Júlíus Viggó vill leiða Heimdall Árni Sæberg skrifar 31. mars 2023 21:24 Júlíus Viggó Ólafsson býður sig fram til formanns Heimdallar. Aðsend Júlíus Viggó Ólafsson gefur kost á sér í formannsæti Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Magnús Benediktsson er varaformannsefni framboðslistans en kosið verður í Valhöll á þriðjudaginn kemur. Í fréttatilkynningu segir að breiður hópur ungs fólks bjóði sig fram til stjórnarsetu ásamt Júlíusi Viggó. Fyrr í vikunni var greint frá því að Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hafi ákveðið að bjóða sig fram til formanns félagsins og Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi til varaformanns. Júlíus Viggó Ólafsson er 22 ára gamall BS nemi í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi framkvæmdastjóri SÍF, Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann situr meðal annars í stjórn SUS, Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Þá á Júlíus einnig sæti í stjórn stúdentaráðs Háskóla Íslands en hann situr þar fyrir Vöku. Þá segir í tilkynningu að þrátt fyrir ungan aldur eigi Júlíus langan feril að baki í félagsstörfum, bæði innan sem utan Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars hafi hann verið formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja á árunum 2019 til 2020. Þá hafi hann verið kjörinn forseti Sambands Íslenskra Framhaldsskólanema árið 2020 sem fyrr sagði. Júlíus hefi einnig sinnt formennsku í Heimi, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Ásamt Júlíusi bjóði sig fram breiður hópur ungs fólks með víðtæka reynslu af félagsstörfum, þar á meðal frambjóðendur sem sitja í núverandi stjórn Heimdallar sem hafi staðið fyrir öflugu starfi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík undanfarið starfsár. Á listanum séu einnig núverandi og fyrrverandi nemendur við HÍ og HR, auk nemenda úr Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólanum í Reykjavík. Breiður hópur ungmenna býður sig fram ásamt Júlíusi Viggó.Aðsend „Það er mikilvægt að ungir sjálfstæðismenn haldi kjörnum fulltrúum við efnið og tryggi að þeir fylgi stefnu flokksins í hvívetna. Það er okkur öllum ljóst að Sjálfstæðismenn þurfa að blása til sóknar en okkar öflugi framboðslisti er tilbúinn til að leggja lóð sín á vogarskálarnar í þeirri viðleitni. Listinn stendur saman af fjölbreyttum hópi fólks sem spannar breitt aldursbil og er búsettur víða í borgarlandinu. Allir eru þessir einstaklingar reiðubúnir að sinna þessu rótgróna og mikilsverða félagi af krafti. Náum við kjöri hlakka ég mikið til þess að vinna með þessum hópi,“ er haft eftir Júlíusi í tilkynningu. Ásamt Júlíusi skipa eftirfarandi framboðslistann: Magnús Benediktsson, frumkvöðull og hagfræðinemi við HR Arent Orri Jónsson, laganemi við HÍ Brynhildur Glúmsdóttir, nemi við MR Daníel Hjörvar Guðmundsson, meistaranemi í lögfræði við HÍ Erling Edwald, nemi við Verzlunarskóla Íslands Helga Vala Helgadóttir, meistaranemi í markaðsfræði við HÍ Jens Ingi Andrésson, laganemi við HÍ Kristín Alda Jörgensdóttir, körfuboltakona og starfsmaður Reykjavíkurborgar Logi Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HÍ Oddur Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HR Pétur Melax, hagfræðingur Ragnheiður Skúladóttir, vörumerkjastjóri Signý Pála Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi við HÍ Sigríður Birna Róbertsdóttir, meistaranemi í lögfræði við HR Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir, laganemi við HR Tinna Eyvindardóttir, sálfræðinemi við HÍ Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, laganemi við HÍ Kosið verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 4. apríl milli klukkan 15 og 19. Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Páll Orri og Lovísa vilja leiða Heimdall Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi býður sig fram til varaformanns. 30. mars 2023 11:20 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að breiður hópur ungs fólks bjóði sig fram til stjórnarsetu ásamt Júlíusi Viggó. Fyrr í vikunni var greint frá því að Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hafi ákveðið að bjóða sig fram til formanns félagsins og Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi til varaformanns. Júlíus Viggó Ólafsson er 22 ára gamall BS nemi í hagfræði við Háskóla Íslands og fyrrverandi framkvæmdastjóri SÍF, Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Hann situr meðal annars í stjórn SUS, Sambandi ungra Sjálfstæðismanna. Þá á Júlíus einnig sæti í stjórn stúdentaráðs Háskóla Íslands en hann situr þar fyrir Vöku. Þá segir í tilkynningu að þrátt fyrir ungan aldur eigi Júlíus langan feril að baki í félagsstörfum, bæði innan sem utan Sjálfstæðisflokksins. Meðal annars hafi hann verið formaður nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja á árunum 2019 til 2020. Þá hafi hann verið kjörinn forseti Sambands Íslenskra Framhaldsskólanema árið 2020 sem fyrr sagði. Júlíus hefi einnig sinnt formennsku í Heimi, félagi ungra Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Ásamt Júlíusi bjóði sig fram breiður hópur ungs fólks með víðtæka reynslu af félagsstörfum, þar á meðal frambjóðendur sem sitja í núverandi stjórn Heimdallar sem hafi staðið fyrir öflugu starfi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík undanfarið starfsár. Á listanum séu einnig núverandi og fyrrverandi nemendur við HÍ og HR, auk nemenda úr Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólanum í Reykjavík. Breiður hópur ungmenna býður sig fram ásamt Júlíusi Viggó.Aðsend „Það er mikilvægt að ungir sjálfstæðismenn haldi kjörnum fulltrúum við efnið og tryggi að þeir fylgi stefnu flokksins í hvívetna. Það er okkur öllum ljóst að Sjálfstæðismenn þurfa að blása til sóknar en okkar öflugi framboðslisti er tilbúinn til að leggja lóð sín á vogarskálarnar í þeirri viðleitni. Listinn stendur saman af fjölbreyttum hópi fólks sem spannar breitt aldursbil og er búsettur víða í borgarlandinu. Allir eru þessir einstaklingar reiðubúnir að sinna þessu rótgróna og mikilsverða félagi af krafti. Náum við kjöri hlakka ég mikið til þess að vinna með þessum hópi,“ er haft eftir Júlíusi í tilkynningu. Ásamt Júlíusi skipa eftirfarandi framboðslistann: Magnús Benediktsson, frumkvöðull og hagfræðinemi við HR Arent Orri Jónsson, laganemi við HÍ Brynhildur Glúmsdóttir, nemi við MR Daníel Hjörvar Guðmundsson, meistaranemi í lögfræði við HÍ Erling Edwald, nemi við Verzlunarskóla Íslands Helga Vala Helgadóttir, meistaranemi í markaðsfræði við HÍ Jens Ingi Andrésson, laganemi við HÍ Kristín Alda Jörgensdóttir, körfuboltakona og starfsmaður Reykjavíkurborgar Logi Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HÍ Oddur Stefánsson, viðskiptafræðinemi við HR Pétur Melax, hagfræðingur Ragnheiður Skúladóttir, vörumerkjastjóri Signý Pála Pálsdóttir, stjórnmálafræðinemi við HÍ Sigríður Birna Róbertsdóttir, meistaranemi í lögfræði við HR Sonja Dís Johnson Guðlaugsdóttir, laganemi við HR Tinna Eyvindardóttir, sálfræðinemi við HÍ Valgerður Laufey Guðmundsdóttir, laganemi við HÍ Kosið verður í Valhöll, Háaleitisbraut 1, þriðjudaginn 4. apríl milli klukkan 15 og 19.
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Tengdar fréttir Páll Orri og Lovísa vilja leiða Heimdall Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi býður sig fram til varaformanns. 30. mars 2023 11:20 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Páll Orri og Lovísa vilja leiða Heimdall Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi býður sig fram til varaformanns. 30. mars 2023 11:20