Hefði verið betra að fá þyrluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. mars 2023 11:56 Frá sinubrunanum í Straumsvík í gær. Vísir/egill Slökkvilið fylgist enn vel með vettvangi mikils sinubruna í Straumsvík sem kviknaði í gær. Erfitt hefur verið að eiga við brunann að sögn varðstjóra, enda svæðið þungt yfirferðar. Eina þyrla Landhelgisgæslunnar sem nothæf er til slökkvistarfa var ekki tiltæk til aðstoðar í gær. Eldsins í Straumsvík í Hafnarfirði varð vart upp úr hádegi í gær og allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Finnur Hilmarsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum fram á kvöld. Hann segir sinubrunnan gríðarumfangsmikinn, tugir ef ekki hundrað hektarar séu undir, og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Svokölluð varnarlína var lögð suðvestan við hraunið í gær til að hefta framgang brunans, sem Finnur segir að slökkvilið hafi náð utan um. Sex menn standi vaktina í dag. „Og þeir eru þá að fara um hraunið og eru að slökkva í sinupollum sem eru þarna en þetta er rosalega erfitt yfirferðar þannig að það er í raun bara verið að bíða og fylgjast með þessu, sjá hver þróunin verður, og vonandi að þetta slokkni bara af sjálfu sér,“ segir Finnur. Hefði að sjálfsögðu hjálpað Slökkvilið reiknar með að fá betra yfirlit yfir stöðuna með hjálp dróna frá sérsveit ríkislögreglustjóra í dag. Þá var í gær óskað eftir því að fá þyrlu með skjólu til slökkvistarfa en ekki var hægt að verða við þeirri beiðni. „Það er ein þyrla gæslunnar sem er með krók sem getur tekið þessa skjólu og hún er í viðgerð, eftir þeim upplýsingum sem ég fékk.“ Er það áhyggjuefni? Hefðuð þið viljað fá hana? Hefði það hjálpað? „Að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Hvort það sé áhyggjuefni, ég veit það ekki, en jú að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Annars hefðum við ekki óskað eftir því. Þannig að það hefði klárlega komið að góðum notum, sérstaklega í svona hrauni og landslagi sem er mjög erfitt yfirferðar, bæði fyrir fótgangandi og á farartækjum.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil og Finnur biðlar því til fólks að fara gætilega. „Allur jarðvegur og landslag núna er rosalega þurrt og viðkvæmt þannig að við biðjum fólk um að fara extra varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í gær að allir sem kæmu að málinu væru miður sín. Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Varnarlínur settar upp Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. 23. mars 2023 22:28 Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt. 24. mars 2023 07:09 Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“ Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín. 23. mars 2023 18:30 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Eldsins í Straumsvík í Hafnarfirði varð vart upp úr hádegi í gær og allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út. Finnur Hilmarsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stýrði aðgerðum fram á kvöld. Hann segir sinubrunnan gríðarumfangsmikinn, tugir ef ekki hundrað hektarar séu undir, og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Svokölluð varnarlína var lögð suðvestan við hraunið í gær til að hefta framgang brunans, sem Finnur segir að slökkvilið hafi náð utan um. Sex menn standi vaktina í dag. „Og þeir eru þá að fara um hraunið og eru að slökkva í sinupollum sem eru þarna en þetta er rosalega erfitt yfirferðar þannig að það er í raun bara verið að bíða og fylgjast með þessu, sjá hver þróunin verður, og vonandi að þetta slokkni bara af sjálfu sér,“ segir Finnur. Hefði að sjálfsögðu hjálpað Slökkvilið reiknar með að fá betra yfirlit yfir stöðuna með hjálp dróna frá sérsveit ríkislögreglustjóra í dag. Þá var í gær óskað eftir því að fá þyrlu með skjólu til slökkvistarfa en ekki var hægt að verða við þeirri beiðni. „Það er ein þyrla gæslunnar sem er með krók sem getur tekið þessa skjólu og hún er í viðgerð, eftir þeim upplýsingum sem ég fékk.“ Er það áhyggjuefni? Hefðuð þið viljað fá hana? Hefði það hjálpað? „Að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Hvort það sé áhyggjuefni, ég veit það ekki, en jú að sjálfsögðu hefði það hjálpað. Annars hefðum við ekki óskað eftir því. Þannig að það hefði klárlega komið að góðum notum, sérstaklega í svona hrauni og landslagi sem er mjög erfitt yfirferðar, bæði fyrir fótgangandi og á farartækjum.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil og Finnur biðlar því til fólks að fara gætilega. „Allur jarðvegur og landslag núna er rosalega þurrt og viðkvæmt þannig að við biðjum fólk um að fara extra varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í gær að allir sem kæmu að málinu væru miður sín.
Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Varnarlínur settar upp Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. 23. mars 2023 22:28 Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt. 24. mars 2023 07:09 Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“ Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín. 23. mars 2023 18:30 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Innlent Fleiri fréttir Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Sjá meira
Varnarlínur settar upp Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið. 23. mars 2023 22:28
Logar enn í sinu við Óttarsstaði og staðan tekin í morgunsárið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er enn á vettvangi við Óttarsstaði, nærri Straumsvík í Hafnarfirði, þar sem kviknaði í sinu í gær. Mikill mannskapur var að störfum í gær og vakt á svæðinu í alla nótt. 24. mars 2023 07:09
Sinubruninn kviknaði í skólaferðalagi: „Viðkomandi aðili er miður sín“ Sinubruninn sem logar nú við Straumsvík við Hafnarfjörð kviknaði við óvarlega meðferð elds í skólaferðalagi, líklega af völdum blyss. Skólameistari við Menntaskólann í Kópavogi segir að nemendur séu miður sín. 23. mars 2023 18:30