Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson skrifar 3. apríl 2023 14:31 Mikil umræða um fjölmiðla hefur skapast í kjölfar þess að Fréttablaðið/Hringbraut lagði upp laupana með alvarlegum afleiðingum. Undanfarin ár hefur rekstrarumhverfi fjölmiðla versnað ár frá ári vegna breytinga á neysluhegðun og tækniframfara. Færri lesa t.d. blöð en áður og aukin ásókn er í fréttaveitur sem eru uppfærðar nánast á mínútu hverri. Jafnframt þessu hafa erlendar frétta – og dreifiveitur tekið til sín æ stærri skerf auglýsingamarkaðarins án þess að stjórnvöld hafist að við að jafnsetja þær skattalega við innlenda fjölmiðla. Málið er sagt ,,á dagskrá” en núverandi ríkisstjórn er eitt verkkvíðnasta fyrirbæri sem þekkist og því ekki að vænta að bætt verði úr fljótt. Til þess að bregðast við ástandinu hafa frjálsir fjölmiðlar utan einn verið ríkisvæddir að hluta með framlögum úr ríkissjóði og sjálfstæði þeirra og trúverðugleiki í fréttaflutningi af stjórnvöldum þannig skert. Úrræði ríkisstjórnarinnar virðast vera þau helst að búa til misstór útibú RUV ohf á kostnað almennings. Í umræðunni eftir fall Fréttablaðsins/Hringbrautar hefur mest verið rætt um þrennt til að bæta ástandið á fjölmiðlamarkaði. Í fyrsta lagi að taka RUV ohf af auglýsingamarkaði sem myndi auka útgjöld ríkissjóðs og þannig almennings umtalsvert. Í öðru lagi að auka enn framlög ríkissjóðs til frjálsra fjölmiðla einnig á kostnað almennings. Í þriðja lagi að jafnsetja skattheimtu erlendra veitna við innlenda fjölmiðla. Það hefur minna farið fyrir umræðu um leið sem bætt gæti samkeppnisstöðu frjálra fjölmiðla gagnvart RUV ohf sem er að treysta almenningi til þess að ákveða til hvaða fjölmiðils andvirði nauðungaráskriftarinnar/ nefskattsins renni. Svipað hefur verið uppi á teningnum hvað varðar sóknargjöld en þeir sem ekki vilja að þau renni til kirkjunnar geta valið aðrar leiðir. Einnig er eins og allir vita hægt að segja sig úr Þjóðkirkjunni en það sama á ekki við um RUV ohf. Fjölmiðlar á Íslandi hafa undanfarið siglt ansi krappan sjó utan einn. RUV ohf er á lygnum sjó og ekkert haggar rekstrarumhverfi þess. Fjárheimildir eru auknar nánast ár hvert án minnstu kröfu um hagræðingu eða rekstrarumbætur. Í þessu sambandi má ekki gleymast að RUV er ekki stofnun heldur opinbert hlutafélag. Opinber hlutafélög hafa ekki reynst happasæl að mati greinarhöfundar og eru n.k. stjórnskipulegir bastarðar. RUV ohf er að þessu leyti í sporum unglings sem enn býr í heimahúsum án þess að lyfta fingri til heimilishaldsins. Það er kominn tími til að reka RUV ohf að heiman og leyfa því að spjara sig í umhverfi sem ekki er verndað. Miðflokkurinn hefur lagt fram á þingi tillögu um að almenningur ráði sjálfur hvert nauðungaráskriftin/ nefskatturinn renni. Með því vinnst margt. Hugur almennings til fjölmiðla mun koma fram. Traust almennings á RUV ohf mun koma fram með skýrum hætti sem hlýtur að vera félaginu dýrmætt. Aðrir fjölmiðlar geta einnig vænst stuðnings þeirra sem hafa trú á þeim og dagsrkrárstefnu þeirra. Verði þessi ráðstöfun til þess að rýra tekjur RUV ohf þarf félagið líkt og aðrir fjölmiðlar einfaldlega að grípa til hagræðingaraðgerða og forgangsraða í rekstri sínum. Í því sambandi má minna á s.k. menningarhlutverk sem er ekki áberandi í málfari í dagskrárliðum og fréttum RUV ohf auk öryggishlutverksins sem virkar heldur ekki sem skyldi eins kom m.a. fram þegar eldgos hófst á Reykjanesi nýlega. Burt séð frá fjármögnun er rík ástæða fyrir RUV að gaumgæfa hlutverk sitt í samfélaginu og standa við lagalegar skyldur sínar betur en nú er gert. Verði tillaga Miðflokksins ekki samþykkt mun allt vera áfram sem áður var og útgjöld ríkissjóðs vegna fjölmiðla stóraukast. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Ríkisútvarpið Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða um fjölmiðla hefur skapast í kjölfar þess að Fréttablaðið/Hringbraut lagði upp laupana með alvarlegum afleiðingum. Undanfarin ár hefur rekstrarumhverfi fjölmiðla versnað ár frá ári vegna breytinga á neysluhegðun og tækniframfara. Færri lesa t.d. blöð en áður og aukin ásókn er í fréttaveitur sem eru uppfærðar nánast á mínútu hverri. Jafnframt þessu hafa erlendar frétta – og dreifiveitur tekið til sín æ stærri skerf auglýsingamarkaðarins án þess að stjórnvöld hafist að við að jafnsetja þær skattalega við innlenda fjölmiðla. Málið er sagt ,,á dagskrá” en núverandi ríkisstjórn er eitt verkkvíðnasta fyrirbæri sem þekkist og því ekki að vænta að bætt verði úr fljótt. Til þess að bregðast við ástandinu hafa frjálsir fjölmiðlar utan einn verið ríkisvæddir að hluta með framlögum úr ríkissjóði og sjálfstæði þeirra og trúverðugleiki í fréttaflutningi af stjórnvöldum þannig skert. Úrræði ríkisstjórnarinnar virðast vera þau helst að búa til misstór útibú RUV ohf á kostnað almennings. Í umræðunni eftir fall Fréttablaðsins/Hringbrautar hefur mest verið rætt um þrennt til að bæta ástandið á fjölmiðlamarkaði. Í fyrsta lagi að taka RUV ohf af auglýsingamarkaði sem myndi auka útgjöld ríkissjóðs og þannig almennings umtalsvert. Í öðru lagi að auka enn framlög ríkissjóðs til frjálsra fjölmiðla einnig á kostnað almennings. Í þriðja lagi að jafnsetja skattheimtu erlendra veitna við innlenda fjölmiðla. Það hefur minna farið fyrir umræðu um leið sem bætt gæti samkeppnisstöðu frjálra fjölmiðla gagnvart RUV ohf sem er að treysta almenningi til þess að ákveða til hvaða fjölmiðils andvirði nauðungaráskriftarinnar/ nefskattsins renni. Svipað hefur verið uppi á teningnum hvað varðar sóknargjöld en þeir sem ekki vilja að þau renni til kirkjunnar geta valið aðrar leiðir. Einnig er eins og allir vita hægt að segja sig úr Þjóðkirkjunni en það sama á ekki við um RUV ohf. Fjölmiðlar á Íslandi hafa undanfarið siglt ansi krappan sjó utan einn. RUV ohf er á lygnum sjó og ekkert haggar rekstrarumhverfi þess. Fjárheimildir eru auknar nánast ár hvert án minnstu kröfu um hagræðingu eða rekstrarumbætur. Í þessu sambandi má ekki gleymast að RUV er ekki stofnun heldur opinbert hlutafélag. Opinber hlutafélög hafa ekki reynst happasæl að mati greinarhöfundar og eru n.k. stjórnskipulegir bastarðar. RUV ohf er að þessu leyti í sporum unglings sem enn býr í heimahúsum án þess að lyfta fingri til heimilishaldsins. Það er kominn tími til að reka RUV ohf að heiman og leyfa því að spjara sig í umhverfi sem ekki er verndað. Miðflokkurinn hefur lagt fram á þingi tillögu um að almenningur ráði sjálfur hvert nauðungaráskriftin/ nefskatturinn renni. Með því vinnst margt. Hugur almennings til fjölmiðla mun koma fram. Traust almennings á RUV ohf mun koma fram með skýrum hætti sem hlýtur að vera félaginu dýrmætt. Aðrir fjölmiðlar geta einnig vænst stuðnings þeirra sem hafa trú á þeim og dagsrkrárstefnu þeirra. Verði þessi ráðstöfun til þess að rýra tekjur RUV ohf þarf félagið líkt og aðrir fjölmiðlar einfaldlega að grípa til hagræðingaraðgerða og forgangsraða í rekstri sínum. Í því sambandi má minna á s.k. menningarhlutverk sem er ekki áberandi í málfari í dagskrárliðum og fréttum RUV ohf auk öryggishlutverksins sem virkar heldur ekki sem skyldi eins kom m.a. fram þegar eldgos hófst á Reykjanesi nýlega. Burt séð frá fjármögnun er rík ástæða fyrir RUV að gaumgæfa hlutverk sitt í samfélaginu og standa við lagalegar skyldur sínar betur en nú er gert. Verði tillaga Miðflokksins ekki samþykkt mun allt vera áfram sem áður var og útgjöld ríkissjóðs vegna fjölmiðla stóraukast. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun