Alls keypti verðandi forstjórinn átta milljónir hluta í félaginu á genginu 25,4 krónur á hlut. Greint var frá því í síðustu viku að Halldór væri að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eftir að hafa gegnt stöðunni í sjö ár.
Halldór mun taka við stöðu forstjóra Regins í sumar en hann tekur við starfinu af Helga S. Gunnarssyni sem hefur gegnt starfinu frá stofnun félagsins árið 2009. Helgi mun láta af störfum í fyrirtækinu er Halldór tekur við en hann mun þó vera nýjum forstjóra innan handar til að byrja með.