Gert er ráð fyrir að hægi á einkaneyslu á þessu ári Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. mars 2023 17:41 Sterk staða vinnumarkaðar styður við einkaneyslu en mikil verðbólga og hátt vaxtastig draga hins vegar úr kaupmætti. Vísir/Vilhelm Atvinnuleysi á síðasta ári var að meðaltali 3,8 prósent. Á sama tíma var mikil mannfjöldaaukning en fólki á vinnufærum aldri fjölgaði um 2,7 prósent. Atvinnuþátttaka jókst einnig og var 80,1 prósent samanborið við 78,8 prósent árið 2021. Gert er ráð fyrir að staða á vinnumarkaði verði áfram sterk í ár og atvinnuleysi að meðaltali 3,8 prósent líkt og í fyrra. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofu Íslands en spáin tekur til áranna 2023 til 2028. Horfur eru á að mannfjöldaaukning verði áfram mikil og að fólki á vinnufærum aldri fjölgi svipað og á síðasta ári sem verði helsti drifkraftur aukningar í heildarvinnustundum í ár. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist árið 2024 samhliða minni hagvexti og verði 4 prósent. Mikill kraftur í einkaneyslu Hagvöxtur reyndist vera 6,4 prósent á síðasta ári og var meðal annars drifinn áfram af aukningu einkaneyslu og bata í útflutningi. Í ár eru horfur á að hagvöxtur verði 3,8 prósent. Reiknað er með hægari vexti innlendrar eftirspurnar en að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verði jákvætt. Mikill kraftur hefur verið í einkaneyslu síðustu tvö ár sem jókst um 7 prósent árið 2021 og 8,6 prósent árið 2022. Gert er ráð fyrir að hægi á einkaneyslu í ár og hún vaxi um 1,9 prósent. Sterk staða vinnumarkaðar styður við einkaneyslu en mikil verðbólga og hátt vaxtastig draga hins vegar úr kaupmætti. Horfur eru á vaxandi einkaneyslu á spátímanum samhliða minnkandi verðbólgu. Þá hafa verðbólguhorfur hafa versnað. Mikil alþjóðleg verðbólga, gengisveiking undir lok ársins og spenna á vinnumarkaði hafa ýtt undir verðbólguþrýsting innanlands. Í ár eru horfur á að vísitala neysluverðs hækki um 8,2 prósent að meðaltali á milli ára. Á næsta ári er reiknað með að dragi úr verðbólgu og hún verði 4,6 prósent, m.a. vegna hjöðnunar verðbólgu erlendis og minni spennu í hagkerfinu. Jafnframt kemur fram að heildarskuldir heimila eru lágar samanborið við ráðstöfunartekjur, eignir og verga landsframleiðslu. Neytendur Vinnumarkaður Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofu Íslands en spáin tekur til áranna 2023 til 2028. Horfur eru á að mannfjöldaaukning verði áfram mikil og að fólki á vinnufærum aldri fjölgi svipað og á síðasta ári sem verði helsti drifkraftur aukningar í heildarvinnustundum í ár. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist árið 2024 samhliða minni hagvexti og verði 4 prósent. Mikill kraftur í einkaneyslu Hagvöxtur reyndist vera 6,4 prósent á síðasta ári og var meðal annars drifinn áfram af aukningu einkaneyslu og bata í útflutningi. Í ár eru horfur á að hagvöxtur verði 3,8 prósent. Reiknað er með hægari vexti innlendrar eftirspurnar en að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verði jákvætt. Mikill kraftur hefur verið í einkaneyslu síðustu tvö ár sem jókst um 7 prósent árið 2021 og 8,6 prósent árið 2022. Gert er ráð fyrir að hægi á einkaneyslu í ár og hún vaxi um 1,9 prósent. Sterk staða vinnumarkaðar styður við einkaneyslu en mikil verðbólga og hátt vaxtastig draga hins vegar úr kaupmætti. Horfur eru á vaxandi einkaneyslu á spátímanum samhliða minnkandi verðbólgu. Þá hafa verðbólguhorfur hafa versnað. Mikil alþjóðleg verðbólga, gengisveiking undir lok ársins og spenna á vinnumarkaði hafa ýtt undir verðbólguþrýsting innanlands. Í ár eru horfur á að vísitala neysluverðs hækki um 8,2 prósent að meðaltali á milli ára. Á næsta ári er reiknað með að dragi úr verðbólgu og hún verði 4,6 prósent, m.a. vegna hjöðnunar verðbólgu erlendis og minni spennu í hagkerfinu. Jafnframt kemur fram að heildarskuldir heimila eru lágar samanborið við ráðstöfunartekjur, eignir og verga landsframleiðslu.
Neytendur Vinnumarkaður Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira