árs. Dómari gaf verjendum í dag frest til 19. júní til að skila greinargerðum í málinu. „Ég geri ráð fyrir því að það eigi eftir að taka einhvern tíma að reka málið. Svo á eftir að finna einhvern stað til að halda aðalmeðferðina. Ég get ekki ímyndað mér að það verði í þeim dómsölum sem eru í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir Ómar um dómhúsið við Lækjartorg. Þar vísar Ómar til þess mikla fjölda sakborninga sem ekki rúmist fyrir í dómsalnum á sama tíma. Dómsmál Dómstólar Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Vildi ekki svara því hvort hann hefði verið á Bankastræti Club Þingfestingu í Bankastræti Club málinu var framhaldið eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fimm karlmenn til viðbótar komu fyrir dóminn og neituðu allir sök í málinu. Einn ákærðu vildi ekki svara spurningunni hvort hann hefði verið á skemmtistaðnum umrætt kvöld. 21. mars 2023 14:00 Með lambhúshettu í dómsal Ákæra gegn 25 mönnum vegna líkamsárásar á Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegna þess fjölda sem er ákærður í málinu fer þingfesting fram í fjórum hollum og verða sex til sjö leiddir fyrir dómara í einu. Hinir ákærðu huldu andlit sín, meðal annars með lambhúshettu, áður en þingsal var lokað. 21. mars 2023 10:31 Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
25 eru ákærðir í málinu og koma hver fyrir sig fyrir dóminn í dag til að taka afstöðu til ákærunnar. Nítján ára umbjóðandi Ómars Valdimarssonar lögmanns er ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að hafa veist að þremur karlmönnum með hnífi. Stungið einn tvisvar í hægri axlarvöðva, tvisvar í hægri brjóstkassa, tvisvar í hægra læri og einu sinni í hægri framhandlegg. Þá hafi hann stungið annan karlmann einu sinni í vinstri síðu og þann þriðja í hægri framhandlegg og hægra læri. Alls tíu hnífsstungur sem hann játar. Hann neitar aftur á móti að hafa ætlað að drepa nokkurn. Frelsissvipting leggist alltaf þungt á fólk „Minn umbjóðandi er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Hann hafnar því að hafa ætlað að drepa nokkurn mann en játar aftur á móti þá háttsemi sem honum er gefið að sök,“ segir Ómar. Karlmaðurinn hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan málið kom upp í nóvember. Ómar Valdimarsson, verjandi nítján ára karlmanns sem huldi höfuð sitt með grímu, sólgleraugum og hettu. Sá er ákærður fyrir tilraun til manndráps. Nokkrir lögreglumenn voru á svæðinu, til taks, þegar þingfestingin fór fram.Vísir „Það er nokkuð langur tími liðinn síðan hann var settur inn. Á meðan málinu er ekki lokið er fyrir séð að hann verður í gæsluvarðhaldi. Það er ansi óheppilegt fyrir mann sem hefur ekki verið fundinn sekur um nokkurn skapaðan hlut,“ segir Ómar. Gæsluvarðhaldið leggist þungt á þann nítján ára. „Já, vissulega. Ég held að frelsissvipting leggist alltaf þungt á fólk.“ Ýmsir áverkar Karlmennirnir þrír sem ráðist var á fengu ýmis áverka og sár. Einn hlaut tvö sár yfir hægri axlarvöðva, tvö stungusár á hægri brjóstkassa, tvö djúp sár á hægra aftanverðu læri, eitt sár á hægri framhandlegg, áverkablóðloftbrjóst, áverkaloftbrjóst, rifbeinsbrot og mar á nefi. Annar hlaut sár aftanvert vinstra megin milli rifs 10 og 11, um 15 mm langa rifu neðst í milta og lítils háttar staðbundna blæðingu þar í kring, áverka á vísifingur vinstri handar, þar sem húðflipi lá laus frá hnúa út fingur, mar á enni og skrámur í andliti. Sá þriðji hlaut 4-5 sm skurð á framhandlegg með áverka á sinum tveggja réttivöðva, djúpan skurð á hægra læri með stöðugri slagæðablæðingu, þrjá skurði í andliti og sár og mar vinstra megin á höfði. Nokkrir mánuðir í aðalmeðferð Reikna má með því að aðalmeðferð í málinu fari ekki fram fyrr en á síðari hluta þessa árs. Dómari gaf verjendum í dag frest til 19. júní til að skila greinargerðum í málinu. „Ég geri ráð fyrir því að það eigi eftir að taka einhvern tíma að reka málið. Svo á eftir að finna einhvern stað til að halda aðalmeðferðina. Ég get ekki ímyndað mér að það verði í þeim dómsölum sem eru í Héraðsdómi Reykjavíkur,“ segir Ómar um dómhúsið við Lækjartorg. Þar vísar Ómar til þess mikla fjölda sakborninga sem ekki rúmist fyrir í dómsalnum á sama tíma.
Dómsmál Dómstólar Hnífstunguárás á Bankastræti Club Tengdar fréttir Vildi ekki svara því hvort hann hefði verið á Bankastræti Club Þingfestingu í Bankastræti Club málinu var framhaldið eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fimm karlmenn til viðbótar komu fyrir dóminn og neituðu allir sök í málinu. Einn ákærðu vildi ekki svara spurningunni hvort hann hefði verið á skemmtistaðnum umrætt kvöld. 21. mars 2023 14:00 Með lambhúshettu í dómsal Ákæra gegn 25 mönnum vegna líkamsárásar á Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegna þess fjölda sem er ákærður í málinu fer þingfesting fram í fjórum hollum og verða sex til sjö leiddir fyrir dómara í einu. Hinir ákærðu huldu andlit sín, meðal annars með lambhúshettu, áður en þingsal var lokað. 21. mars 2023 10:31 Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Vildi ekki svara því hvort hann hefði verið á Bankastræti Club Þingfestingu í Bankastræti Club málinu var framhaldið eftir hádegi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Fimm karlmenn til viðbótar komu fyrir dóminn og neituðu allir sök í málinu. Einn ákærðu vildi ekki svara spurningunni hvort hann hefði verið á skemmtistaðnum umrætt kvöld. 21. mars 2023 14:00
Með lambhúshettu í dómsal Ákæra gegn 25 mönnum vegna líkamsárásar á Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Vegna þess fjölda sem er ákærður í málinu fer þingfesting fram í fjórum hollum og verða sex til sjö leiddir fyrir dómara í einu. Hinir ákærðu huldu andlit sín, meðal annars með lambhúshettu, áður en þingsal var lokað. 21. mars 2023 10:31
Þingfesta ákæru gegn 25 mönnum vegna árásarinnar á Bankastræti Club Ákæra á hendur 25 karlmönnum á aldrinum átján til 36 ára vegna árásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Nítján ára karlmaður er ákærður fyrir tilraun til manndráps og tíu félagar hans fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás. 21. mars 2023 08:51