Vilja valdamenn kannski bara veika fjölmiðla? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 31. mars 2023 19:31 Gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins og sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar er sorgleg staðfesting á því sem Blaðamannafélagið hefur varað við árum saman – að algjör markaðsbrestur hefur orðið á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Erlendir tæknirisar á borð við Google og Facebook taka nú helming alls auglýsingafjár – sem þýðir að 12 milljarðar króna rata ekki lengur inn í íslenska fjölmiðla. Þó svo að þessi þróun sé að eiga sér stað á heimsvísu gerir smæð íslenska fjölmiðlamarkaðarins það að verkum að afleiðingarnar verða hér margfalt meiri og alvarlegri líkt og gjaldþrot Fréttablaðsins sannar. Það er óumdeilt að frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýðræðislegrar umræðu með því að stuðla að upplýstri afstöðu borgaranna. Það gera þeir með hlutlægri upplýsingagjöf, skrifum blaðamanna sem lúta siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Öflugir, frjálsir fjölmiðlar veita stjórnvöldum, stofnunum og stórfyrirtækjum nauðsynlegt aðhald með því að veita almenningi upplýsingar um það sem stjórnmálamenn, embættismenn eða áhrifafólk vill að leynt fari. Um þetta verður ekki deilt. Það er því umhugsunarvert, að þrátt fyrir að staðan sé öllum ljós, sé enginn áhugi hjá stjórnvöldum að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir til styrktar einkareknum miðlum þrátt fyrir að ráðherra fjölmiðla hafi lýst margítrekað yfir vilja sínum til að grípa til umfangsmikilla aðgerða til eflingu einkarekinna miðla. Hvað sem veldur hafa þetta reynst orðin tóm. Farið var í að veita 400 milljónum árlega í beinan rekstrarstyrk til einkarekinna miðla, en fyrirmynd slíks kerfis er að finna í flestum hinna Norðurlandanna, þótt upphæðir þar séu víðast talsvert hærri. Nú blasir við að þetta var einungis til að lengja í hengingarólinni. Stjórnmálamennirnir hagnast einir Ef þeim sem með valdið fara er alvara, þegar þau á tyllidögum fara með lofræður um mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi, er nú tímabært aðþeim orðum fylgi einhverjar efndir. Samfélagið þarf að taka höndum saman og fara fram á það við stjórnvöld að þau geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að hér geti farið fram mikilvæg, lýðræðisleg umræða, að hér séu öflugir, frjálsir fjölmiðlar sem ekki aðeins veita aðhald, heldur lýsa samfélaginu og efla við það starf tungumálið. Viljum við sem samfélag að hér verði aðeins fáir og vanbúnir einkareknir miðlar með tilheyrandi skorti á öflugri blaðamennsku og því aðhaldi sem hún veitir? Því það er nákvæmlega þangað sem við erum að stefna. Meðal þeirra sem hagnast á slíkri stöðu eru stjórnmálamennirnir sjálfir og svo þeir sérhagsmunir sem þeir vilja verja og greiða leið. Þeir geta þá óáreittir tekið ákvarðanir um það hvernig almannafé er ráðstafað án þess að þurfa að svara óþægilegum spurningum blaðamanna. Við þekkjum alveg slíka stöðu en þá í löndum sem við viljum ekki undir neinum kringumstæðum bera okkur saman við – en ættum kannski að gera. Þangað stefnum við hraðbyri. Getulausir stjórnmálamenn Löngu tímabært er að færa umræðuna um stöðu einkarekinna fjölmiðla upp úr þeim skotgröfum sem hún hefur verið í í allt of mörg ár. Við krefjumst þess að stjórnvöld taki ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin og hætti að nota stöðu RÚV á auglýsingamarkaði sem afsökun fyrir því að aðhafast ekkert. Of mikið er í húfi. Við beinum þeim tilmælum til stjórnarflokkanna þriggja að taka afstöðu með fjölmiðlum og blaðamennsku í þágu lýðræðisins og ráðast í nauðsynlegar aðgerðir til styrktar einkareknum miðlum á borð við þær sem Blaðamannafélagið hefur gert tillögur um. Ef forsendan fyrir því að ráðast í aðgerðir til styrktar einkareknum miðlum er að takmarka þurfi umsvif RÚV á auglýsingamarkaði þá þarf einfaldlega að ganga í það verk. Það þarf hins vegar að gera án þess að veikja fréttastofu RÚV – því það er engra hagur að veikja öflugustu fréttastofu landsins í því skyni að styrkja aðra miðla. Það blikka öll gul og rauð ljós en margumtalaði fíllinn í herberginu er ekki staða RÚV á auglýsingamarkaði – heldur getuleysi stjórnmálamanna til þess að láta efndir fylgja orðum. Nú reynir á heilindin Sá óþægilegi grunur er farinn að læðast að mér að aðgerðaleysi stjórnvalda sé ekki getuleysi einu að kenna. Að annað og meira búi mögulega undir, því hverjir eru þeir sem augljóslega hagnast á því að fjölmiðlar veikist? Getur verið að raunveruleg ástæða fyrir því að ekki næst pólitísk samstaða um það í ríkisstjórn að grípa til nauðsynlegra aðgerða í þágu fjölmiðla sé sú að hópur valdhafa sjái sér einfaldlega hag í því að ekkert sé gert. Og beitir þess vegna klækja- og undanbrögðum til þess að standa í vegi fyrir því að tillögum, sem settar voru fram fyrir fimm árum, verði ekki hrint í framkvæmd? Væri ekki bara ágætt að fá að halda um valdataumana án afskipta blaðamanna – án þess að þurfa í sífellu að réttlæta hvernig farið er með almannafé, hvernig völdum er útdeilt, hvernig gæðum er skipt? Nú reynir á heilindin. Þeim sem sannarlega er annt um lýðræðið gefst nú færi á að bæta fyrir áralangt aðgerðaleysi og sýna fjölmiðlum stuðning í verki með því að grípa til alvöru aðgerða til verndar blaðamennsku og lýðræðinu. Betra er samt seint en aldrei. Því það lýðræði sem virðist þrífast án blaðamennsku er kannski ekki lýðræði þegar allt kemur til alls. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Endalok Fréttablaðsins Mest lesið Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun Skoðun Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Söngvar vindorkunnar“ Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best Guðný Björk Eydal skrifar Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson skrifar Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Gjaldþrot útgáfufélags Fréttablaðsins og sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar er sorgleg staðfesting á því sem Blaðamannafélagið hefur varað við árum saman – að algjör markaðsbrestur hefur orðið á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Erlendir tæknirisar á borð við Google og Facebook taka nú helming alls auglýsingafjár – sem þýðir að 12 milljarðar króna rata ekki lengur inn í íslenska fjölmiðla. Þó svo að þessi þróun sé að eiga sér stað á heimsvísu gerir smæð íslenska fjölmiðlamarkaðarins það að verkum að afleiðingarnar verða hér margfalt meiri og alvarlegri líkt og gjaldþrot Fréttablaðsins sannar. Það er óumdeilt að frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýðræðislegrar umræðu með því að stuðla að upplýstri afstöðu borgaranna. Það gera þeir með hlutlægri upplýsingagjöf, skrifum blaðamanna sem lúta siðareglum Blaðamannafélags Íslands. Öflugir, frjálsir fjölmiðlar veita stjórnvöldum, stofnunum og stórfyrirtækjum nauðsynlegt aðhald með því að veita almenningi upplýsingar um það sem stjórnmálamenn, embættismenn eða áhrifafólk vill að leynt fari. Um þetta verður ekki deilt. Það er því umhugsunarvert, að þrátt fyrir að staðan sé öllum ljós, sé enginn áhugi hjá stjórnvöldum að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir til styrktar einkareknum miðlum þrátt fyrir að ráðherra fjölmiðla hafi lýst margítrekað yfir vilja sínum til að grípa til umfangsmikilla aðgerða til eflingu einkarekinna miðla. Hvað sem veldur hafa þetta reynst orðin tóm. Farið var í að veita 400 milljónum árlega í beinan rekstrarstyrk til einkarekinna miðla, en fyrirmynd slíks kerfis er að finna í flestum hinna Norðurlandanna, þótt upphæðir þar séu víðast talsvert hærri. Nú blasir við að þetta var einungis til að lengja í hengingarólinni. Stjórnmálamennirnir hagnast einir Ef þeim sem með valdið fara er alvara, þegar þau á tyllidögum fara með lofræður um mikilvægi fjölmiðla í lýðræðissamfélagi, er nú tímabært aðþeim orðum fylgi einhverjar efndir. Samfélagið þarf að taka höndum saman og fara fram á það við stjórnvöld að þau geri það sem í þeirra valdi stendur til þess að tryggja að hér geti farið fram mikilvæg, lýðræðisleg umræða, að hér séu öflugir, frjálsir fjölmiðlar sem ekki aðeins veita aðhald, heldur lýsa samfélaginu og efla við það starf tungumálið. Viljum við sem samfélag að hér verði aðeins fáir og vanbúnir einkareknir miðlar með tilheyrandi skorti á öflugri blaðamennsku og því aðhaldi sem hún veitir? Því það er nákvæmlega þangað sem við erum að stefna. Meðal þeirra sem hagnast á slíkri stöðu eru stjórnmálamennirnir sjálfir og svo þeir sérhagsmunir sem þeir vilja verja og greiða leið. Þeir geta þá óáreittir tekið ákvarðanir um það hvernig almannafé er ráðstafað án þess að þurfa að svara óþægilegum spurningum blaðamanna. Við þekkjum alveg slíka stöðu en þá í löndum sem við viljum ekki undir neinum kringumstæðum bera okkur saman við – en ættum kannski að gera. Þangað stefnum við hraðbyri. Getulausir stjórnmálamenn Löngu tímabært er að færa umræðuna um stöðu einkarekinna fjölmiðla upp úr þeim skotgröfum sem hún hefur verið í í allt of mörg ár. Við krefjumst þess að stjórnvöld taki ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin og hætti að nota stöðu RÚV á auglýsingamarkaði sem afsökun fyrir því að aðhafast ekkert. Of mikið er í húfi. Við beinum þeim tilmælum til stjórnarflokkanna þriggja að taka afstöðu með fjölmiðlum og blaðamennsku í þágu lýðræðisins og ráðast í nauðsynlegar aðgerðir til styrktar einkareknum miðlum á borð við þær sem Blaðamannafélagið hefur gert tillögur um. Ef forsendan fyrir því að ráðast í aðgerðir til styrktar einkareknum miðlum er að takmarka þurfi umsvif RÚV á auglýsingamarkaði þá þarf einfaldlega að ganga í það verk. Það þarf hins vegar að gera án þess að veikja fréttastofu RÚV – því það er engra hagur að veikja öflugustu fréttastofu landsins í því skyni að styrkja aðra miðla. Það blikka öll gul og rauð ljós en margumtalaði fíllinn í herberginu er ekki staða RÚV á auglýsingamarkaði – heldur getuleysi stjórnmálamanna til þess að láta efndir fylgja orðum. Nú reynir á heilindin Sá óþægilegi grunur er farinn að læðast að mér að aðgerðaleysi stjórnvalda sé ekki getuleysi einu að kenna. Að annað og meira búi mögulega undir, því hverjir eru þeir sem augljóslega hagnast á því að fjölmiðlar veikist? Getur verið að raunveruleg ástæða fyrir því að ekki næst pólitísk samstaða um það í ríkisstjórn að grípa til nauðsynlegra aðgerða í þágu fjölmiðla sé sú að hópur valdhafa sjái sér einfaldlega hag í því að ekkert sé gert. Og beitir þess vegna klækja- og undanbrögðum til þess að standa í vegi fyrir því að tillögum, sem settar voru fram fyrir fimm árum, verði ekki hrint í framkvæmd? Væri ekki bara ágætt að fá að halda um valdataumana án afskipta blaðamanna – án þess að þurfa í sífellu að réttlæta hvernig farið er með almannafé, hvernig völdum er útdeilt, hvernig gæðum er skipt? Nú reynir á heilindin. Þeim sem sannarlega er annt um lýðræðið gefst nú færi á að bæta fyrir áralangt aðgerðaleysi og sýna fjölmiðlum stuðning í verki með því að grípa til alvöru aðgerða til verndar blaðamennsku og lýðræðinu. Betra er samt seint en aldrei. Því það lýðræði sem virðist þrífast án blaðamennsku er kannski ekki lýðræði þegar allt kemur til alls. Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Skoðun Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar
Skoðun Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl Viðar Halldórsson Skoðun
Magnús Karl er besti kosturinn Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega Skoðun