„Gríðarlegur léttir að málinu sé lokið“ Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 25. mars 2023 12:41 Jónsi í Sigur Rós var ásamt öðrum meðlimum hljómsveitarinnar sakaður um stórfelld skattsvikabrot. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Jóns, segir mikinn létti að málinu sé lokið. vísir/vilhelm Margra ára skattsvikamáli hljómsveitarinnar Sigur rósar lauk í gær þegar að Landsréttur vísaði kröfu ríkisskattstjóra frá dómi. Lögmaður Jóns Þórs Birgissonar, eða Jónsa í Sigur rós eins og hann er oftast kallaður, segir skattstjóra hafa of víðtækar heimildir til kyrrsetningar. Málið hefur staðið ansi lengi og höfðu eignir Jóns verið kyrrsettar allt frá árinu 2017 en meðlimir hljómsveitarinnar voru grunaðir um að hafa ekki greitt skatt upp á rúmlega 150 milljónir króna. Máli allra annarra hljómsveitarmeðlima en Jóns voru felld niður árið 2021 en málinu gegn honum var haldið til streitu. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Jónsa, segir mikinn létti að málinu sé lokið. „Þetta er búið að taka gríðarlega langan tíma. Bara það að standa í þessu er gríðarleg refsing fyrir hvern þann sem þarf að hafa þetta hangandi yfir sér. Háar fjársektir sem eru lágmark ef menn eru dæmdir sekir, í þessu tilfelli hefði það hlaupið á hundruðum milljóna. Þetta er gríðarlegur léttir. “ Alvanalegt sé þó að skattrannsóknir taki langan tíma. „Það er því miður ekki óvenjulegt að þessi mál taki svona langan tíma. Það er verið að vinna í því að einfalda þetta í kerfinu en það gengur allt of hægt að finna fljótari jarðveg fyrir þessi mál. Þetta er of langt ferli. “ En kom áfrýjun yfirvalda á óvart? „Já þeir áfrýjuðu stórum hluta ekki en ákváðu að láta reyna á ákveðna þætti gagnvart Jóni Þór. Það voru gríðarleg vonbrigði og við töldum það ástæðulausa áfrýjun.“ Heimildir yfirvalda séu mjög víðtækar. „Heimildirnar þurfa að vera bundnar einhverjum skilyrðum og það þarf að sýna fram á nauðsyn. Það er mjög erfitt að snúa kyrrsetningum við, þetta eru það víðtækar heimildir. Sigur Rós Dómsmál Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira
Málið hefur staðið ansi lengi og höfðu eignir Jóns verið kyrrsettar allt frá árinu 2017 en meðlimir hljómsveitarinnar voru grunaðir um að hafa ekki greitt skatt upp á rúmlega 150 milljónir króna. Máli allra annarra hljómsveitarmeðlima en Jóns voru felld niður árið 2021 en málinu gegn honum var haldið til streitu. Bjarnfreður Ólafsson, lögmaður Jónsa, segir mikinn létti að málinu sé lokið. „Þetta er búið að taka gríðarlega langan tíma. Bara það að standa í þessu er gríðarleg refsing fyrir hvern þann sem þarf að hafa þetta hangandi yfir sér. Háar fjársektir sem eru lágmark ef menn eru dæmdir sekir, í þessu tilfelli hefði það hlaupið á hundruðum milljóna. Þetta er gríðarlegur léttir. “ Alvanalegt sé þó að skattrannsóknir taki langan tíma. „Það er því miður ekki óvenjulegt að þessi mál taki svona langan tíma. Það er verið að vinna í því að einfalda þetta í kerfinu en það gengur allt of hægt að finna fljótari jarðveg fyrir þessi mál. Þetta er of langt ferli. “ En kom áfrýjun yfirvalda á óvart? „Já þeir áfrýjuðu stórum hluta ekki en ákváðu að láta reyna á ákveðna þætti gagnvart Jóni Þór. Það voru gríðarleg vonbrigði og við töldum það ástæðulausa áfrýjun.“ Heimildir yfirvalda séu mjög víðtækar. „Heimildirnar þurfa að vera bundnar einhverjum skilyrðum og það þarf að sýna fram á nauðsyn. Það er mjög erfitt að snúa kyrrsetningum við, þetta eru það víðtækar heimildir.
Sigur Rós Dómsmál Skattamál Sigur Rósar Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Louvre-safni lokað vegna þjófnaðar Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Fleiri fréttir Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Sjá meira