Spennufall eftir tilfinningaþrungið samtal við huldumanninn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2023 14:53 Gerður Petra Ásgeirsdóttir ásamt föður sínum á góðri stundu til vinstri á myndinni. Huldumaðurinn, Sveinn Snorri Sighvatsson, er hægra megin, með rauðglóandi hraunið í baksýn. Samsett/Aðsend Gerður Petra Ásgeirsdóttir sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitaði logandi ljósi um helgina að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Maðurinn, Sveinn Snorri Sighvatsson, er nú fundinn. Gerður ræddi við hann í símann í dag, í fyrsta skipti eftir atvikið, og segir að tilfinningar hafa borið hana ofurliði. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri. Gerður lét reyna á mátt Facebook á föstudaginn, þegar tæpt ár var liðið frá andláti pabba hennar, og auglýsti eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play. Hún segir atvikið hafa verið erfiðasta upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum. Öllu máli hafi skipt að hafa góðan mann sér við hlið. Hún kann starfsfólki Play þar að auki bestu þakkir. Flugþjónar og -freyjur eigi hrós skilið fyrir að hafa staðið sig vel í erfiðum aðstæðum. Hinn hógværi huldumaður Gerður var að vonum glöð þegar undirritaður hringdi í hana fyrr í dag og tilkynnti henni að huldumaðurinn væri fundinn: Hinn hógværi Sveinn, sem vildi lítið gera úr afrekinu í samtali við fréttastofu. Gerður lítur málið öðrum augum. „Hann passaði okkur eins og hann gat. Hann sat og stóð eftir því sem ég bað hann um og mér þykir ofsalega vænt um að hafa haft hann hjá okkur. Hann var eins og klettur og á alltaf eftir að eiga stóran part í hjartanu á mér,“ segir Gerður. Eins og fyrr segir ræddu þau saman í dag eftir fund huldumannsins hógværa. Hún segir að tilfinningin hafi verið ótrúleg. „Þetta er í rauninni bara spennufall“ „Hann sagði gott, bara þakklátur fyrir að hafa getað verið hjá okkur. Hann er mjög hógvær,“ ítrekar Gerður. „En við náðum að ræða fullt af hlutum úr flugferðinni og við erum bæði sammála um það og það má koma skýrt fram að allt starfsfólk Play á hrós skilið úr þessari flugferð. Þau stóðu sig vonum framar.“ Gerður er þakklát fyrir smæð landsins, enda fannst Sveinn fljótt eftir leitina. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri: „Þetta er í rauninni bara spennufall. Við erum mikið búin að hugsa til hans. Það er virkilega gott að vera búin að finna hann. Eins og ég sagði við hann, hann gerði þessar erfiðu aðstæður eins fallegar og þær gátu verið.“ Fréttir af flugi Kanaríeyjar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Gerður lét reyna á mátt Facebook á föstudaginn, þegar tæpt ár var liðið frá andláti pabba hennar, og auglýsti eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play. Hún segir atvikið hafa verið erfiðasta upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum. Öllu máli hafi skipt að hafa góðan mann sér við hlið. Hún kann starfsfólki Play þar að auki bestu þakkir. Flugþjónar og -freyjur eigi hrós skilið fyrir að hafa staðið sig vel í erfiðum aðstæðum. Hinn hógværi huldumaður Gerður var að vonum glöð þegar undirritaður hringdi í hana fyrr í dag og tilkynnti henni að huldumaðurinn væri fundinn: Hinn hógværi Sveinn, sem vildi lítið gera úr afrekinu í samtali við fréttastofu. Gerður lítur málið öðrum augum. „Hann passaði okkur eins og hann gat. Hann sat og stóð eftir því sem ég bað hann um og mér þykir ofsalega vænt um að hafa haft hann hjá okkur. Hann var eins og klettur og á alltaf eftir að eiga stóran part í hjartanu á mér,“ segir Gerður. Eins og fyrr segir ræddu þau saman í dag eftir fund huldumannsins hógværa. Hún segir að tilfinningin hafi verið ótrúleg. „Þetta er í rauninni bara spennufall“ „Hann sagði gott, bara þakklátur fyrir að hafa getað verið hjá okkur. Hann er mjög hógvær,“ ítrekar Gerður. „En við náðum að ræða fullt af hlutum úr flugferðinni og við erum bæði sammála um það og það má koma skýrt fram að allt starfsfólk Play á hrós skilið úr þessari flugferð. Þau stóðu sig vonum framar.“ Gerður er þakklát fyrir smæð landsins, enda fannst Sveinn fljótt eftir leitina. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri: „Þetta er í rauninni bara spennufall. Við erum mikið búin að hugsa til hans. Það er virkilega gott að vera búin að finna hann. Eins og ég sagði við hann, hann gerði þessar erfiðu aðstæður eins fallegar og þær gátu verið.“
Fréttir af flugi Kanaríeyjar Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent