Af leigumarkaði í eigið húsnæði í vaxandi sveitarfélagi Fasteignasalan Lind 30. mars 2023 15:00 Eignirnar við Grænuborg við Grænubyggð í Vogum eru þriggja til fimm herbergja í tveggja hæða fjölbýli sem eru allar með sér inngangi. Tölvugerð mynd frá Onno. Fallegar eignir til sölu í tveggja hæða fjölbýli við Grænubyggð í Vogum. Íbúðirnar eru sérhannaðir inn í hlutdeildarlánakerfið og gefur fólki, sem áður greiddi himinháa húsaleigu, möguleika á að kaupa vandaðar íbúðir á góðu verði. Nýlega fóru í sölu glæsilegar eignir við Grænuborg 10 við Grænubyggð í Vogum. Um er að ræða þriggja til fimm herbergja íbúðir í tveggja hæða fjölbýli sem eru allar með sér inngangi en þær verða tilbúnar til afhendingar í vor. Íbúðir á neðri hæð eru með góðum hellulögðum séreignaafnotareit sem snýr í suður og er með skjólvegg. Aukin lofthæð er í íbúðum 2. hæðar sem setur skemmtilegan svip á þær. Húsin eru byggð á vandaðan hátt þar sem einangrað er og klætt að utan með viðhaldslítilli álklæðningu. Íbúðir á 2. hæð hafa inndregnar skjólgóðar svalir. Íbúðirnar eru afhentar án gólfefna að undanskildu baði og anddyri sem er lögð flísum. Íbúðirnar eru mjög bjartar og rúmgóðar. Tölvugerð mynd frá Onno. Viðtökurnar hafa verið góðar Hrafnkell P. H. Pálmason, löggiltur fasteignasali hjá Lind fasteignasölu, hefur umsjón með sölu íbúðanna. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar og sala þeirra hafi gengið vel enda sé um að ræða falleg, vönduð og vel byggð hús af traustum og reynslumiklum byggingaraðila. „Verð íbúðanna er auk þess frábært. Sífellt fleiri sjá tækifærið í svæðum eins og þessum sem eru staðsett aðeins utan við stór-höfuðborgarsvæðið en samt ekki nema í 15-20 mínútna akstursfjarlægð.“ „Fólk er að fá svo mikið meiri eign fyrir peninginn hér í Vogum,“ segir Hrafnkell P. H. Pálmason, löggiltur fasteignasali hjá Lind fasteignasölu, sem hefur umsjón með sölu íbúðanna. Hann segir kaupendur íbúðanna vera bæði unga og eldri auk þess sem hátt hlutfall kaupenda sé fólk sem er að koma nýtt inn á svæðið. „Maður skilur það vel þegar horft er á verð þessara eigna, samanborið við verð á sambærilegum eignum á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er að fá svo mikið meiri eign fyrir peninginn hér í Vogum. Ég heyri líka á kaupendum hvað þeir eru meðvitaðir um uppbygginguna og framtíðarskipulag svæðisins sem mun bara auka verðgildi þessara eigna og auðvelda endursölu á komandi árum.“ Séð úr eldhúskróki fram í opið rýmið. Tölvugerð mynd frá Onno. Sérhannaðar fyrir hlutdeildarlánin Íbúðirnar eru sérhannaðir inn í hlutdeildarlánakerfið og gefur því fólki, sem áður greiddi himinháa húsaleigu, möguleika á að komast af leigumarkaði og kaupa íbúð með aðstoð hlutdeildarláns ásamt því að lækka mánaðarlega greiðslubyrði töluvert. Hlutdeildarlán, sem er úrræði fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga, er eingöngu veitt til kaupa á nýjum íbúðum sem samþykktar eru af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) á grundvelli samnings HMS og byggingaraðila. Þó er undantekning að heimilt er að lána hlutdeildarlán vegna kaupa á eldri íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Íbúðir sem hlutdeildarlán verða veitt til kaupa á verða að uppfylla skilyrði um verð- og stærðarmörk og vera samþykktar af HMS. „Grænaborg myndar heilsteypt fjölbýlishús með fjölskylduvænar íbúðir,“ segir Arnar Þór Jónsson hjá Arkís, sem er aðal arkitekt hússins. Tölvugerð mynd frá Onno. Skírskotun í íslenska byggingahefð burstabæja Mikið var lagt upp úr fallegri hönnun húsanna en aðal arkitekt hússins er Arnar Þór Jónsson hjá Arkís. „Grænaborg 6, 10 og 14 hefur sérstöðu í útliti með skírskotun í íslenska byggingahefð burstabæja, þar sem þakfom voru mænisþök og hús tengdust saman," segir Arnar Þór. „Grænaborg myndar heilsteypt fjölbýlishús með fjölskylduvænar íbúðir sem hannaðar eru sem lífstíðaríbúðir sem höfða til ungs fólks en jafnframt er tekið tillit til mismunandi fjölskyldusamsetningar í samræmi við nútíma samfélagsuppbyggingu í skipulagningu á íbúðum.” Byggingaraðilinn er Jáverk sem eru traustir og virtir á markaðnum. Snyrtilegur eldhúskrókurinn er stúkaður af með eyju. Tölvugerð mynd frá Onno. Góð staðsetning og traustir innviðir Bærinn Vogar er einstaklega vel staðsettur milli höfuðborgarsvæðisins og nokkurra atvinnusvæða á Suðurnesjum, t.d. Reykjanesbæjar, Grindavíkur og flugvallarsvæðisins. Allir innviðir eru til staðar í Grænubyggð þar sem nýju íbúðirnar eru staðsettar. Þar má m.a. nefna að leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni auk þess sem áformað er að reisa bæði nýjan leik- og grunnskóla í hverfinu á næstu árum samhliða stækkun hverfisins. Nýlega var opnuð matvöruverslun á svæðinu og úrval af verslun og þjónustu á eftir að aukast á næstunni. Áætlanir gera ráð fyrir að Grænabyggð verði um 1.500 manna hverfi innan áratugar. Þar verður aðaláherslan lögð á lítil sérbýli í fallegu, fjölskylduvænu og rólegu umhverfi við sjávarsíðuna en verkefnið er unnið í góðu samstarfi og samráði við sveitarfélagið Voga. Helstu upplýsingar um eignirnar við Grænuborg má finna á gborg.is. Frekari upplýsingar veitir Hrafnkell P. H. Pálmason, löggiltur fasteignasali, í síma 690 8236 og í tölvupóstinum hrafnkell@fastlind.is. Fasteignamarkaður Hús og heimili Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Nýlega fóru í sölu glæsilegar eignir við Grænuborg 10 við Grænubyggð í Vogum. Um er að ræða þriggja til fimm herbergja íbúðir í tveggja hæða fjölbýli sem eru allar með sér inngangi en þær verða tilbúnar til afhendingar í vor. Íbúðir á neðri hæð eru með góðum hellulögðum séreignaafnotareit sem snýr í suður og er með skjólvegg. Aukin lofthæð er í íbúðum 2. hæðar sem setur skemmtilegan svip á þær. Húsin eru byggð á vandaðan hátt þar sem einangrað er og klætt að utan með viðhaldslítilli álklæðningu. Íbúðir á 2. hæð hafa inndregnar skjólgóðar svalir. Íbúðirnar eru afhentar án gólfefna að undanskildu baði og anddyri sem er lögð flísum. Íbúðirnar eru mjög bjartar og rúmgóðar. Tölvugerð mynd frá Onno. Viðtökurnar hafa verið góðar Hrafnkell P. H. Pálmason, löggiltur fasteignasali hjá Lind fasteignasölu, hefur umsjón með sölu íbúðanna. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar og sala þeirra hafi gengið vel enda sé um að ræða falleg, vönduð og vel byggð hús af traustum og reynslumiklum byggingaraðila. „Verð íbúðanna er auk þess frábært. Sífellt fleiri sjá tækifærið í svæðum eins og þessum sem eru staðsett aðeins utan við stór-höfuðborgarsvæðið en samt ekki nema í 15-20 mínútna akstursfjarlægð.“ „Fólk er að fá svo mikið meiri eign fyrir peninginn hér í Vogum,“ segir Hrafnkell P. H. Pálmason, löggiltur fasteignasali hjá Lind fasteignasölu, sem hefur umsjón með sölu íbúðanna. Hann segir kaupendur íbúðanna vera bæði unga og eldri auk þess sem hátt hlutfall kaupenda sé fólk sem er að koma nýtt inn á svæðið. „Maður skilur það vel þegar horft er á verð þessara eigna, samanborið við verð á sambærilegum eignum á höfuðborgarsvæðinu. Fólk er að fá svo mikið meiri eign fyrir peninginn hér í Vogum. Ég heyri líka á kaupendum hvað þeir eru meðvitaðir um uppbygginguna og framtíðarskipulag svæðisins sem mun bara auka verðgildi þessara eigna og auðvelda endursölu á komandi árum.“ Séð úr eldhúskróki fram í opið rýmið. Tölvugerð mynd frá Onno. Sérhannaðar fyrir hlutdeildarlánin Íbúðirnar eru sérhannaðir inn í hlutdeildarlánakerfið og gefur því fólki, sem áður greiddi himinháa húsaleigu, möguleika á að komast af leigumarkaði og kaupa íbúð með aðstoð hlutdeildarláns ásamt því að lækka mánaðarlega greiðslubyrði töluvert. Hlutdeildarlán, sem er úrræði fyrir tekju- og eignaminni einstaklinga, er eingöngu veitt til kaupa á nýjum íbúðum sem samþykktar eru af Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) á grundvelli samnings HMS og byggingaraðila. Þó er undantekning að heimilt er að lána hlutdeildarlán vegna kaupa á eldri íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Íbúðir sem hlutdeildarlán verða veitt til kaupa á verða að uppfylla skilyrði um verð- og stærðarmörk og vera samþykktar af HMS. „Grænaborg myndar heilsteypt fjölbýlishús með fjölskylduvænar íbúðir,“ segir Arnar Þór Jónsson hjá Arkís, sem er aðal arkitekt hússins. Tölvugerð mynd frá Onno. Skírskotun í íslenska byggingahefð burstabæja Mikið var lagt upp úr fallegri hönnun húsanna en aðal arkitekt hússins er Arnar Þór Jónsson hjá Arkís. „Grænaborg 6, 10 og 14 hefur sérstöðu í útliti með skírskotun í íslenska byggingahefð burstabæja, þar sem þakfom voru mænisþök og hús tengdust saman," segir Arnar Þór. „Grænaborg myndar heilsteypt fjölbýlishús með fjölskylduvænar íbúðir sem hannaðar eru sem lífstíðaríbúðir sem höfða til ungs fólks en jafnframt er tekið tillit til mismunandi fjölskyldusamsetningar í samræmi við nútíma samfélagsuppbyggingu í skipulagningu á íbúðum.” Byggingaraðilinn er Jáverk sem eru traustir og virtir á markaðnum. Snyrtilegur eldhúskrókurinn er stúkaður af með eyju. Tölvugerð mynd frá Onno. Góð staðsetning og traustir innviðir Bærinn Vogar er einstaklega vel staðsettur milli höfuðborgarsvæðisins og nokkurra atvinnusvæða á Suðurnesjum, t.d. Reykjanesbæjar, Grindavíkur og flugvallarsvæðisins. Allir innviðir eru til staðar í Grænubyggð þar sem nýju íbúðirnar eru staðsettar. Þar má m.a. nefna að leik- og grunnskóli eru í næsta nágrenni auk þess sem áformað er að reisa bæði nýjan leik- og grunnskóla í hverfinu á næstu árum samhliða stækkun hverfisins. Nýlega var opnuð matvöruverslun á svæðinu og úrval af verslun og þjónustu á eftir að aukast á næstunni. Áætlanir gera ráð fyrir að Grænabyggð verði um 1.500 manna hverfi innan áratugar. Þar verður aðaláherslan lögð á lítil sérbýli í fallegu, fjölskylduvænu og rólegu umhverfi við sjávarsíðuna en verkefnið er unnið í góðu samstarfi og samráði við sveitarfélagið Voga. Helstu upplýsingar um eignirnar við Grænuborg má finna á gborg.is. Frekari upplýsingar veitir Hrafnkell P. H. Pálmason, löggiltur fasteignasali, í síma 690 8236 og í tölvupóstinum hrafnkell@fastlind.is.
Helstu upplýsingar um eignirnar við Grænuborg má finna á gborg.is. Frekari upplýsingar veitir Hrafnkell P. H. Pálmason, löggiltur fasteignasali, í síma 690 8236 og í tölvupóstinum hrafnkell@fastlind.is.
Fasteignamarkaður Hús og heimili Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira