„Þá er bara að kyngja stoltinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2023 09:01 Glódís Perla Viggósdóttir. Vísir/Stöð 2 Sport Glódís Perla Viggósdóttir fór fyrir liði Bayern Munchen er það vann 1-0 sigur á Arsenal á Allianz Arena í gær. Um var að ræða fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Glódís Perla átti stórleik í hjarta varnar Bayern og stoppaði hver sókn þeirra ensku á henni. Hún segist hafa notið sín fyrir framan 20 þúsund stuðningsmenn á Allianz-vellinum í gær. „Þetta var erfiður leikur og jöfn lið en frábær stemning, mikið af fólki og það heyrðist mikið í öllum allan tímann. Það er bara æðislegt að ná í sigur á heimavelli en það er hálfleikur – það er ennþá einn leikur úti sem að verður erfiður líka,“ segir Glódís. Arsenal sótti fast að Bayern á seinni hluta leiksins og var liðið raunar með öll völd eftir hléið. Glódís segir þó lítið stress hafa gert vart við sig. „Það var ekkert stress, þær áttu fínustu færi en við vorum að henda okkur fyrir allt og komum okkur fyrir flest allt sem kom að marki og vorum bara að verjast virkilega vel. Við erum mjög ánægð með það, það er mjög mikilvægt í svona leikjum við lið sem er sterkt á boltann, þá geturu þurft að verjast í smá tíma. Við þurftum að gera það eiginlega allan seinni hálfleikinn, þá er bara að kyngja stoltinu og gera það almennilega og við gerðum það,“ segir Glódís. „Í fyrri hálfleik spiluðum við vel, en seinni hálfleikur, þá erum við meira að verja 1-0 og náum ekki að halda í boltann eins og við ætlum að gera. En í staðinn vorum við búin að tala um, eins og ég segi, ef við þyrftum að verjast þá þyrftum við bara að verjast og við kláruðum það verkefni,“ segir Glódís. Karólína á réttri leið Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Bayern Munchen en hún hefur fengið mismörg tækifæri eftir að hún steig upp úr langtímameiðslum sem héldu henni frá keppni frá því á EM í sumar. Glódís segir stöllu sína vera á réttri leið. „Hún er búin að vera að æfa mjög vel núna og fengið tækifæri í einhverjum leikjum. Hún fékk það því miður ekki í dag en hún mun bara halda áfram að standa sig vel á æfingum og standa sig þegar hún fær kallið,“ segir Glódís. Klippa: Glódís Perla eftir Arsenal Stórleikir á öllum vígstöðvum Aðspurð um síðari leikinn við Arsenal á Emirates-vellinum á miðvikudaginn næsta segir Glódís engan leikmann liðsins vera með hugann við þann leik. Stórleikur helgarinnar við Wolfsburg taki framsætið, enda Bayern aðeins tveimur stigum frá Wolfsburg sem situr á toppi deildarinnar. „Fyrst og fremst eigum við úrslitaleik í deildinni um helgina þannig að við erum bara núna strax að fara að skipta um fókus þar sem við eigum þennan úrslitaleik á laugardaginn sem við verðum að vinna. Við byrjum á því og svo setjum við upp eitthvað geggjað leikplan fyrir Emirates,“ „Það eru tvö stig á milli okkar. Þannig að við þurfum að klára þennan leik ef við ætlum að koma okkur upp í efsta sætið, sem er klárlega markmiðið. Þannig að það verður ekki auðvelt verkefni og þær með frábært lið en við líka svo það verður skemmtilegt,“ „Það er ekkert stopp. Við erum búnar að vera að missa leikmenn mikið í meiðsli og erum ekki með stóran hóp en við vinnum þetta með þá sem við höfum,“ segir Glódís Perla. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Þýski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir San Marínó gæti tryggt sig í umspil HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Sjá meira
Glódís Perla átti stórleik í hjarta varnar Bayern og stoppaði hver sókn þeirra ensku á henni. Hún segist hafa notið sín fyrir framan 20 þúsund stuðningsmenn á Allianz-vellinum í gær. „Þetta var erfiður leikur og jöfn lið en frábær stemning, mikið af fólki og það heyrðist mikið í öllum allan tímann. Það er bara æðislegt að ná í sigur á heimavelli en það er hálfleikur – það er ennþá einn leikur úti sem að verður erfiður líka,“ segir Glódís. Arsenal sótti fast að Bayern á seinni hluta leiksins og var liðið raunar með öll völd eftir hléið. Glódís segir þó lítið stress hafa gert vart við sig. „Það var ekkert stress, þær áttu fínustu færi en við vorum að henda okkur fyrir allt og komum okkur fyrir flest allt sem kom að marki og vorum bara að verjast virkilega vel. Við erum mjög ánægð með það, það er mjög mikilvægt í svona leikjum við lið sem er sterkt á boltann, þá geturu þurft að verjast í smá tíma. Við þurftum að gera það eiginlega allan seinni hálfleikinn, þá er bara að kyngja stoltinu og gera það almennilega og við gerðum það,“ segir Glódís. „Í fyrri hálfleik spiluðum við vel, en seinni hálfleikur, þá erum við meira að verja 1-0 og náum ekki að halda í boltann eins og við ætlum að gera. En í staðinn vorum við búin að tala um, eins og ég segi, ef við þyrftum að verjast þá þyrftum við bara að verjast og við kláruðum það verkefni,“ segir Glódís. Karólína á réttri leið Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Bayern Munchen en hún hefur fengið mismörg tækifæri eftir að hún steig upp úr langtímameiðslum sem héldu henni frá keppni frá því á EM í sumar. Glódís segir stöllu sína vera á réttri leið. „Hún er búin að vera að æfa mjög vel núna og fengið tækifæri í einhverjum leikjum. Hún fékk það því miður ekki í dag en hún mun bara halda áfram að standa sig vel á æfingum og standa sig þegar hún fær kallið,“ segir Glódís. Klippa: Glódís Perla eftir Arsenal Stórleikir á öllum vígstöðvum Aðspurð um síðari leikinn við Arsenal á Emirates-vellinum á miðvikudaginn næsta segir Glódís engan leikmann liðsins vera með hugann við þann leik. Stórleikur helgarinnar við Wolfsburg taki framsætið, enda Bayern aðeins tveimur stigum frá Wolfsburg sem situr á toppi deildarinnar. „Fyrst og fremst eigum við úrslitaleik í deildinni um helgina þannig að við erum bara núna strax að fara að skipta um fókus þar sem við eigum þennan úrslitaleik á laugardaginn sem við verðum að vinna. Við byrjum á því og svo setjum við upp eitthvað geggjað leikplan fyrir Emirates,“ „Það eru tvö stig á milli okkar. Þannig að við þurfum að klára þennan leik ef við ætlum að koma okkur upp í efsta sætið, sem er klárlega markmiðið. Þannig að það verður ekki auðvelt verkefni og þær með frábært lið en við líka svo það verður skemmtilegt,“ „Það er ekkert stopp. Við erum búnar að vera að missa leikmenn mikið í meiðsli og erum ekki með stóran hóp en við vinnum þetta með þá sem við höfum,“ segir Glódís Perla. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Íslendingar erlendis Þýski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Fleiri fréttir San Marínó gæti tryggt sig í umspil HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Sjá meira