Hörðuvallaskóla verður skipt í tvennt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. mars 2023 18:17 Hörðuvallaskóli er stærsti grunnskóli landsins, með um 800 nemendur, og talsvert fjölmennari en þeir skólar sem næstir koma. Vísir/Vilhelm Hörðuvallaskóla verður skipt í tvo sjálfstæða skóla frá og með næsta skólaári. Annars vegar skóla fyrir 1.-7.bekk og hins vegar skóla fyrir unglingastigið, 8.-10.bekk. Miðað er við núverandi skiptingu árganga á milli skólabygginga. Hörðuvallaskóli er stærsti grunnskóli landsins, með um 800 nemendur, og talsvert fjölmennari en þeir skólar sem næstir koma. Fjölgun nemenda er ein af forsendum tillögunnar auk þess sem húsnæði unglingadeildar í Vallakór hefur verið stækkað og betrumbætt. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að yngri nemendur muni áfram vera í húsnæðinu við Baugakór og mun sá skóli áfram heita Hörðuvallaskóli. Unglingastigið verður áfram í húsnæðinu við Vallakór og mun sá skóli fá nýtt nafn. „Í fámennari skóla fær hver nemandi sterkari rödd og tækifæri aukast til að efla enn frekar nemendalýðræði. Breytingarnar eru því til þess fallnar að skapa enn betri skólabrag,“ segir í tillögu Menntasviðs Kópavogs um skiptingu skólanna. Tillagan hefur verið samþykkt í bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs. Stjórnendur Hörðuvallaskóla hafa tekið þátt í samráði og undirbúningi vegna þessara breytinga og á næstu vikum fer fram vinna við nánari útfærslu og skipulag næsta skólaárs miðað við tvo sjálfstæða skóla. Í þeirri vinnu verður samráð haft við skólaráð og stjórn foreldrafélags Hörðuvallaskóla og foreldrar verða upplýstir reglulega. Jafnframt verður leitast við að skapa nemendum tækifæri til þátttöku í mótun skólans og meðal annars efnt til nafnasamkeppni meðal nemenda um heiti á nýja skólann við Vallarkór. Skóla - og menntamál Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Hörðuvallaskóli er stærsti grunnskóli landsins, með um 800 nemendur, og talsvert fjölmennari en þeir skólar sem næstir koma. Fjölgun nemenda er ein af forsendum tillögunnar auk þess sem húsnæði unglingadeildar í Vallakór hefur verið stækkað og betrumbætt. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að yngri nemendur muni áfram vera í húsnæðinu við Baugakór og mun sá skóli áfram heita Hörðuvallaskóli. Unglingastigið verður áfram í húsnæðinu við Vallakór og mun sá skóli fá nýtt nafn. „Í fámennari skóla fær hver nemandi sterkari rödd og tækifæri aukast til að efla enn frekar nemendalýðræði. Breytingarnar eru því til þess fallnar að skapa enn betri skólabrag,“ segir í tillögu Menntasviðs Kópavogs um skiptingu skólanna. Tillagan hefur verið samþykkt í bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs. Stjórnendur Hörðuvallaskóla hafa tekið þátt í samráði og undirbúningi vegna þessara breytinga og á næstu vikum fer fram vinna við nánari útfærslu og skipulag næsta skólaárs miðað við tvo sjálfstæða skóla. Í þeirri vinnu verður samráð haft við skólaráð og stjórn foreldrafélags Hörðuvallaskóla og foreldrar verða upplýstir reglulega. Jafnframt verður leitast við að skapa nemendum tækifæri til þátttöku í mótun skólans og meðal annars efnt til nafnasamkeppni meðal nemenda um heiti á nýja skólann við Vallarkór.
Skóla - og menntamál Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira