„Verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt” Máni Snær Þorláksson skrifar 3. apríl 2023 16:05 Helgi Áss Grétarsson segir pólitíska rétthugsun hafa náð tökum á umhverfinu í íslenskum háskólum. Arnar Halldórsson Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill meina að pólitísk rétthugsun hafi náð tökum á umhverfinu í háskólum landsins. Hann segir mikilvægt að fólk þori að standa með sjálfu sér. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í máli hans í Podcasti Sölva Tryggvasonar en Helgi er nýjasti gestur hlaðvarpsins. Hann er á því að það sé skrýtin þróun að eiga sér stað í háskólasamfélaginu. „Ákveðinn hópur hefur náð að ákveða hvað má tala um og hvað ekki,“ segir hann. „Oft er komið í veg fyrir að það sé verið að ræða efnisatriði mála og draga þannig úr sköpun. Það má ræða mjög neikvætt um suma málaflokka og sumt fólk, en ef það væri í hina áttina yrði fólk bara grillað á teini. Prinsippið í akademísku umhverfi á að vera frjáls tjáning og frjálst flæði hugmynda. Ég var í stuttu máli farinn að upplifa það að þetta væri alls ekki lengur þannig þegar ég starfaði í háskólunum,“ segir Helgi meðal annars í hlaðvarpinu. Vill standa með eigin sannfæringu Helgi segir að það sé hans reynsla af háskólasamfélaginu sé sú að ef hann gaf eftir sinn karakter þá hafi hann verið að brjóta sjálfan sig niður. Það gangi ekki til lengdar: „Ég varð fyrir reynslu sem kenndi mér að ég vil aldrei aftur láta annað fólk segja mér fyrir hvað ég á að standa eða þegja ef ég veit að það er mikilvægt að tjá sig. Með lífsreynslunni hef ég lært að maður verður stundum að þora að vera hugrakkur og standa með eigin sannfæringu, þó að það kosti að einhverjir verði brjálaðir og segi eitthvað neikvætt um mann.“ Þá segir hann að ef fólk er tilbúið að gefa eftir af sínum karakter til að gera lífið þægilegra þá molni hægt og sígandi undan skapgerðinni. „Maður verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt!” Hugnast ekki að einstaklingar séu gerðir hluti af hópi Helgi hefur skrifað pistla í gegnum tíðina sem hafa reynst umdeildir. Hann segir mikilvægt að fólk þori að standa með sjálfu sér. Einnig hugnast honum ekki sú þróun að einstaklingar séu gerðir hluti af hópi. „Þegar fólk fer of langt í hóphugsun eru öfgarnar oft stutt undan. Þá vill fólk oft fara mjög langt í dyggðarskreytingum til þess að fá viðurkenningu frá hópnum sem það telur sig tilheyra og hikstar ekki við að kasta öllum eðlilegum viðmiðum í siðuðum samskiptum.“ Þá fullyrðir hann að „öfgasamtök og mestu öfgar mannkynssögunnar“ hafi orðið til í andrúmslofti sem þessu. „Við getum ekki bara hent þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um ef tíðarandinn er þannig að fólk vill fá tímabundnar vinsældir. Hver og einn verður að velja fyrir sig hvaða orrustum er rétt að taka þátt í, en það er mikilvægt að fólk þegi ekki bara og láti háværan hóp stýra allri umræðu.” Óvinsælar ákvarðanir Sem fyrr segir er Helgi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann segist vilja standa fyrir það í stjórnmálum að þora að vera hugrakkur. Það felist jafnvel í því að taka óvinsælar ákvarðanir. Það sé mikilvægt að stjórnmálafólk gefi ekki afslátt af sannfæringu sinni. „Til dæmis gengur ekki að reka hið opinbera endalaust á lánum og á óábyrgan hátt. Það þýðir að stjórnmálamenn þurfa stundum að þora að taka óvinsælar ákvarðanir ef þeir vita að það er betra til lengri tíma litið. Ég vil í störfum mínum í stjórnmálum sýna það að fólk geti treyst því að ég standi með sannfæringu minni.” Háskólar Podcast með Sölva Tryggva Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í máli hans í Podcasti Sölva Tryggvasonar en Helgi er nýjasti gestur hlaðvarpsins. Hann er á því að það sé skrýtin þróun að eiga sér stað í háskólasamfélaginu. „Ákveðinn hópur hefur náð að ákveða hvað má tala um og hvað ekki,“ segir hann. „Oft er komið í veg fyrir að það sé verið að ræða efnisatriði mála og draga þannig úr sköpun. Það má ræða mjög neikvætt um suma málaflokka og sumt fólk, en ef það væri í hina áttina yrði fólk bara grillað á teini. Prinsippið í akademísku umhverfi á að vera frjáls tjáning og frjálst flæði hugmynda. Ég var í stuttu máli farinn að upplifa það að þetta væri alls ekki lengur þannig þegar ég starfaði í háskólunum,“ segir Helgi meðal annars í hlaðvarpinu. Vill standa með eigin sannfæringu Helgi segir að það sé hans reynsla af háskólasamfélaginu sé sú að ef hann gaf eftir sinn karakter þá hafi hann verið að brjóta sjálfan sig niður. Það gangi ekki til lengdar: „Ég varð fyrir reynslu sem kenndi mér að ég vil aldrei aftur láta annað fólk segja mér fyrir hvað ég á að standa eða þegja ef ég veit að það er mikilvægt að tjá sig. Með lífsreynslunni hef ég lært að maður verður stundum að þora að vera hugrakkur og standa með eigin sannfæringu, þó að það kosti að einhverjir verði brjálaðir og segi eitthvað neikvætt um mann.“ Þá segir hann að ef fólk er tilbúið að gefa eftir af sínum karakter til að gera lífið þægilegra þá molni hægt og sígandi undan skapgerðinni. „Maður verður hægt og rólega að gufu sem stendur ekki fyrir neitt!” Hugnast ekki að einstaklingar séu gerðir hluti af hópi Helgi hefur skrifað pistla í gegnum tíðina sem hafa reynst umdeildir. Hann segir mikilvægt að fólk þori að standa með sjálfu sér. Einnig hugnast honum ekki sú þróun að einstaklingar séu gerðir hluti af hópi. „Þegar fólk fer of langt í hóphugsun eru öfgarnar oft stutt undan. Þá vill fólk oft fara mjög langt í dyggðarskreytingum til þess að fá viðurkenningu frá hópnum sem það telur sig tilheyra og hikstar ekki við að kasta öllum eðlilegum viðmiðum í siðuðum samskiptum.“ Þá fullyrðir hann að „öfgasamtök og mestu öfgar mannkynssögunnar“ hafi orðið til í andrúmslofti sem þessu. „Við getum ekki bara hent þeim reglum sem við höfum komið okkur saman um ef tíðarandinn er þannig að fólk vill fá tímabundnar vinsældir. Hver og einn verður að velja fyrir sig hvaða orrustum er rétt að taka þátt í, en það er mikilvægt að fólk þegi ekki bara og láti háværan hóp stýra allri umræðu.” Óvinsælar ákvarðanir Sem fyrr segir er Helgi varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Hann segist vilja standa fyrir það í stjórnmálum að þora að vera hugrakkur. Það felist jafnvel í því að taka óvinsælar ákvarðanir. Það sé mikilvægt að stjórnmálafólk gefi ekki afslátt af sannfæringu sinni. „Til dæmis gengur ekki að reka hið opinbera endalaust á lánum og á óábyrgan hátt. Það þýðir að stjórnmálamenn þurfa stundum að þora að taka óvinsælar ákvarðanir ef þeir vita að það er betra til lengri tíma litið. Ég vil í störfum mínum í stjórnmálum sýna það að fólk geti treyst því að ég standi með sannfæringu minni.”
Háskólar Podcast með Sölva Tryggva Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels