Samskiptastjóri Carbfix var efasemdamaður í loftslagsmálum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. mars 2023 07:34 Ólafur Teitur Guðnason er samskiptastjóri Carbfix. Carbfix „Það er alveg kristaltært í mínum huga að loftslagsváin er ein alvarlegasta ógnin sem mannkynið stendur frammi fyrir. Við höfum stefnt lífsskilyrðum til framtíðar í stórhættu og á okkur öllum hvílir þung ábyrgð um að bregðast hratt og afgerandi við.“ Þetta segir Ólafur Teitur Guðnason, samskiptastjóri hjá Carbfix, í færslu sem hann birti á Facebook í gær en tilefnið er umfjöllun Mannlífs um fortíð Ólafs sem fjölmiðlapistlahöfundur hjá Viðskiptablaðinu á árunum 2004 til 2007. Ólafur var á þessum tíma mikill efasemdamaður í loftslagsmálum og skrifaði meðal annars, samkvæmt Mannlífi: „Yfirborð sjávar er sennilega ekki að hækka. Aðalskýringin á hitastigsbreytingum í andrúmsloftinu eru ekki gróðurhúsalofttegundir heldur mismunandi mikil virkni sólarinnar. Þetta eru því náttúrulegar sveiflur sem óþarfi er að hafa nokkrar áhyggjur af.“ Og: „Umfjöllun fjölmiðla um bráðnun jökla einkennist oftast nær af „hræðsluáróðri öfgamanna.“ Fréttamenn eru ginkeyptir fyrir þessum áróðri og þess vegna er ýmislegt í fréttum sem reynist „tóm þvæla þegar betur er að gáð.“ Pistlanir voru gefnir út í fjórum bókum, þar sem þeirri spurningu var varpað fram á forsíðu hvort fjölmiðlum væri treystandi. Í umfjöllun Mannlífs er vakin athygli á því að Ólafur, sem starfaði áður fyrir ISAL og Rio Tinto Alcan, vinnur nú fyrir fyrirtæki sem hefur það bókstaflega að markmiði að binda koldíoxíð í berglög til að draga úr loftslagsáhrifum. „Ég gengst fyllilega við því að hafa haft þessa skoðun fyrir tæpum 20 árum. Í dag veit ég betur. Mér varð ljóst fyrir mjög mörgum árum að mín fyrri afstaða ætti ekki rétt á sér lengur og væri beinlínis óábyrg,“ segir Ólafur Teitur nú á Facebook. „Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu“ „Árið 2004, þegar ég var þrítugur, hóf ég að skrifa vikulega pistla í Viðskiptablaðið um fjölmiðla. Í pistlunum gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun sem mér fannst ekki standast skoðun. Orðalag mitt í þessum pistlum var oft ögrandi og hvasst. Ég hef ekki nákvæma tölu á hversu marga pistla ég skrifaði en mér finnst ekki ósennilegt að þeir hafi verið öðru hvorum megin við hundrað,“ segir Ólafur Teitur. „Nú hefur verið rifjað upp í Mannlífi að í nokkur skipti gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun um loftslagsmál og hlýnun jarðar af mannavöldum. Eins og skrifin bera með sér var ég á þessum tíma í hópi efasemdafólks. Réttilega er rifjað upp að ég skrifaði að málið væri „umdeilt“ og: „Staðreyndin er sú að við vitum þetta ekki fyrir víst.“ Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu. Og án efa hef ég líka stundum fallið í þá gryfju að leggja trúnað á heimildir sem voru vafasamar og kannski settar fram í óheiðarlegum tilgangi.“ Ólafur Teitur segist ekki telja það rýra afstöðu sína í dag að hafa haft efasemdir í fortíðinni. Þá trufli hann það ekkert að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér. „Aftur á móti væri mér mjög þungbært ef feilspor mín í fortíðinni köstuðu rýrð á það frábæra starf sem kollegar mínir hjá Carbfix hafa unnið hörðum höndum að allt frá árinu 2007; framúrskarandi vísindafólk með botnlausa ástríðu fyrir umhverfis- og loftslagsmálum.“ Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira
Þetta segir Ólafur Teitur Guðnason, samskiptastjóri hjá Carbfix, í færslu sem hann birti á Facebook í gær en tilefnið er umfjöllun Mannlífs um fortíð Ólafs sem fjölmiðlapistlahöfundur hjá Viðskiptablaðinu á árunum 2004 til 2007. Ólafur var á þessum tíma mikill efasemdamaður í loftslagsmálum og skrifaði meðal annars, samkvæmt Mannlífi: „Yfirborð sjávar er sennilega ekki að hækka. Aðalskýringin á hitastigsbreytingum í andrúmsloftinu eru ekki gróðurhúsalofttegundir heldur mismunandi mikil virkni sólarinnar. Þetta eru því náttúrulegar sveiflur sem óþarfi er að hafa nokkrar áhyggjur af.“ Og: „Umfjöllun fjölmiðla um bráðnun jökla einkennist oftast nær af „hræðsluáróðri öfgamanna.“ Fréttamenn eru ginkeyptir fyrir þessum áróðri og þess vegna er ýmislegt í fréttum sem reynist „tóm þvæla þegar betur er að gáð.“ Pistlanir voru gefnir út í fjórum bókum, þar sem þeirri spurningu var varpað fram á forsíðu hvort fjölmiðlum væri treystandi. Í umfjöllun Mannlífs er vakin athygli á því að Ólafur, sem starfaði áður fyrir ISAL og Rio Tinto Alcan, vinnur nú fyrir fyrirtæki sem hefur það bókstaflega að markmiði að binda koldíoxíð í berglög til að draga úr loftslagsáhrifum. „Ég gengst fyllilega við því að hafa haft þessa skoðun fyrir tæpum 20 árum. Í dag veit ég betur. Mér varð ljóst fyrir mjög mörgum árum að mín fyrri afstaða ætti ekki rétt á sér lengur og væri beinlínis óábyrg,“ segir Ólafur Teitur nú á Facebook. „Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu“ „Árið 2004, þegar ég var þrítugur, hóf ég að skrifa vikulega pistla í Viðskiptablaðið um fjölmiðla. Í pistlunum gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun sem mér fannst ekki standast skoðun. Orðalag mitt í þessum pistlum var oft ögrandi og hvasst. Ég hef ekki nákvæma tölu á hversu marga pistla ég skrifaði en mér finnst ekki ósennilegt að þeir hafi verið öðru hvorum megin við hundrað,“ segir Ólafur Teitur. „Nú hefur verið rifjað upp í Mannlífi að í nokkur skipti gagnrýndi ég fréttir og umfjöllun um loftslagsmál og hlýnun jarðar af mannavöldum. Eins og skrifin bera með sér var ég á þessum tíma í hópi efasemdafólks. Réttilega er rifjað upp að ég skrifaði að málið væri „umdeilt“ og: „Staðreyndin er sú að við vitum þetta ekki fyrir víst.“ Stundum tók ég enn sterkar til orða án þess að hafa fyrir því innistæðu. Og án efa hef ég líka stundum fallið í þá gryfju að leggja trúnað á heimildir sem voru vafasamar og kannski settar fram í óheiðarlegum tilgangi.“ Ólafur Teitur segist ekki telja það rýra afstöðu sína í dag að hafa haft efasemdir í fortíðinni. Þá trufli hann það ekkert að viðurkenna að hann hafi haft rangt fyrir sér. „Aftur á móti væri mér mjög þungbært ef feilspor mín í fortíðinni köstuðu rýrð á það frábæra starf sem kollegar mínir hjá Carbfix hafa unnið hörðum höndum að allt frá árinu 2007; framúrskarandi vísindafólk með botnlausa ástríðu fyrir umhverfis- og loftslagsmálum.“
Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Sjá meira