Segir skilaboðin fölsuð og vísar ásökunum á bug Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2023 17:27 Þorsteinn er aðgerðarsinni og femínisti sem hefur verið mjög áberandi síðustu ár í jafnréttisbaráttunni. Hann byrjaði að flytja fyrirlestra um karlmennsku og jafnrétti meðfram meistaranáminu sínu í kynjafræði og það gerir hann enn. Þorsteinn heldur einnig úti hlaðvarpinu Karlmennskan. Vísir/Vilhelm Þorsteinn V. Einarsson, kynjafræðingur og umsjónarmaður Karlmennskunnar, vísar ásökunum, um að hann hafi setið um konu fyrir rúmum fimmtán árum síðan, á bug. Hann segir skilaboð, sem eiga að hafa verið send í hans nafni, fölsuð. Skilaboð fóru nýlega í dreifingu á samfélagsmiðlum sem áttu að sýna sögu lettneskrar konu sem sakaði Þorstein um að hafa setið um sig árin 2006 og 2007. Hún á að hafa unnið á Sólon, og sagði Þorstein hafa sýnt af sér „ofbeldisfulla hegðun eltihrellis.“ Vefsíðan fréttin.is fjallaði meðal annars um málið en í skilaboðum til konunnar á Þorsteinn að hafa skotið föstum skotum á ritstjóra miðilsins og kallað hana „klikkaðan batshit skít.“ Síðar fóru fleiri skilaboð í dreifingu, Facebook-skilaboð, sem áttu að sanna að Þorsteinn hafi sent á konuna: „Þú vilt alls ekki hafa mig sem óvin,“ og fleira í þeim dúr. Nafnlaus Twitter-aðgangur Þorsteinn segir skilaboðin fölsuð. „Samkvæmt nafnlausum aðgangi á Twitter, sem virðist búið að eyða núna, á ég að hafa eltihrellt lettneska stelpu sem á að hafa unnið á Sólon 2006/7. Frásögn sem var komið í dreifingu af sama Twitter aðgangi og dreift af fólki sem hefur ekki sýnt þolendum mikla samúð áður. Viku eftir að þessari frásögn var komið í dreifingu fór annað skjáskot af stað, sem átti að sýna skilaboð frá mér til þessarar stelpu þar sem ég á að hafa hótað henni fyrir að vera „segja frá”.“ Hann birtir mynd sem á að sýna mismuninn á raunverulega Facebook-aðgangi hans og þeim sem skilaboðin eiga að hafa verið send úr. Þorsteinn sýnir mismun á hans eigin aðgangi og þeim sem skilaboðin eiga að hafa verið send úr.Facebook Þorsteinn segir að fortíð hans sé engin feluleikur, hann hafi raunsanna innsýn og skilning á karlmennsku, og gert margt sem hann væri ekki stoltur af. Eltihrellir væri hann ekki. „Ég var forréttindafirrt karlremba og að velja að taka feminíska afstöðu þýddi að ég þyrfti að horfast í augu við alla mína fortíð, fordóma, misbresti, mistök, karlrembu og axla ábyrgð. Axla ábyrgð á fortíð og forréttindum til að vera ekki orðin tóm og það hef ég og vil gera af einlægni og auðmýkt. Hann segir að þeir sem hatist út í aktívista, bendi á ofbeldi og varpi ljósi á misrétti og forréttindi, þrái að þagga niður í honum. „Klikkaðasta tilraunin til að þagga niður í mér og gera mig ótrúverðugan er skjáskot, sem margir af mínum helstu „haters“ (þröngur hópur) hafa dreift óspart, af frásögn latneskrar stelpu sem ég á að hafa eltihrellt árið 2006/7. Nafnlaust skjáskot dreift af nafnlausum accounti, sem áður var búinn að drulla yfir þekktar íslenskar baráttukonur – en hefur nú verið lokað.“ Þorsteinn segir ólýsanlega sárt að til sé fólk sem falsi skilaboð í hans nafni.Facebook Jafnréttismál Ástin og lífið Tengdar fréttir „Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01 „Í femínsku bataferli við karlrembu“ Þorsteinn V Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd. 19. janúar 2021 10:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Skilaboð fóru nýlega í dreifingu á samfélagsmiðlum sem áttu að sýna sögu lettneskrar konu sem sakaði Þorstein um að hafa setið um sig árin 2006 og 2007. Hún á að hafa unnið á Sólon, og sagði Þorstein hafa sýnt af sér „ofbeldisfulla hegðun eltihrellis.“ Vefsíðan fréttin.is fjallaði meðal annars um málið en í skilaboðum til konunnar á Þorsteinn að hafa skotið föstum skotum á ritstjóra miðilsins og kallað hana „klikkaðan batshit skít.“ Síðar fóru fleiri skilaboð í dreifingu, Facebook-skilaboð, sem áttu að sanna að Þorsteinn hafi sent á konuna: „Þú vilt alls ekki hafa mig sem óvin,“ og fleira í þeim dúr. Nafnlaus Twitter-aðgangur Þorsteinn segir skilaboðin fölsuð. „Samkvæmt nafnlausum aðgangi á Twitter, sem virðist búið að eyða núna, á ég að hafa eltihrellt lettneska stelpu sem á að hafa unnið á Sólon 2006/7. Frásögn sem var komið í dreifingu af sama Twitter aðgangi og dreift af fólki sem hefur ekki sýnt þolendum mikla samúð áður. Viku eftir að þessari frásögn var komið í dreifingu fór annað skjáskot af stað, sem átti að sýna skilaboð frá mér til þessarar stelpu þar sem ég á að hafa hótað henni fyrir að vera „segja frá”.“ Hann birtir mynd sem á að sýna mismuninn á raunverulega Facebook-aðgangi hans og þeim sem skilaboðin eiga að hafa verið send úr. Þorsteinn sýnir mismun á hans eigin aðgangi og þeim sem skilaboðin eiga að hafa verið send úr.Facebook Þorsteinn segir að fortíð hans sé engin feluleikur, hann hafi raunsanna innsýn og skilning á karlmennsku, og gert margt sem hann væri ekki stoltur af. Eltihrellir væri hann ekki. „Ég var forréttindafirrt karlremba og að velja að taka feminíska afstöðu þýddi að ég þyrfti að horfast í augu við alla mína fortíð, fordóma, misbresti, mistök, karlrembu og axla ábyrgð. Axla ábyrgð á fortíð og forréttindum til að vera ekki orðin tóm og það hef ég og vil gera af einlægni og auðmýkt. Hann segir að þeir sem hatist út í aktívista, bendi á ofbeldi og varpi ljósi á misrétti og forréttindi, þrái að þagga niður í honum. „Klikkaðasta tilraunin til að þagga niður í mér og gera mig ótrúverðugan er skjáskot, sem margir af mínum helstu „haters“ (þröngur hópur) hafa dreift óspart, af frásögn latneskrar stelpu sem ég á að hafa eltihrellt árið 2006/7. Nafnlaust skjáskot dreift af nafnlausum accounti, sem áður var búinn að drulla yfir þekktar íslenskar baráttukonur – en hefur nú verið lokað.“ Þorsteinn segir ólýsanlega sárt að til sé fólk sem falsi skilaboð í hans nafni.Facebook
Jafnréttismál Ástin og lífið Tengdar fréttir „Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01 „Í femínsku bataferli við karlrembu“ Þorsteinn V Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd. 19. janúar 2021 10:30 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
„Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“ „Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ segir Þorsteinn V. Einarsson í viðtali við Makamál. 25. mars 2021 06:01
„Í femínsku bataferli við karlrembu“ Þorsteinn V Einarsson er kynjafræðingur og skilgreinir sjálfan sig sem femínskan karl-aktívista með brennandi réttlætiskennd. 19. janúar 2021 10:30