„Alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið“ Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2023 12:00 Kristján Örn Kristjánsson í sigurleiknum gegn Brasilíu á HM í janúar. VÍSIR/VILHELM „Ef að kallið kemur þá segi ég já, hundrað prósent,“ segir Kristján Örn Kristjánsson aðspurður hvort að hann gefi kost á sér í íslenska landsliðið í lok apríl þegar liðið lýkur undankeppni EM með tveimur leikjum. Hann missti af síðustu landsleikjum vegna andlegra veikinda. Kristján og markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson koma því til með að spila saman að nýju með landsliðinu í apríl, en Kristjáni sárnuðu skilaboð frá Björgvini í aðdraganda þess að þeir mættust í leik PAUC og Vals í Evrópudeildinni í febrúar. Taldi Kristján skilaboðin, sem tengdust hans andlegu veikindum, niðrandi en Björgvin hefur sagt tilganginn með þeim að fá Kristján til að endurhugsa endurkomu sína og setja heilsuna í fyrsta sætið. Kristján spilaði á HM í janúar í Svíþjóð en var ekki með í síðustu leikjum landsliðsins, gegn Tékkum í byrjun mars, þar sem hann hafði verið í veikindaleyfi vegna kulnunar hjá félagsliði sínu PAUC í Frakklandi. Kristján kveðst hins vegar kominn á góðan stað andlega í dag og hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC, og látið til sín taka með samtals níu mörkum. Tvær skyttur meiddar og Ísland þarf tvo sigra Íslenska landsliðið þarf enn frekar en áður á kröftum Kristjáns að halda í apríl, í leikjunum við Eistland og Ísrael, vegna meiðsla hjá öðrum hægri skyttum liðsins. Ísland þarf eflaust að vinna báða leiki til að tryggja sér efsta sæti síns riðils, sem væri dýrmætt því þá myndi liðið verða í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn og sleppa við að lenda í riðli með einhverju af bestu liðum Evrópu. Ómar Ingi Magnússon hefur verið aðalskytta Íslands hægra megin á vellinum en hann er meiddur, og nýverið meiddist Viggó Kristjánsson einnig svo að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð. „Þetta er víst einhver plága þarna hægra megin,“ sagði Kristján glettinn í samtali við Vísi í vikunni. „Ég sá einmitt fréttina um að Viggó hefði slitið aftan í læri, svo það er ennþá meiri pressa á hægri skyttustöðuna. Við þurfum að standa okkur í næsta verkefni. Þetta er ekki búið og við þurfum að koma okkur inn á EM í sem sterkastri stöðu. Ég er alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Kristján en fleiri búta úr ítarlegu viðtali hans við Vísi má nálgast hér að neðan. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. 30. mars 2023 11:31 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
Kristján og markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson koma því til með að spila saman að nýju með landsliðinu í apríl, en Kristjáni sárnuðu skilaboð frá Björgvini í aðdraganda þess að þeir mættust í leik PAUC og Vals í Evrópudeildinni í febrúar. Taldi Kristján skilaboðin, sem tengdust hans andlegu veikindum, niðrandi en Björgvin hefur sagt tilganginn með þeim að fá Kristján til að endurhugsa endurkomu sína og setja heilsuna í fyrsta sætið. Kristján spilaði á HM í janúar í Svíþjóð en var ekki með í síðustu leikjum landsliðsins, gegn Tékkum í byrjun mars, þar sem hann hafði verið í veikindaleyfi vegna kulnunar hjá félagsliði sínu PAUC í Frakklandi. Kristján kveðst hins vegar kominn á góðan stað andlega í dag og hann hefur spilað síðustu tvo leiki PAUC, og látið til sín taka með samtals níu mörkum. Tvær skyttur meiddar og Ísland þarf tvo sigra Íslenska landsliðið þarf enn frekar en áður á kröftum Kristjáns að halda í apríl, í leikjunum við Eistland og Ísrael, vegna meiðsla hjá öðrum hægri skyttum liðsins. Ísland þarf eflaust að vinna báða leiki til að tryggja sér efsta sæti síns riðils, sem væri dýrmætt því þá myndi liðið verða í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn og sleppa við að lenda í riðli með einhverju af bestu liðum Evrópu. Ómar Ingi Magnússon hefur verið aðalskytta Íslands hægra megin á vellinum en hann er meiddur, og nýverið meiddist Viggó Kristjánsson einnig svo að hann spilar ekki meira á þessari leiktíð. „Þetta er víst einhver plága þarna hægra megin,“ sagði Kristján glettinn í samtali við Vísi í vikunni. „Ég sá einmitt fréttina um að Viggó hefði slitið aftan í læri, svo það er ennþá meiri pressa á hægri skyttustöðuna. Við þurfum að standa okkur í næsta verkefni. Þetta er ekki búið og við þurfum að koma okkur inn á EM í sem sterkastri stöðu. Ég er alltaf meira en til í að spila fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Kristján en fleiri búta úr ítarlegu viðtali hans við Vísi má nálgast hér að neðan.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir „Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. 30. mars 2023 11:31 Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00 Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Bradley Beal til Clippers Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Sjá meira
„Aðaldæmið hans að öskra á leikmenn þegar illa gengur“ Kristján Örn Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, segir að hegðun þjálfara hans hjá franska félaginu PAUC hafi verið lykilþáttur í því að Kristján fór að finna fyrir sterkum einkennum kulnunar. 30. mars 2023 11:31
Kristján fékk niðrandi skilaboð frá Valsara: „Eins og að sparka í liggjandi mann“ Kristján Örn Kristjánsson fékk send niðrandi skilaboð frá ónefndum leikmanni Vals í aðdraganda þess að hann spilaði gegn Val í Evrópudeildinni í handbolta í síðasta mánuði, skömmu eftir að hafa greint frá því að hann glímdi við kulnun. 30. mars 2023 08:00