Samfylkingin fengi 19 þingmenn kjörna Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2023 19:51 Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá kosningunum árið 2021 og aukist mikið frá því Kristrún Frostadóttir tók við formennsku í flokknum. Stöð 2 Samfylkingin er stærri en Sjálfstæðisflokkurinn þriðja mánuðinn í röð í könnunum Maskínu fyrir fréttastofuna. Flokkurinn sækir fylgi tiltölulega jafnt til allra aldurshópa en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar meira til eldri kynslóða en þeirra yngri. Samfylkingin mælist nú með 24,4 prósent og er þriðja mánuðinn í röð með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með 20,2 prósent í könnun Maskínu sem gerð var dagana 6. til 20. mars. Framsóknarflokkurinn, Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn bæta aðeins við sig frá síðustu könnun Maskínu í febrúar og Miðflokkurinn stendur nánast í stað. Hins vegar missa Píratar 2,5 prósentustig og mælast nú með 10,2 prósent og Vinstri græn halda áfram að missa fylgi og mælast nú með aðeins 6 prósenta fylgi. Það er forvitnilegt að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Þrátt fyrir mikið fylgistap Framsóknarflokksins frákosningum þar sem flokkurinn fékk 17,2 prósenta fylgi, mælist hann ekki langt frá því fylgi hjá yngsta aldurshópnum 18-29 ára eða 16,2 prósent. Í öðrum aldurshópum er fylgið frá um 11 prósentum til tæplega 13 prósenta. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er minnst í yngsta aldurshópnum eða 16,5 prósent en mest hjá kjósendum á aldrinum 50 til 59 ára þar sem það er 25,6 prósent og 22,1 prósent hjá 60 plús. Sósíalistaflokkurinn sækir mest fylgi til yngsta aldurshópsins eða 9,2 prósent, Miðflokkurinn mest í sextíu ára og eldri eða 9,5 prósent og Píratar sækja mest af sínu fylgi til fólks á aldrinum 30-39 ára eða 16,4 prósent. Fylgi Samfylkingarinnar dreifist nokkuð jafnt á aldurshópana en er þó sýnu mest hjá yngsta aldurshópnum þar sem það er 25,6 prósent. Vinstri græn sækja hins vegar mest af sínu fylgi til tveggja elstu aldurshópanna þar sem það er 7 til 8 prósent en minnst til yngsta aldurshópsins þar sem það er aðeins 3,6 prósent. Ef könnun Maskínu yrði niðurstaða kosninga væri stjórnarmeirihlutinn kolfallinn með samanlagt 29 þingmenn. Samfylkingin og Framsókn fengju samanlagt 30 þingmenn og þyrftu að lágmarki tvo þingmenn til viðbótar frá einhverjum hinna flokkanna til að mynda ríkisstjórn. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Samfylkingin Tengdar fréttir Samfylkingin bætir enn við sig fylgi á kostnað stjórnarflokkanna Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt samkvæmt könnun Maskínu og er nú lang stærsti flokkur landsins með 24 prósent atkvæða. Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum og meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn samkvæmt könnununni. 21. mars 2023 11:41 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samfylkingin mælist nú með 24,4 prósent og er þriðja mánuðinn í röð með meira fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn með 20,2 prósent í könnun Maskínu sem gerð var dagana 6. til 20. mars. Framsóknarflokkurinn, Viðreisn og Sósíalistaflokkurinn bæta aðeins við sig frá síðustu könnun Maskínu í febrúar og Miðflokkurinn stendur nánast í stað. Hins vegar missa Píratar 2,5 prósentustig og mælast nú með 10,2 prósent og Vinstri græn halda áfram að missa fylgi og mælast nú með aðeins 6 prósenta fylgi. Það er forvitnilegt að skoða fylgi flokkanna eftir aldurshópum. Þrátt fyrir mikið fylgistap Framsóknarflokksins frákosningum þar sem flokkurinn fékk 17,2 prósenta fylgi, mælist hann ekki langt frá því fylgi hjá yngsta aldurshópnum 18-29 ára eða 16,2 prósent. Í öðrum aldurshópum er fylgið frá um 11 prósentum til tæplega 13 prósenta. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er minnst í yngsta aldurshópnum eða 16,5 prósent en mest hjá kjósendum á aldrinum 50 til 59 ára þar sem það er 25,6 prósent og 22,1 prósent hjá 60 plús. Sósíalistaflokkurinn sækir mest fylgi til yngsta aldurshópsins eða 9,2 prósent, Miðflokkurinn mest í sextíu ára og eldri eða 9,5 prósent og Píratar sækja mest af sínu fylgi til fólks á aldrinum 30-39 ára eða 16,4 prósent. Fylgi Samfylkingarinnar dreifist nokkuð jafnt á aldurshópana en er þó sýnu mest hjá yngsta aldurshópnum þar sem það er 25,6 prósent. Vinstri græn sækja hins vegar mest af sínu fylgi til tveggja elstu aldurshópanna þar sem það er 7 til 8 prósent en minnst til yngsta aldurshópsins þar sem það er aðeins 3,6 prósent. Ef könnun Maskínu yrði niðurstaða kosninga væri stjórnarmeirihlutinn kolfallinn með samanlagt 29 þingmenn. Samfylkingin og Framsókn fengju samanlagt 30 þingmenn og þyrftu að lágmarki tvo þingmenn til viðbótar frá einhverjum hinna flokkanna til að mynda ríkisstjórn.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Samfylkingin Tengdar fréttir Samfylkingin bætir enn við sig fylgi á kostnað stjórnarflokkanna Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt samkvæmt könnun Maskínu og er nú lang stærsti flokkur landsins með 24 prósent atkvæða. Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum og meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn samkvæmt könnununni. 21. mars 2023 11:41 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samfylkingin bætir enn við sig fylgi á kostnað stjórnarflokkanna Samfylkingin heldur áfram að auka fylgi sitt samkvæmt könnun Maskínu og er nú lang stærsti flokkur landsins með 24 prósent atkvæða. Fylgið heldur áfram að hrynja af Vinstri grænum og meirihluti stjórnarflokkanna er fallinn samkvæmt könnununni. 21. mars 2023 11:41