Að taka ekki næsta skref Eyrún B. Valsdóttir skrifar 24. mars 2023 15:00 Nokkur umræða hefur spunnist í kringum fyrirhugaða lokun upplýsinga- og ráðgjafarvefjarins Næsta skref.is. Sú ákvörðun að loka vefnum var öllum sem að komu erfið enda er hann í mikilli notkun meðal almennings, hjá símenntunarmiðstöðvum og innan formlega skólakerfisins. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur allt frá upphafi verkefnisins 2013 haldið vefnum úti, en síðastliðin tvö ár meira af vilja en getu, eftir að fjárframlag til rekstursins kláraðist með öllu haustið 2021. Að halda úti alhliða upplýsingavef um störf og námsleiðir á Íslandi er nefnilega ekkert áhlaupsverk. Þar þarf að koma til ákveðin langtímahugsun, gæðatrygging á efni, reglulegar uppfærslur á notendaviðmóti og skipulegt samstarf atvinnulífs og menntakerfis. Slíkt kostar einfaldlega vinnu og peninga. Óánægjuraddir vegna lokunar Næsta skrefs eru skiljanlegar. Vefurinn er til dæmis eitt lykilverkfæra í náms- og starfsráðgjöf auk þess sem tækifærin til áframhaldandi uppbyggingar eru óþrjótandi. Þar má bæði njóta góðs af því að tæknin, sem var ákveðinn fjötur um fót í upphafi, vinnur nú með okkur sem og reynslu nágrannaþjóða í þessum efnum sem margt má læra af. Stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var þungbært að taka þá ákvörðun að loka vefnum. Að halda honum úti ár eftir ár með lágmarkstilkostnaði er hins vegar jafn afleit niðurstaða til lengri tíma litið. Ekki er nema vika síðan fyrstu tillögur varðandi nauðsynlegar endurbætur á vefnum voru lagðar fram auk hugmynda um mikið breytt notendaviðmót sem myndi skapa Næstaskref.is sérstöðu á meðal slíkra vefsvæða. Við höfum lengi kallað eftir aðkomu hins opinbera að framþróun þessa vefjar. Áhugann hefur ekki vantað, tækifærin eru augljós, fyrirmyndirnar víða um heim og notendahópurinn þegar til staðar. Biðin eftir svörum er þó orðin nokkuð löng og því sá stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sig knúna til að ákveða lokun. Líkt og segir í niðurlagi tilkynningar vegna þessa, sem fór til hlutaðeigandi aðila, er hins vegar von okkar allra að sjálfsögðu sú að úr rætist þannig að aðgengi að réttum og viðeigandi upplýsingum um nám og störf verði áfram í boði fyrir nemendur, foreldra og ráðgjafa hvort sem það verður gert með áframhaldandi rekstri og þróun Næsta skrefs eða með því að leita annarra sambærilegra leiða. Höfundur er formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Nokkur umræða hefur spunnist í kringum fyrirhugaða lokun upplýsinga- og ráðgjafarvefjarins Næsta skref.is. Sú ákvörðun að loka vefnum var öllum sem að komu erfið enda er hann í mikilli notkun meðal almennings, hjá símenntunarmiðstöðvum og innan formlega skólakerfisins. Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur allt frá upphafi verkefnisins 2013 haldið vefnum úti, en síðastliðin tvö ár meira af vilja en getu, eftir að fjárframlag til rekstursins kláraðist með öllu haustið 2021. Að halda úti alhliða upplýsingavef um störf og námsleiðir á Íslandi er nefnilega ekkert áhlaupsverk. Þar þarf að koma til ákveðin langtímahugsun, gæðatrygging á efni, reglulegar uppfærslur á notendaviðmóti og skipulegt samstarf atvinnulífs og menntakerfis. Slíkt kostar einfaldlega vinnu og peninga. Óánægjuraddir vegna lokunar Næsta skrefs eru skiljanlegar. Vefurinn er til dæmis eitt lykilverkfæra í náms- og starfsráðgjöf auk þess sem tækifærin til áframhaldandi uppbyggingar eru óþrjótandi. Þar má bæði njóta góðs af því að tæknin, sem var ákveðinn fjötur um fót í upphafi, vinnur nú með okkur sem og reynslu nágrannaþjóða í þessum efnum sem margt má læra af. Stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins var þungbært að taka þá ákvörðun að loka vefnum. Að halda honum úti ár eftir ár með lágmarkstilkostnaði er hins vegar jafn afleit niðurstaða til lengri tíma litið. Ekki er nema vika síðan fyrstu tillögur varðandi nauðsynlegar endurbætur á vefnum voru lagðar fram auk hugmynda um mikið breytt notendaviðmót sem myndi skapa Næstaskref.is sérstöðu á meðal slíkra vefsvæða. Við höfum lengi kallað eftir aðkomu hins opinbera að framþróun þessa vefjar. Áhugann hefur ekki vantað, tækifærin eru augljós, fyrirmyndirnar víða um heim og notendahópurinn þegar til staðar. Biðin eftir svörum er þó orðin nokkuð löng og því sá stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sig knúna til að ákveða lokun. Líkt og segir í niðurlagi tilkynningar vegna þessa, sem fór til hlutaðeigandi aðila, er hins vegar von okkar allra að sjálfsögðu sú að úr rætist þannig að aðgengi að réttum og viðeigandi upplýsingum um nám og störf verði áfram í boði fyrir nemendur, foreldra og ráðgjafa hvort sem það verður gert með áframhaldandi rekstri og þróun Næsta skrefs eða með því að leita annarra sambærilegra leiða. Höfundur er formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun