Reiður Klopp sagði heildarframmistöðu sinna manna ekki boðlega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. apríl 2023 07:00 Klopp var ekki sáttur að leik loknum. Robbie Jay Barratt/Getty Images Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, sagði aðeins fjóra leikmenn leikmenn liðsins hafa spilað „allt í lagi“ í 4-1 tapi liðsins gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Klopp var vægast sagt ósáttur er hann ræddi við blaðamenn að leik loknum. „Um það bil fjórar frammistöður voru allt í lagi. Miðjumennirnir tveir, Jordan Henderson og Fabinho unnu vel í því að loka svæðum. Cody Gakpo, sérstaklega þegar við vorum með boltann og Alisson að sjálfsögðu. Það er mjög erfitt ef þú ætlar að ná einhverju héðan,“ sagði Klopp eftir leikinn sem fram fór á Etihad-vellinum í Manchester. „Fyrsti hálfleikurinn var líkur því sem við höfum séð áður þegar við spilum á þessum velli. City er alltaf meira með boltann en við áttum okkar kafla. Við vorum rólegir, yfirvegaðir og vorum að valda þeim vandræðum.“ „Við skoruðum frábært mark, áttum annað stórt augnablik en fengum svo á okkur mark. Það var óheppni hvernig boltinn fór í gegnum lappirnar á Andy Robertson. Að koma út í seinni hálfleikinn og fá á sig tvö mörk með skömmu millibili braut okkur. Mörkin, hvernig við fáum þau á okkur, er erfitt að sætta sig við. Við settum aldrei pressu. Það er ekki boðlegt ef ég á að vera hreinskilinn.“ „City var með öll völd á vellinum eftir það. Við vorum opnir og þeir gátu gert það sem þeim sýndist. Vorum heppnir að þeir voru ekki gráðugir. Þeir skoruðu bara eitt mark til viðbótar, takk. Í lokin áttum við nokkur augnablik en hvernig við töpuðum leiknum er óásættanlegt,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
„Um það bil fjórar frammistöður voru allt í lagi. Miðjumennirnir tveir, Jordan Henderson og Fabinho unnu vel í því að loka svæðum. Cody Gakpo, sérstaklega þegar við vorum með boltann og Alisson að sjálfsögðu. Það er mjög erfitt ef þú ætlar að ná einhverju héðan,“ sagði Klopp eftir leikinn sem fram fór á Etihad-vellinum í Manchester. „Fyrsti hálfleikurinn var líkur því sem við höfum séð áður þegar við spilum á þessum velli. City er alltaf meira með boltann en við áttum okkar kafla. Við vorum rólegir, yfirvegaðir og vorum að valda þeim vandræðum.“ „Við skoruðum frábært mark, áttum annað stórt augnablik en fengum svo á okkur mark. Það var óheppni hvernig boltinn fór í gegnum lappirnar á Andy Robertson. Að koma út í seinni hálfleikinn og fá á sig tvö mörk með skömmu millibili braut okkur. Mörkin, hvernig við fáum þau á okkur, er erfitt að sætta sig við. Við settum aldrei pressu. Það er ekki boðlegt ef ég á að vera hreinskilinn.“ „City var með öll völd á vellinum eftir það. Við vorum opnir og þeir gátu gert það sem þeim sýndist. Vorum heppnir að þeir voru ekki gráðugir. Þeir skoruðu bara eitt mark til viðbótar, takk. Í lokin áttum við nokkur augnablik en hvernig við töpuðum leiknum er óásættanlegt,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira