Ríkislögreglustjóri segir mikilvægt að fá fram sjónarmið barna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. mars 2023 06:44 Ríkislögreglustjóri tekur undir með héraðssaksóknara varðandi brottfall þriggja ákvæða úr hegningarlögum. Vísir/Vilhelm Árið 2021 var 61 prósent brotaþola í kynferðisbrotamálum sem tilkynnt voru til lögreglu undir 18 ára. Konur voru 85 prósent brotaþola en meðalaldur þeirra var 23 ár og meðalaldur karlkyns brotaþola 20 ár. Meðalaldur grunaðra var töluvert hærri; 35 ár í tilviki karla og 30 í tilviki kvenna. Karlar voru 94 prósent grunaðra. Að jafnaði var aldursmunurinn á brotaþolum og grunuðum tíu til tólf ár. Þetta kemur fram í umsögn ríkislögreglustjóra um frumvarp til laga um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs úr 15 árum í 18 ár. Í umsögninni er tekið undir sjónarmið héraðssaksóknara um niðurfellingu ákvæða 200, 201 og 204 í almennum hegningarlögum. „Héraðssaksóknari hefur bent á að niðurfelling ákvæða 200. og 201. gr. almennra hegningarlaga myndi rýra rétt brotaþola sifjaspella og niðurfelling ákvæðis 204. gr. myndi leiða til þess að erfiðara yrði að sanna brot gegn börnum ef ekki yrði lengur hægt að vísa til gáleysis er varðar aldurinn. Embætti ríkislögreglustjóra tekur undir það sem kemur fram í umsögn héraðssaksóknara,“ segir í umsögn ríkislögreglustjóra. Þá segir að ríkislögreglustjóri taki undir nauðsyn þess að vernda börn fyrir kynferðisofbeldi og misnotkun af hvaða tagi sem hún nefnist. Út frá gögnum lögreglu sé erfitt að fullyrða um áhrifin af breytingunni á lágmarksaldrinum. Þannig sé mikilvægt að horfa einnig til þeirra sjónarmiða og ákvæða Barnasáttmálans um að börn eigi rétt á að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og að fullorðnir eigi að taka réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þorska. „Undirbyggja þarf lagabreytingu sem þessa með rannsókn og tryggja það að sjónarmið barna fái hljómgrunn með verndun þeirra að leiðarljósi.“ Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Tengdar fréttir Fullorðið fólk megi stunda samræði við börn en börnin ekki skoða klámblað Baráttusamtökin Öfgar hafa skilað inn umsögn um frumvarp sem kveður á um að kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18 ára. Segja þau frumvarpið framfaraskref fyrir réttindi barna. 15. mars 2023 07:06 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Meðalaldur grunaðra var töluvert hærri; 35 ár í tilviki karla og 30 í tilviki kvenna. Karlar voru 94 prósent grunaðra. Að jafnaði var aldursmunurinn á brotaþolum og grunuðum tíu til tólf ár. Þetta kemur fram í umsögn ríkislögreglustjóra um frumvarp til laga um hækkun kynferðislegs lágmarksaldurs úr 15 árum í 18 ár. Í umsögninni er tekið undir sjónarmið héraðssaksóknara um niðurfellingu ákvæða 200, 201 og 204 í almennum hegningarlögum. „Héraðssaksóknari hefur bent á að niðurfelling ákvæða 200. og 201. gr. almennra hegningarlaga myndi rýra rétt brotaþola sifjaspella og niðurfelling ákvæðis 204. gr. myndi leiða til þess að erfiðara yrði að sanna brot gegn börnum ef ekki yrði lengur hægt að vísa til gáleysis er varðar aldurinn. Embætti ríkislögreglustjóra tekur undir það sem kemur fram í umsögn héraðssaksóknara,“ segir í umsögn ríkislögreglustjóra. Þá segir að ríkislögreglustjóri taki undir nauðsyn þess að vernda börn fyrir kynferðisofbeldi og misnotkun af hvaða tagi sem hún nefnist. Út frá gögnum lögreglu sé erfitt að fullyrða um áhrifin af breytingunni á lágmarksaldrinum. Þannig sé mikilvægt að horfa einnig til þeirra sjónarmiða og ákvæða Barnasáttmálans um að börn eigi rétt á að tjá sig frjálslega um öll málefni sem hafa áhrif á líf þeirra og að fullorðnir eigi að taka réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur og þorska. „Undirbyggja þarf lagabreytingu sem þessa með rannsókn og tryggja það að sjónarmið barna fái hljómgrunn með verndun þeirra að leiðarljósi.“
Börn og uppeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Tengdar fréttir Fullorðið fólk megi stunda samræði við börn en börnin ekki skoða klámblað Baráttusamtökin Öfgar hafa skilað inn umsögn um frumvarp sem kveður á um að kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18 ára. Segja þau frumvarpið framfaraskref fyrir réttindi barna. 15. mars 2023 07:06 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
Fullorðið fólk megi stunda samræði við börn en börnin ekki skoða klámblað Baráttusamtökin Öfgar hafa skilað inn umsögn um frumvarp sem kveður á um að kynferðislegur lágmarksaldur verði hækkaður úr 15 árum í 18 ára. Segja þau frumvarpið framfaraskref fyrir réttindi barna. 15. mars 2023 07:06