Hafa náð saman um fríverslun við Moldóvu Atli Ísleifsson skrifar 29. mars 2023 07:29 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir samninginn marka þáttaskil í samskiptum þjóðanna. Vísir/Vilhelm EFTA-ríkin og Moldóva hafa komist að samkomulagi um fríverslunarsamning sem undirritaður verður á næsta ráðherrafundi EFTA í Liechtenstein í júní næstkomandi. Frá þessu segir á vef utanríkisráðuneytisins en viðræðurnar tóku tvö ár og hafi lengst af farið fram í skugga innrásar Rússlands í Úkraínu. Einar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Genf, leiddi viðræðurnar fyrir hönd EFTA-ríkjanna. Um samninginn segir að hann kveði á um frekari markaðsopnun fyrir viðskipti með vörur og þjónustu milli Íslands og Moldóvu og komi á stofn vettvangi fyrir EFTA-ríkin og Moldóvu til viðræðna um frekari samvinnu á sviði efnahagsmála. Samningurinn taki einnig til fjárfestinga, opinberra innkaupa, hugverkaverndar, samkeppnismála, sjálfbærra viðskipta og rafrænna viðskipta. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að samkomulagið marki þáttaskil í samskiptum þjóðanna og opni á viðskiptaleg tækifæri í hlutaðeigandi ríkjum. „Þrátt fyrir stríð í Evrópu og blikur á lofti í alþjóðaviðskiptum felur samkomulagið í sér ríkan vilja til aukinnar efnahagslegrar samvinnu. Með fríverslunarsamningnum styður Ísland ásamt hinum EFTA-ríkjunum, Liechtenstein, Noregi, og Sviss, viðleitni stjórnvalda í Moldóvu til vestrænnar samvinnu með beinum hætti,“ er haft eftir ráðherra. Moldóva er eitt af fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna og er landlukt ríki með landamæri að Úkraínu og Rúmeníu. Moldóva er eitt fátækasta ríki Evrópu og telja íbúar þess um 2,5 milljónir. EFTA Moldóva Skattar og tollar Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Frá þessu segir á vef utanríkisráðuneytisins en viðræðurnar tóku tvö ár og hafi lengst af farið fram í skugga innrásar Rússlands í Úkraínu. Einar Gunnarsson, sendiherra Íslands í Genf, leiddi viðræðurnar fyrir hönd EFTA-ríkjanna. Um samninginn segir að hann kveði á um frekari markaðsopnun fyrir viðskipti með vörur og þjónustu milli Íslands og Moldóvu og komi á stofn vettvangi fyrir EFTA-ríkin og Moldóvu til viðræðna um frekari samvinnu á sviði efnahagsmála. Samningurinn taki einnig til fjárfestinga, opinberra innkaupa, hugverkaverndar, samkeppnismála, sjálfbærra viðskipta og rafrænna viðskipta. Haft er eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra að samkomulagið marki þáttaskil í samskiptum þjóðanna og opni á viðskiptaleg tækifæri í hlutaðeigandi ríkjum. „Þrátt fyrir stríð í Evrópu og blikur á lofti í alþjóðaviðskiptum felur samkomulagið í sér ríkan vilja til aukinnar efnahagslegrar samvinnu. Með fríverslunarsamningnum styður Ísland ásamt hinum EFTA-ríkjunum, Liechtenstein, Noregi, og Sviss, viðleitni stjórnvalda í Moldóvu til vestrænnar samvinnu með beinum hætti,“ er haft eftir ráðherra. Moldóva er eitt af fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna og er landlukt ríki með landamæri að Úkraínu og Rúmeníu. Moldóva er eitt fátækasta ríki Evrópu og telja íbúar þess um 2,5 milljónir.
EFTA Moldóva Skattar og tollar Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira