Rannsókn deildarinnar snýr að mögulegu broti Everton á síðustu leiktíð, 2021-22. Félagið neitar því að hafa gert eitthvað rangt en deildin hefur sóst eftir sjálfstæðum aðila til að rannsaka málið enn frekar. Everton er í grunninn sakað um að hafa brotið sömu reglur og Manchester City á að hafa gert.
Samkvæmt fréttum erlendis ku Everton hafa tapað 371,8 milljón punda [tæpa 65 milljarða króna] á undanförnum þremur árum. Lið mega hins vegar aðeins tapa 105 milljónum punda [tæpa 18 milljarða króna] á þeim tíma.
Vegna heimsfaraldursins sem geysaði innan þessa þriggja ára tímaramma þá leyfði enska úrvalsdeildin félögum að afskrifa tap af völdum kórónuveirunnar. Everton segir að 170 milljónir af þessum rúmlega 371 séu vegna faraldursins. Everton neitar að hafa brotið reglur og enska úrvalsdeildin vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu.
Everton have been referred to an independent commission by the Premier League over an alleged breach of its profitability and sustainability rules.#BBCFootball
— BBC Sport (@BBCSport) March 24, 2023
Everton situr sem stendur í 15. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, aðeins tveimur stigum yfir ofan fallsæti.