Háskóli Íslands leggst enn gegn banni við rekstri spilakassa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. mars 2023 06:53 Rektor segir HÍ ekki geta verið án fjármuna HHÍ, sem hafa verið notaðir til að fjármagna byggingar háskólans. Vísir/Ívar Háskóli Íslands er enn á móti því að rekstur spilakassa verði bannaður. Í umsögn um frumvarp þess efnis segir Jón Atli Benediktsson rektor meðal annars að skólinn hafi hreinlega ekki efni á því að kassarnir verði bannaðir. Þetta er í þriðja sinn sem frumvarp um bann við rekstri spilakassa er lagt fram. Í nýrri umsögn HÍ er fyrri afstaða skólans áréttuð; mikilvægt sé að mál „af þessu tagi“ séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu. Þá segir að greina þurfi hvort og þá hvernig koma megi til móts við sjónarmið er varða tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands án þess að þær dragist saman og um leið draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. „Háskóli Íslands getur ekki verið án þeirra fjármuna sem Happdrætti Háskóla Íslands aflar til uppbyggingar starfsemi hans og sem í reynd hefur jafnan verið ráðstafað mörg ár fram í tímann,“ segir síðan í umsögninni. Háskólinn ítrekar einnig efasemdir sínar um að spilafíkn verði upprætt með boði og bönnum. Þá er vísað í niðurstöður starfshóps um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ og metnað og vilja HHÍ til að innleiða öruggara spilaumhverfi, meðal annars með því að innleiða rafræn spilakort. Í umsögninni er einnig fjallað um skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um happdrættismál. Ekki náðist samstaða innan hópsins en meirihlutinn skilaði af sér í nóvember 2022. Komst hann meðal annars að þeirri niðurstöðu að þátttaka í netspilakössum og veðmálum á úrslit og atburði íþróttaleikja hefði aukist. Þá segir í umsögn HÍ að fjallað sé ítarlega um spilakort sem skaðaminnkandi aðgerð. „Niðurstaðan í starfshópnum varð sú að hann hafði ekki sannfæringu fyrir því að bann við starfsemi viðkomandi peningaspila hefði þau áhrif sem að væri stefnt, þ.e. að hún hætti fyrir fullt og fast. Líklegra væri að slíkt bann hefði þær afleiðingar að starfsemi sem í dag telst lögmæt myndi í auknu mæla færist yfir á markaði neðanjarðar í hagkerfinu. Þá væru verulegar líkur á því að þeir sem þjást af spilavanda eða spilafíkn myndi færa spilun sína yfir á erlendar netsíður eða leita annarra leiða til að fá útrás fyrir spilaþörf sína frekar en að þeir hætti spilun alfarið í kjölfar slíks banns,“ sagði í skýrslu meirihlutans. Rektor segir því í niðurlagi að ólíklegt sé að bann við rekstri spilakassa muni ná fram þeirri niðurstöðu sem stefnt sé að; að vinna gegn vanda spilafíkla. „Til þess að ná því markmiði leggur Háskóli Íslands áherslu á að teknar verði upp þær ráðstafanir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Er þar brýnast aö tekin verði upp spilakort og að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegri netspilun á erlendum vefsíðum,“ segir rektor. Háskólar Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Þetta er í þriðja sinn sem frumvarp um bann við rekstri spilakassa er lagt fram. Í nýrri umsögn HÍ er fyrri afstaða skólans áréttuð; mikilvægt sé að mál „af þessu tagi“ séu skoðuð heildstætt og ekki hrapað að niðurstöðu. Þá segir að greina þurfi hvort og þá hvernig koma megi til móts við sjónarmið er varða tekjuöflun Happdrættis Háskóla Íslands án þess að þær dragist saman og um leið draga úr mögulegum skaða einstaklinga sem glíma við spilafíkn. „Háskóli Íslands getur ekki verið án þeirra fjármuna sem Happdrætti Háskóla Íslands aflar til uppbyggingar starfsemi hans og sem í reynd hefur jafnan verið ráðstafað mörg ár fram í tímann,“ segir síðan í umsögninni. Háskólinn ítrekar einnig efasemdir sínar um að spilafíkn verði upprætt með boði og bönnum. Þá er vísað í niðurstöður starfshóps um álitaefni tengd tekjuöflun HHÍ og metnað og vilja HHÍ til að innleiða öruggara spilaumhverfi, meðal annars með því að innleiða rafræn spilakort. Í umsögninni er einnig fjallað um skýrslu starfshóps dómsmálaráðherra um happdrættismál. Ekki náðist samstaða innan hópsins en meirihlutinn skilaði af sér í nóvember 2022. Komst hann meðal annars að þeirri niðurstöðu að þátttaka í netspilakössum og veðmálum á úrslit og atburði íþróttaleikja hefði aukist. Þá segir í umsögn HÍ að fjallað sé ítarlega um spilakort sem skaðaminnkandi aðgerð. „Niðurstaðan í starfshópnum varð sú að hann hafði ekki sannfæringu fyrir því að bann við starfsemi viðkomandi peningaspila hefði þau áhrif sem að væri stefnt, þ.e. að hún hætti fyrir fullt og fast. Líklegra væri að slíkt bann hefði þær afleiðingar að starfsemi sem í dag telst lögmæt myndi í auknu mæla færist yfir á markaði neðanjarðar í hagkerfinu. Þá væru verulegar líkur á því að þeir sem þjást af spilavanda eða spilafíkn myndi færa spilun sína yfir á erlendar netsíður eða leita annarra leiða til að fá útrás fyrir spilaþörf sína frekar en að þeir hætti spilun alfarið í kjölfar slíks banns,“ sagði í skýrslu meirihlutans. Rektor segir því í niðurlagi að ólíklegt sé að bann við rekstri spilakassa muni ná fram þeirri niðurstöðu sem stefnt sé að; að vinna gegn vanda spilafíkla. „Til þess að ná því markmiði leggur Háskóli Íslands áherslu á að teknar verði upp þær ráðstafanir sem geta stuðlað að ábyrgri spilun og lágmarkað neikvæðar afleiðingar jafnt fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Er þar brýnast aö tekin verði upp spilakort og að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við ólöglegri netspilun á erlendum vefsíðum,“ segir rektor.
Háskólar Fjárhættuspil Fíkn Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira