UEFA rannsakar meinta spillingu og mútugreiðslur Barcelona Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 25. mars 2023 14:30 Knattspyrnufélagið Barcelona er svo gott sem búið að vinna 1. deildina á Spáni í ár, en 4 ár eru liðin frá þeirra síðasta deildarmeistaratitli. Endurreisn félagsins gerist þó í skugga ásakana um mútur og spillingu. Getty Knattspyrnusamband Evrópu hefur hafið rannsókn á meintri spillingu og mútugreiðslum knattspyrnufélagsins Barcelona. Félagið hefur verið ákært fyrir að hafa greitt valdamiklum dómara andvirði 1.000 milljóna íslenskra króna til að tryggja sér hagstæða dómgæslu á 17 ára tímabili. Með níu fingur á bikarnum Þrátt fyrir að enn séu 12 umferðir og tveir og hálfur mánuður eftir í spænsku 1. deildinni, er hægt að slá því föstu að Barcelona verður spænskur meistari í vor. Það lá ljóst fyrir, má segja, eftir sigur yfir erkifjendunum í Madrid um síðustu helgi. Barcelona hefur 12 stiga forskot og svo mikið forskot hefur engu liði tekist að vinna upp þegar svo skammt er til mótsloka. Alla vega ekki það sem af er öldinni. Það má segja að titillinn sé langþráður í höfuðborg Katalóníu, en liðið hefur ekki unnið deildina síðan 2019, en fátítt er að svo langt líði á milli titla hjá stórveldinu. Heil fjögur ár. Meistarar í skjóli ásakana um spillingu En að þessu sinni má segja að berin séu dálítið súr. Yfir liðinu liggur nú kolsvart spillingarský, eitt það stærsta sem menn hafa lengi séð í spænskum fótbolta. Klúbburinn er sakaður um að hafa greitt varaformanni dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins 7,3 milljónir evra, andvirði meira en eins milljarðs íslenskra króna á 17 ára tímabili, á milli 2001 og 2018. Maðurinn heitir José María Enriquez Negreira og „Negreira-hneykslið“ skyggir á flest annað í spænsku samfélagi þessi dægrin. Segja greiðslurnar hafa verið fyrir munnlega ráðgjöf Stjórnendur Barcelona fullyrða að þetta séu ráðgjafagreiðslur, ekkert er hins vegar til skriflegt um meinta ráðgjöf, ekki nema von segja stjórnendurnir, þetta var nefnilega bara munnleg ráðgjöf. Ákæruvaldið telur hins vegar að peningarnir hafi verið reiddir af hendi til að tryggja sér gott veður hjá dómurum á leikjum Barcelona. UEFA hefur rannsókn á ásökununum Á fimmtudag ákvað svo UEFA, knattspyrnusamband Evrópu að hefja sjálfstæða rannsókn á málinu og segir að félagið eigi yfir höfði sér bann í Evrópukeppnum ef ásakanirnar eigi við rök að styðjast. Hins vegar gætu afleiðingarnar á Spáni orðið litlar sem engar. Samkvæmt spænskum lögum þá fyrnast mál af þessu tagi á þremur árum og þar sem síðasta meinta mútugreiðslan átti sér stað árið 2018, fyrir 5 árum gæti allt heila svindleríið, ef sök sannast, verið fyrnt. Fótbolti Spánn UEFA Spænski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira
Með níu fingur á bikarnum Þrátt fyrir að enn séu 12 umferðir og tveir og hálfur mánuður eftir í spænsku 1. deildinni, er hægt að slá því föstu að Barcelona verður spænskur meistari í vor. Það lá ljóst fyrir, má segja, eftir sigur yfir erkifjendunum í Madrid um síðustu helgi. Barcelona hefur 12 stiga forskot og svo mikið forskot hefur engu liði tekist að vinna upp þegar svo skammt er til mótsloka. Alla vega ekki það sem af er öldinni. Það má segja að titillinn sé langþráður í höfuðborg Katalóníu, en liðið hefur ekki unnið deildina síðan 2019, en fátítt er að svo langt líði á milli titla hjá stórveldinu. Heil fjögur ár. Meistarar í skjóli ásakana um spillingu En að þessu sinni má segja að berin séu dálítið súr. Yfir liðinu liggur nú kolsvart spillingarský, eitt það stærsta sem menn hafa lengi séð í spænskum fótbolta. Klúbburinn er sakaður um að hafa greitt varaformanni dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins 7,3 milljónir evra, andvirði meira en eins milljarðs íslenskra króna á 17 ára tímabili, á milli 2001 og 2018. Maðurinn heitir José María Enriquez Negreira og „Negreira-hneykslið“ skyggir á flest annað í spænsku samfélagi þessi dægrin. Segja greiðslurnar hafa verið fyrir munnlega ráðgjöf Stjórnendur Barcelona fullyrða að þetta séu ráðgjafagreiðslur, ekkert er hins vegar til skriflegt um meinta ráðgjöf, ekki nema von segja stjórnendurnir, þetta var nefnilega bara munnleg ráðgjöf. Ákæruvaldið telur hins vegar að peningarnir hafi verið reiddir af hendi til að tryggja sér gott veður hjá dómurum á leikjum Barcelona. UEFA hefur rannsókn á ásökununum Á fimmtudag ákvað svo UEFA, knattspyrnusamband Evrópu að hefja sjálfstæða rannsókn á málinu og segir að félagið eigi yfir höfði sér bann í Evrópukeppnum ef ásakanirnar eigi við rök að styðjast. Hins vegar gætu afleiðingarnar á Spáni orðið litlar sem engar. Samkvæmt spænskum lögum þá fyrnast mál af þessu tagi á þremur árum og þar sem síðasta meinta mútugreiðslan átti sér stað árið 2018, fyrir 5 árum gæti allt heila svindleríið, ef sök sannast, verið fyrnt.
Fótbolti Spánn UEFA Spænski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik Sjá meira