Varnarlínur settar upp Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. mars 2023 22:28 Fjölmennt lið slökkviliðs- og björgunarsveitarmanna hefur verið að störfum í dag. Vísir/Vilhelm Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. Slökkviliðinu barst tilkynning um sinubrunann, sem rekja má til íkveikju nemenda í Menntaskólanum í Kópavogi, rétt eftir klukkan 13:00 í dag. Enn logar eldur í mosa á svæðinu og fólk er beðið um að hætta sér alls ekki á það. Á þriðja tug slökkviliðsmanna hefur komið að aðgerðunum. Björgunarsveitir og ríkislögreglustjóri aðstoðuðu við starfann. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur húsum frá eldinum, þar á meðal Óttarsstöðum. Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að tugir hektarar lægju undir eftir brunann. „Við náðum að bjarga tveimur húsum, eldtungurnar náðu ekki í þær. En svo er fókusinn að fara suðvestureftir, leggja lagnir og slöngur niður frá að Reykjanesbrautinni og niður að sjó, til þess að koma í veg fyrir þetta og fara hinum megin við sinuna. Það er gríðarlega þurr jarðvegur hérna og svo blæs mikið, þetta er búið að vera mjög erfitt og krefjandi.“ Eins og fréttastofa greindi frá í dag kviknaði sinubruninn líklega vegna fikts nemanda í Menntaskólanum í Kópavogi með svokallað kúlublys. Það staðfesti lögregla fyrr í kvöld, en málið er í hennar höndum. Guðríður Eldey Arnarsdóttir skólameistari sagði að allir, sem kæmu að málinu, væru miður sín. „Þetta var nú ekki flugeldur held ég, en einhvers konar blys eða slíkt. Ég held að það átti sig mjög fáir á því um hávetur að landið geti verið orðið svona þurrt og útsett fyrir sinueldum. En svona er auðvitað óviljaverk og viðkomandi aðili er miður sín yfir þessu. Þannig að þetta var hugsunarleysi.“ „Eldurinn óútreiknanlegur“ Slökkviliðið greindi frá því á Facebook fyrr í kvöld að eldar loguðu enn í mosa á mörgum stöðum í hrauninu. Svæðið væri erfitt yfirferðar og erfitt að komast að eldinum. Fólk var enn fremur hvatt til að fara ávallt varlega með eld utandyra. „Um kvöldmatarleytið var tekin sú ákvörðun að setja upp varnarlínur til að takmarka útbreiðslu og láta gróðurinn brenna að þeim. Slökkviliðsmenn frá SHS munu vakta svæðið í nótt en reykur mun sjást frá svæðinu í kvöld og nótt. Frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. Við vörum fólk við að fara á svæðið þar sem reykurinn er hættulegur, hraunið erfitt yfirferðar og eldurinn óútreiknanlegur.“ Slökkvilið Hafnarfjörður Björgunarsveitir Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira
Slökkviliðinu barst tilkynning um sinubrunann, sem rekja má til íkveikju nemenda í Menntaskólanum í Kópavogi, rétt eftir klukkan 13:00 í dag. Enn logar eldur í mosa á svæðinu og fólk er beðið um að hætta sér alls ekki á það. Á þriðja tug slökkviliðsmanna hefur komið að aðgerðunum. Björgunarsveitir og ríkislögreglustjóri aðstoðuðu við starfann. Slökkviliðinu tókst að bjarga tveimur húsum frá eldinum, þar á meðal Óttarsstöðum. Finnur Hilmarsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að tugir hektarar lægju undir eftir brunann. „Við náðum að bjarga tveimur húsum, eldtungurnar náðu ekki í þær. En svo er fókusinn að fara suðvestureftir, leggja lagnir og slöngur niður frá að Reykjanesbrautinni og niður að sjó, til þess að koma í veg fyrir þetta og fara hinum megin við sinuna. Það er gríðarlega þurr jarðvegur hérna og svo blæs mikið, þetta er búið að vera mjög erfitt og krefjandi.“ Eins og fréttastofa greindi frá í dag kviknaði sinubruninn líklega vegna fikts nemanda í Menntaskólanum í Kópavogi með svokallað kúlublys. Það staðfesti lögregla fyrr í kvöld, en málið er í hennar höndum. Guðríður Eldey Arnarsdóttir skólameistari sagði að allir, sem kæmu að málinu, væru miður sín. „Þetta var nú ekki flugeldur held ég, en einhvers konar blys eða slíkt. Ég held að það átti sig mjög fáir á því um hávetur að landið geti verið orðið svona þurrt og útsett fyrir sinueldum. En svona er auðvitað óviljaverk og viðkomandi aðili er miður sín yfir þessu. Þannig að þetta var hugsunarleysi.“ „Eldurinn óútreiknanlegur“ Slökkviliðið greindi frá því á Facebook fyrr í kvöld að eldar loguðu enn í mosa á mörgum stöðum í hrauninu. Svæðið væri erfitt yfirferðar og erfitt að komast að eldinum. Fólk var enn fremur hvatt til að fara ávallt varlega með eld utandyra. „Um kvöldmatarleytið var tekin sú ákvörðun að setja upp varnarlínur til að takmarka útbreiðslu og láta gróðurinn brenna að þeim. Slökkviliðsmenn frá SHS munu vakta svæðið í nótt en reykur mun sjást frá svæðinu í kvöld og nótt. Frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. Við vörum fólk við að fara á svæðið þar sem reykurinn er hættulegur, hraunið erfitt yfirferðar og eldurinn óútreiknanlegur.“
Slökkvilið Hafnarfjörður Björgunarsveitir Gróðureldar á Íslandi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fleiri fréttir „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Sjá meira