Sveindís Jane kom inn af bekknum þegar Wolfsburg kom sér í góða stöðu Smári Jökull Jónsson skrifar 22. mars 2023 22:01 Sveindís Jane Jónsdóttir byrjaði á varamannabekknum hjá Wolfsburg í kvöld. Vísir/Getty Wolfsburg er í fínum málum í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir að liðið vann 1-0 útisigur á PSG í kvöld. Sveindís Jane Jónsdóttir var í liði Wolfsburg. Lið Wolfsburg er í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en liðið er með nauma forystu á Bayern Munchen í toppbaráttunni. Lið PSG er einnig í eldlínunni í Frakklandi, liðið er einu stigi á eftir Lyon í deildinni en Lyon tapaði einmitt fyrir Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld. Sveindís Jane hóf leikinn á bekknum en Wolfsburg sá til þess að kvöld franskra liða í Meistaradeildinni í kvöld fór ekki vel. Liðið vann 1-0 útsigur í hörkuleik og er því í ágætri stöðu fyrir síðara leik liðanna í næstu viku. Bæði lið áttu sínar sóknir í fyrri hálfleiknum sem var markalaus. Fjörið byrjaði hins vegar í síðari hálfleik. Á 62. mínútu fékk Wolfsburg vítaspyrnu eftir að Élisa De Almeida fékk boltann í höndina inni í vítateig. Atvikið var skoðað í VAR og vítaspyrna niðurstaðan auk þess sem De Almeida fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Sannkallaðar martraðarmínútur fyrir heimakonur í PSG. Dominique Janssen skoraði úr vítaspyrnunni fyrir Wolfsburg og þýska liðið komið í forystu. Sveindís Jane kom inn af bekknum á 79. mínútu en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki eftir að Wolfsburg komst yfir. Lokatölur 1-0 og einvígið því galopið fyrir síðari leikinn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki í leikmannahópi PSG í kvöld. Einfach nur GEIL!!! AUSWÄRTSSIEG!!!! #PSGWOB #UWCL #VfLWolfsburg pic.twitter.com/AgNxKIvGJd— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 22, 2023 Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira
Lið Wolfsburg er í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en liðið er með nauma forystu á Bayern Munchen í toppbaráttunni. Lið PSG er einnig í eldlínunni í Frakklandi, liðið er einu stigi á eftir Lyon í deildinni en Lyon tapaði einmitt fyrir Chelsea í Meistaradeildinni í kvöld. Sveindís Jane hóf leikinn á bekknum en Wolfsburg sá til þess að kvöld franskra liða í Meistaradeildinni í kvöld fór ekki vel. Liðið vann 1-0 útsigur í hörkuleik og er því í ágætri stöðu fyrir síðara leik liðanna í næstu viku. Bæði lið áttu sínar sóknir í fyrri hálfleiknum sem var markalaus. Fjörið byrjaði hins vegar í síðari hálfleik. Á 62. mínútu fékk Wolfsburg vítaspyrnu eftir að Élisa De Almeida fékk boltann í höndina inni í vítateig. Atvikið var skoðað í VAR og vítaspyrna niðurstaðan auk þess sem De Almeida fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt. Sannkallaðar martraðarmínútur fyrir heimakonur í PSG. Dominique Janssen skoraði úr vítaspyrnunni fyrir Wolfsburg og þýska liðið komið í forystu. Sveindís Jane kom inn af bekknum á 79. mínútu en hvorugu liðinu tókst að bæta við marki eftir að Wolfsburg komst yfir. Lokatölur 1-0 og einvígið því galopið fyrir síðari leikinn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir var ekki í leikmannahópi PSG í kvöld. Einfach nur GEIL!!! AUSWÄRTSSIEG!!!! #PSGWOB #UWCL #VfLWolfsburg pic.twitter.com/AgNxKIvGJd— VfL Wolfsburg Frauen (@VfL_Frauen) March 22, 2023
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira