Gert er ráð fyrir að hægi á einkaneyslu á þessu ári Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. mars 2023 17:41 Sterk staða vinnumarkaðar styður við einkaneyslu en mikil verðbólga og hátt vaxtastig draga hins vegar úr kaupmætti. Vísir/Vilhelm Atvinnuleysi á síðasta ári var að meðaltali 3,8 prósent. Á sama tíma var mikil mannfjöldaaukning en fólki á vinnufærum aldri fjölgaði um 2,7 prósent. Atvinnuþátttaka jókst einnig og var 80,1 prósent samanborið við 78,8 prósent árið 2021. Gert er ráð fyrir að staða á vinnumarkaði verði áfram sterk í ár og atvinnuleysi að meðaltali 3,8 prósent líkt og í fyrra. Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofu Íslands en spáin tekur til áranna 2023 til 2028. Horfur eru á að mannfjöldaaukning verði áfram mikil og að fólki á vinnufærum aldri fjölgi svipað og á síðasta ári sem verði helsti drifkraftur aukningar í heildarvinnustundum í ár. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist árið 2024 samhliða minni hagvexti og verði 4 prósent. Mikill kraftur í einkaneyslu Hagvöxtur reyndist vera 6,4 prósent á síðasta ári og var meðal annars drifinn áfram af aukningu einkaneyslu og bata í útflutningi. Í ár eru horfur á að hagvöxtur verði 3,8 prósent. Reiknað er með hægari vexti innlendrar eftirspurnar en að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verði jákvætt. Mikill kraftur hefur verið í einkaneyslu síðustu tvö ár sem jókst um 7 prósent árið 2021 og 8,6 prósent árið 2022. Gert er ráð fyrir að hægi á einkaneyslu í ár og hún vaxi um 1,9 prósent. Sterk staða vinnumarkaðar styður við einkaneyslu en mikil verðbólga og hátt vaxtastig draga hins vegar úr kaupmætti. Horfur eru á vaxandi einkaneyslu á spátímanum samhliða minnkandi verðbólgu. Þá hafa verðbólguhorfur hafa versnað. Mikil alþjóðleg verðbólga, gengisveiking undir lok ársins og spenna á vinnumarkaði hafa ýtt undir verðbólguþrýsting innanlands. Í ár eru horfur á að vísitala neysluverðs hækki um 8,2 prósent að meðaltali á milli ára. Á næsta ári er reiknað með að dragi úr verðbólgu og hún verði 4,6 prósent, m.a. vegna hjöðnunar verðbólgu erlendis og minni spennu í hagkerfinu. Jafnframt kemur fram að heildarskuldir heimila eru lágar samanborið við ráðstöfunartekjur, eignir og verga landsframleiðslu. Neytendur Vinnumarkaður Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Þetta kemur fram í þjóðhagsspá Hagstofu Íslands en spáin tekur til áranna 2023 til 2028. Horfur eru á að mannfjöldaaukning verði áfram mikil og að fólki á vinnufærum aldri fjölgi svipað og á síðasta ári sem verði helsti drifkraftur aukningar í heildarvinnustundum í ár. Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist árið 2024 samhliða minni hagvexti og verði 4 prósent. Mikill kraftur í einkaneyslu Hagvöxtur reyndist vera 6,4 prósent á síðasta ári og var meðal annars drifinn áfram af aukningu einkaneyslu og bata í útflutningi. Í ár eru horfur á að hagvöxtur verði 3,8 prósent. Reiknað er með hægari vexti innlendrar eftirspurnar en að framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar verði jákvætt. Mikill kraftur hefur verið í einkaneyslu síðustu tvö ár sem jókst um 7 prósent árið 2021 og 8,6 prósent árið 2022. Gert er ráð fyrir að hægi á einkaneyslu í ár og hún vaxi um 1,9 prósent. Sterk staða vinnumarkaðar styður við einkaneyslu en mikil verðbólga og hátt vaxtastig draga hins vegar úr kaupmætti. Horfur eru á vaxandi einkaneyslu á spátímanum samhliða minnkandi verðbólgu. Þá hafa verðbólguhorfur hafa versnað. Mikil alþjóðleg verðbólga, gengisveiking undir lok ársins og spenna á vinnumarkaði hafa ýtt undir verðbólguþrýsting innanlands. Í ár eru horfur á að vísitala neysluverðs hækki um 8,2 prósent að meðaltali á milli ára. Á næsta ári er reiknað með að dragi úr verðbólgu og hún verði 4,6 prósent, m.a. vegna hjöðnunar verðbólgu erlendis og minni spennu í hagkerfinu. Jafnframt kemur fram að heildarskuldir heimila eru lágar samanborið við ráðstöfunartekjur, eignir og verga landsframleiðslu.
Neytendur Vinnumarkaður Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira