Afnám banns gæti rýmkað opnunartíma vínbúða yfir hátíðir Kjartan Kjartansson skrifar 26. mars 2023 08:19 Vínbúðir skulu lokaðar á sunnudögum og hátíðisdögum. Hópur þingmanna Framsóknarflokksins vill breyta því. Vísir/Vilhelm Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur að svigrúm sitt til að rýmka opnunartíma vínbúða í kringum stórhátíðir ykist ef frumvarp um afnám banns við að búðirnar séu opnar á sunnudögum og hátíðardögum verður að lögum. Stofnunin leggst ekki gegn frumvarpinu. Fimm þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að bann við því að vínbúðir séu opnar á sunnudögum, helgidögum þjóðkirkjunnar, verkalýðsdaginn, þjóðhátíðardaginn og frídag verslunarmanna verði afnumið í frumvarpi sem þeir lögðu fram til Alþingis. Þeir segja slíkt bann ekki samræmast tíðaranda samfélagsins. Í umsögn sem ÁTVR sendi inn vegna frumvarpsins segir að þar sem frumvarpið feli aðeins í sér heimild en ekki skyldu til að hafa vínbúðirnar opnar á þessum dögum leggist stofunin ekki gegn samþykkt þess. Verslunin bendir þó á að svo virðist sem að áhrif frumvarpsins á hugsanlega aukningu á áfengisneyslu og lýðheilsu hafi ekki verið metin. Aðrir hindranir í veginum Á meðal kosta sem ÁTVR nefnir er að stofnunin fengi aukið svigrúm til þess að hafa opið oftar í kringum stórhátíðir. Þekkt sé að sum ár raðist vikudagar þannig að vínbúðir séu lokaðar nokkra daga í röð vegna helgidaga og sunnudags í kjölfarið eða öfugt. Fengi ÁTVR rýmri heimildir til opnunar yrðu kostir þess metnir með hliðsjón af rekstrarkostnaði, eftirspurn viðskiptavina og öðrum lögbundnum hlutverkum verslunarinnar. Til greina kæmi að rýmka opnunartíma í áföngum eða binda hann við tilteknar verslanir, að minnsta kosti fyrst um sinn. Fleiri hindrunum en banninu í lögum þurfi þó að ryðja úr vegi svo vínbúðir geti verið opnar á sunnudögum og hátíðardögum. ÁTVR bendir þannig á að rekstur áfengisútsölu sé háður leyfi sveitarstjórna sem hafi heimild til að setja skilyrði um afgreiðslutíma. Endurnýja þyrfti leyfi hjá sveitarfélögum landsins ef ætlnin væri að hafa opið á þeim dögum sem nú er bannað að selja áfengi. Einnig sé áfengissala háð reglugerð um smásölu og veitingum áfengis sem ráðherra setur. Þar er nú kveðið á um að vínbúðir megi ekki vera opnar á umræddum dögum. Endurskoða þyrfti reglugerðina til þess að hægt væri að opna þá daga. Landlæknir segir ekkert til sem heiti örugg neysla áfengis.Vísir/Vilhelm Landlæknir og lýðheilsufræðingar hafa áhyggjur Embætti landlæknis telur töluverðar líkur á að fjölgun opnunardaga vínbúðanna og þar með aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Í umsögn þess segir að breytingarnar sem kveðið er á um frumvarpinu séu ekki í samræmi við markmið um að draga úr heildarnotkun áfengis líkt og Alþjóðaheilbrigðismálastofunin (WHO) hefur lagt til. „Skaðleg áhrif áfengisneyslu eru óumdeild og í raun er ekkert til sem heitir örugg neysla, enda má rekja fjölda alvarlegra sjúkdóma til hennar eins og taugasjúkdóma, sjúkdóma í meltingarvegi, efnaskiptasjúkdóma, krabbamein, auk hjarta- og æðasjúkdóma o.fl. Sömuleiðis tengist neysla áfengis slysum, ofbeldi, vanrækslu og misnotkun. Kostnaður samfélagsins vegna áfengisneyslu er gríðarlegur,“ segir í umsögninni. Embættið telur að frekar ætti að loka fyrir möguleika á netverslun með áfengi sem lagaleg óvissa skapi í stað þess að auka enn frekar á aðgengi. Félag lýðheilsufræðinga harmar frumvarpið og tekur undir að það sé í andstöðu við WHO og lýðheilsustefnu íslenskra stjórnvalda. Alþingi ætti ekki að samþykkja lög sem geta haft áhrif á lýðheilsu án þess að lýðheilsumat fari fram áður. Áfengi og tóbak Alþingi Verslun Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira
Fimm þingmenn Framsóknarflokksins leggja til að bann við því að vínbúðir séu opnar á sunnudögum, helgidögum þjóðkirkjunnar, verkalýðsdaginn, þjóðhátíðardaginn og frídag verslunarmanna verði afnumið í frumvarpi sem þeir lögðu fram til Alþingis. Þeir segja slíkt bann ekki samræmast tíðaranda samfélagsins. Í umsögn sem ÁTVR sendi inn vegna frumvarpsins segir að þar sem frumvarpið feli aðeins í sér heimild en ekki skyldu til að hafa vínbúðirnar opnar á þessum dögum leggist stofunin ekki gegn samþykkt þess. Verslunin bendir þó á að svo virðist sem að áhrif frumvarpsins á hugsanlega aukningu á áfengisneyslu og lýðheilsu hafi ekki verið metin. Aðrir hindranir í veginum Á meðal kosta sem ÁTVR nefnir er að stofnunin fengi aukið svigrúm til þess að hafa opið oftar í kringum stórhátíðir. Þekkt sé að sum ár raðist vikudagar þannig að vínbúðir séu lokaðar nokkra daga í röð vegna helgidaga og sunnudags í kjölfarið eða öfugt. Fengi ÁTVR rýmri heimildir til opnunar yrðu kostir þess metnir með hliðsjón af rekstrarkostnaði, eftirspurn viðskiptavina og öðrum lögbundnum hlutverkum verslunarinnar. Til greina kæmi að rýmka opnunartíma í áföngum eða binda hann við tilteknar verslanir, að minnsta kosti fyrst um sinn. Fleiri hindrunum en banninu í lögum þurfi þó að ryðja úr vegi svo vínbúðir geti verið opnar á sunnudögum og hátíðardögum. ÁTVR bendir þannig á að rekstur áfengisútsölu sé háður leyfi sveitarstjórna sem hafi heimild til að setja skilyrði um afgreiðslutíma. Endurnýja þyrfti leyfi hjá sveitarfélögum landsins ef ætlnin væri að hafa opið á þeim dögum sem nú er bannað að selja áfengi. Einnig sé áfengissala háð reglugerð um smásölu og veitingum áfengis sem ráðherra setur. Þar er nú kveðið á um að vínbúðir megi ekki vera opnar á umræddum dögum. Endurskoða þyrfti reglugerðina til þess að hægt væri að opna þá daga. Landlæknir segir ekkert til sem heiti örugg neysla áfengis.Vísir/Vilhelm Landlæknir og lýðheilsufræðingar hafa áhyggjur Embætti landlæknis telur töluverðar líkur á að fjölgun opnunardaga vínbúðanna og þar með aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu þess. Í umsögn þess segir að breytingarnar sem kveðið er á um frumvarpinu séu ekki í samræmi við markmið um að draga úr heildarnotkun áfengis líkt og Alþjóðaheilbrigðismálastofunin (WHO) hefur lagt til. „Skaðleg áhrif áfengisneyslu eru óumdeild og í raun er ekkert til sem heitir örugg neysla, enda má rekja fjölda alvarlegra sjúkdóma til hennar eins og taugasjúkdóma, sjúkdóma í meltingarvegi, efnaskiptasjúkdóma, krabbamein, auk hjarta- og æðasjúkdóma o.fl. Sömuleiðis tengist neysla áfengis slysum, ofbeldi, vanrækslu og misnotkun. Kostnaður samfélagsins vegna áfengisneyslu er gríðarlegur,“ segir í umsögninni. Embættið telur að frekar ætti að loka fyrir möguleika á netverslun með áfengi sem lagaleg óvissa skapi í stað þess að auka enn frekar á aðgengi. Félag lýðheilsufræðinga harmar frumvarpið og tekur undir að það sé í andstöðu við WHO og lýðheilsustefnu íslenskra stjórnvalda. Alþingi ætti ekki að samþykkja lög sem geta haft áhrif á lýðheilsu án þess að lýðheilsumat fari fram áður.
Áfengi og tóbak Alþingi Verslun Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Sjá meira