Nagelsmann opinn fyrir viðræðum við Tottenham Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 09:30 Óvissa er um framtíð Antonio Conte hjá Tottenham og Lundúnaliðið gæti litið til Julian Nagelsmann sem varð atvinnulaus í vikunni. Vísir/Getty Julian Nagelsmann er opinn fyrir viðræðum við enska úrvalsdeildarliðið Tottenham en Þjóðverjanum var sagt upp hjá Bayern Munchen í vikunni. Framtíð Antoino Conte þjálfara Tottenham er í lausu lofti eftir slakt gengi að undanförnu. Julian Nagelsmann var nokkuð óvænt sagt upp störfum hjá Bayern Munchen í vikunni og landi hans Thomas Tuchel ráðinn í staðinn. Bayern er í öðru sæti þýsku deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en það var ekki nóg fyrir forráðamenn þýska stórliðsins sem vildu ná í Tuchel áður en önnur lið færu að ræða við hann. Nagelsmann verður þó líklega ekki lengi atvinnulaus. Hann er nú orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Tottenham Hotspurs en Antonio Conte, knattspyrnustjóri Lundúnaliðsins, er valtur í sessi. Í viðtali eftir jafntefli Tottenham gegn Southampton um síðstu helgi var engu líkara en að Conte væri að biðja um að vera rekinn en þar fór hann hörðum orðum um liðið og forráðamenn þess. Í frétt Skysports kemur fram að Nagelsmann sé opinn fyrir viðræðum við Tottenham Hotspurs en gæti þó viljað taka sér stutta pásu áður en hann hoppar á næsta starf. Forráðamenn Spurs eru sömuleiðis áhugasamir um að fá Nagelsmann í stjórastöðuna en Nagelsmann vann þýsku úrvalsdeildina með Bayern á síðustu leiktíð og gerði þar áður góða hluti með lið RB Leipzig. Nagelsmann var á radarnum hjá Tottenham þegar liðið sagði upp Mauricio Pochettiono árið 2019 og reyndu sömuleiðis við hann þegar Jose Mourinho var sagt upp árið 2021. Í viðtali árið 2019 viðurkenndi Nagelsmann að hann fylgdist með leikjum Tottenham „því Mauricio Pochettiono væri þar og hann væri góður þjálfari. Hann er frábær þjálfari og liðið hans var skemmtilegt áhorfs.“ Þá sagði Nagelsmann sömuleiðis hafa fylgst með blaðamannafundum Jose Mourinho hjá félaginu á sínum tíma. Nokkur nöfn hafa verið orðuð við Tottenham á síðustu vikum og getgátur um brotthvarf Conte fóru enn frekar á flug eftir eldræðu hans um síðustu helgi. Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton, Sergio Conceicao hjá Porto og Thomas Frank stjóri Brentford eru meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við Tottenham en samningur Conte við félagið rennur út í sumar. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Julian Nagelsmann var nokkuð óvænt sagt upp störfum hjá Bayern Munchen í vikunni og landi hans Thomas Tuchel ráðinn í staðinn. Bayern er í öðru sæti þýsku deildarinnar og komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar en það var ekki nóg fyrir forráðamenn þýska stórliðsins sem vildu ná í Tuchel áður en önnur lið færu að ræða við hann. Nagelsmann verður þó líklega ekki lengi atvinnulaus. Hann er nú orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Tottenham Hotspurs en Antonio Conte, knattspyrnustjóri Lundúnaliðsins, er valtur í sessi. Í viðtali eftir jafntefli Tottenham gegn Southampton um síðstu helgi var engu líkara en að Conte væri að biðja um að vera rekinn en þar fór hann hörðum orðum um liðið og forráðamenn þess. Í frétt Skysports kemur fram að Nagelsmann sé opinn fyrir viðræðum við Tottenham Hotspurs en gæti þó viljað taka sér stutta pásu áður en hann hoppar á næsta starf. Forráðamenn Spurs eru sömuleiðis áhugasamir um að fá Nagelsmann í stjórastöðuna en Nagelsmann vann þýsku úrvalsdeildina með Bayern á síðustu leiktíð og gerði þar áður góða hluti með lið RB Leipzig. Nagelsmann var á radarnum hjá Tottenham þegar liðið sagði upp Mauricio Pochettiono árið 2019 og reyndu sömuleiðis við hann þegar Jose Mourinho var sagt upp árið 2021. Í viðtali árið 2019 viðurkenndi Nagelsmann að hann fylgdist með leikjum Tottenham „því Mauricio Pochettiono væri þar og hann væri góður þjálfari. Hann er frábær þjálfari og liðið hans var skemmtilegt áhorfs.“ Þá sagði Nagelsmann sömuleiðis hafa fylgst með blaðamannafundum Jose Mourinho hjá félaginu á sínum tíma. Nokkur nöfn hafa verið orðuð við Tottenham á síðustu vikum og getgátur um brotthvarf Conte fóru enn frekar á flug eftir eldræðu hans um síðustu helgi. Roberto De Zerbi, knattspyrnustjóri Brighton, Sergio Conceicao hjá Porto og Thomas Frank stjóri Brentford eru meðal þeirra sem orðaðir hafa verið við Tottenham en samningur Conte við félagið rennur út í sumar.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira