Telja Trump hafa hindrað rannsókn á leyniskjölum Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2023 15:10 Donald Trump er ekki óvanur því að komast í kast við lögin. Hann er nú til rannsóknar á fernum vígstöðvum á sama tíma. AP/Andrew Harnik Bandaríska dómsmálaráðuneytið og alríkislögreglan eru sögð hafa safnað nýjum sönnunargögnum sem benda til þess að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hafi reynt að leggja stein í götu rannsóknar á leyniskjölum sem fundust á heimili hans í fyrra. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar meðal annars ýmis skjöl sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og voru merkt sem ríkisleyndarmál. Alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Trump í Mar-a-Lago vegna rannsóknarinnar í fyrra. Rannsakendur grunar nú að Trump hafi gramsað í kössum þar sem leyniskjölin voru geymd eftir að ráðuneytið stefndi honum til þess að skila þeim í maí í fyrra, að sögn Washington Post. Það hafi hann gert til þess að tryggja að ákveðin skjöl færu ekki úr vörslu hans. Upptökur úr öryggismyndavélum, framburður vitna og skrifleg gögn bendi til þess að kassar með leyniskjölunum hafi verið færð eftir að Trump barst stefnan og að Trump hafi persónulega farið yfir skjölin. Lögmenn Trump skiluðu hluta gagnanna en alríkislögreglan fann síðar fleiri en hundrað leynileg skjöl sem Trump hélt eftir. Þá eru rannsakendurnir sagðir hafa í höndunum gögn sem benda til þess að Trump hafi sagt öðrum að afvegaleiða embættismenn alríkisstjórnarinnar áður en stefnan á hendur honum var gefin út. Þar á meðal eru upplýsingar um að Trump hafi ítrekað hunsað ráðleggingar ráðgjafa sína um að skila skjölunum. Rannsakaður víðar Trump á nú í vök að verjast á fjölda vígstöðva. Búist er við því að hann komi fyrir dómara í New York á morgun eftir að umdæmissaksóknari þar gaf út ákæru í tengslum við þagnargreiðslu til fyrrverandi klámleikkonu. Auk þess rannsaka dómsmálaráðuneytið og umdæmissaksóknari í Georgíu tilraunir Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Annar sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú leyniskjöl sem starfslið Joes Biden forseta lét yfirvöld vita að það hefði fundið á heimili hans. Sú rannsókn er sögð mun skemur á veg komin en rannsóknin á Trump. Hún er einnig mun minni í sniðum enda skjölin sem um ræðir mun færri. Lögmenn Biden segja að þeir hafi skilað öllum leyniskjölum jafnóðum og þau fundust. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. 23. mars 2023 10:14 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar meðal annars ýmis skjöl sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu þegar hann lét af embætti og voru merkt sem ríkisleyndarmál. Alríkislögreglan gerði húsleit á heimili Trump í Mar-a-Lago vegna rannsóknarinnar í fyrra. Rannsakendur grunar nú að Trump hafi gramsað í kössum þar sem leyniskjölin voru geymd eftir að ráðuneytið stefndi honum til þess að skila þeim í maí í fyrra, að sögn Washington Post. Það hafi hann gert til þess að tryggja að ákveðin skjöl færu ekki úr vörslu hans. Upptökur úr öryggismyndavélum, framburður vitna og skrifleg gögn bendi til þess að kassar með leyniskjölunum hafi verið færð eftir að Trump barst stefnan og að Trump hafi persónulega farið yfir skjölin. Lögmenn Trump skiluðu hluta gagnanna en alríkislögreglan fann síðar fleiri en hundrað leynileg skjöl sem Trump hélt eftir. Þá eru rannsakendurnir sagðir hafa í höndunum gögn sem benda til þess að Trump hafi sagt öðrum að afvegaleiða embættismenn alríkisstjórnarinnar áður en stefnan á hendur honum var gefin út. Þar á meðal eru upplýsingar um að Trump hafi ítrekað hunsað ráðleggingar ráðgjafa sína um að skila skjölunum. Rannsakaður víðar Trump á nú í vök að verjast á fjölda vígstöðva. Búist er við því að hann komi fyrir dómara í New York á morgun eftir að umdæmissaksóknari þar gaf út ákæru í tengslum við þagnargreiðslu til fyrrverandi klámleikkonu. Auk þess rannsaka dómsmálaráðuneytið og umdæmissaksóknari í Georgíu tilraunir Trump til þess að snúa við úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Annar sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins rannsakar nú leyniskjöl sem starfslið Joes Biden forseta lét yfirvöld vita að það hefði fundið á heimili hans. Sú rannsókn er sögð mun skemur á veg komin en rannsóknin á Trump. Hún er einnig mun minni í sniðum enda skjölin sem um ræðir mun færri. Lögmenn Biden segja að þeir hafi skilað öllum leyniskjölum jafnóðum og þau fundust.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Tengdar fréttir Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. 23. mars 2023 10:14 Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Lögmaður Trumps þarf að afhenda skjöl og bera vitni Lögmaður Donalds Trumps, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, þarf að afhenda öll skjöl sín sem tengjast rannsókn á meðhöndlun forsetans á opinberum og leynilegum skjölum til rannsakenda, M. Evan Corcoran, umræddur lögmaður, þarf einnig að bera vitni fyrir ákærudómstól vegna rannsóknarinnar. 23. mars 2023 10:14
Trump sagður hafa látið færa skjölin eftir að honum var stefnt Starfsmaður Donalds Trumps er sagður hafa tjáð alríkislögreglunni að fyrrverandi forsetinn hafi gefið skipanir um að færa kassa með skjölum sem hann hafði með sér úr Hvíta húsinu eftir að honum hafði verið stefnt til að skila þeim. Alríkislögreglan gerði síðar húsleit hjá Trump til að endurheimta skjölin. 13. október 2022 08:59