„Þú ert aldrei svo mikið einn að þú hafir hann ekki með þér“ Snorri Másson skrifar 6. apríl 2023 09:30 Þorbjörn Hlynur Árnason, fv. prestur og prófastur á Borg á Mýrum, var til viðtals í Íslandi í dag á miðvikudag um þýðingu páskahátíðarinnar fyrir kristna menn. Viðtalið má sjá í síðari hluta innslagsins hér að ofan. „Við höfum margt í huga og getum sagt margt um þessa hátíð, vegna þess að páskahátíðin er stærsta hátíð kristinna manna. Þetta er miklu stærri hátíð en jól og hvítasunna, þó svo að jólin eðli máls samkvæmt vegna hnattstöðu okkar séu miklu stærri og fyrirferðarmeiri hátíð í samfélaginu. Á páskadagsmorgni fögnum við upprisu Drottins Jesú Krists. Það er stutta svarið,“ segir Þorbjörn. Langa svarið felist í öllum atburðum dymbilvikunnar sem við erum nú stödd í miðri; sem byrji með pálmasunnudegi með inngöngu Krists í Jerúsalem. Síðar er hann svikinn, tekinn, dæmdur og svo krossfestur; svo rís hann upp á þriðja degi, það er páskadagur. Og Jesú lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi. „Dauðinn dó en lífið lifir, segir í einum af okkar ágætu páskasálmum. Þetta er í raun yfirlýsing um að Guð er góður og hann yfirgefur okkur ekki. Það er alltaf von og hann gefur okkur líf þótt þessu lífi ljúki. Og þú ert aldrei svo mikið einn að þú hafir ekki hann með þér,“ segir Þorbjörn Hlynur. Þorbjörn Hlynur Árnason, sem var prestur og prófastur á Borg á Mýrum í fjörutíu ár þar til hann lét af störfum síðasta haust, hefur trú á kirkjunni, þótt hann segi að ef til vill hafi hún ætíð átt undir högg að sækja. Vísir/Sigurjón Kirkjan þolir köpuryrðin Þorbjörn segir að þrátt fyrir að landsmenn séu almennt þakklátir fyrir góða þjónustu kirkjunnar, sé það því miður svo að önnur neikvæðari sjónarmið um hana reynist stundum háværari. „Það er einhvern veginn eins og þeir sem eru sífellt að gjamma og hafa eftir hver öðrum köpuryrði um kirkjuna, að á þá er meira hlustað,“ segir Þorbjörn. „En kirkjan þolir það. Kirkjan verður áfram, því Jesús Kristur er um ár og eilífð.“ „Það getur vel verið að kirkjan hafi alltaf átt undir högg að sækja, kirkjan hefur kannski alltaf verið í erfiðri stöðu. En á þessum fjörutíu árum sem ég hef þjónað hefur kirkjan breyst mjög mikið og þjónusta kirkjunnar við sína þjóð hefur margeflst. Þetta er allt önnur kirkja sem ég kveð en sú sem ég kom inn í,“ segir Þorbjörn, sem lét af störfum síðasta haust eftir fjörutíu ára starf sem prestur og síðar prófastur í Borgarfirði. Trúmál Páskar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21 Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. 25. janúar 2023 08:01 Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. 27. október 2022 12:38 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
„Við höfum margt í huga og getum sagt margt um þessa hátíð, vegna þess að páskahátíðin er stærsta hátíð kristinna manna. Þetta er miklu stærri hátíð en jól og hvítasunna, þó svo að jólin eðli máls samkvæmt vegna hnattstöðu okkar séu miklu stærri og fyrirferðarmeiri hátíð í samfélaginu. Á páskadagsmorgni fögnum við upprisu Drottins Jesú Krists. Það er stutta svarið,“ segir Þorbjörn. Langa svarið felist í öllum atburðum dymbilvikunnar sem við erum nú stödd í miðri; sem byrji með pálmasunnudegi með inngöngu Krists í Jerúsalem. Síðar er hann svikinn, tekinn, dæmdur og svo krossfestur; svo rís hann upp á þriðja degi, það er páskadagur. Og Jesú lifði þrátt fyrir að hafa verið tekinn af lífi. „Dauðinn dó en lífið lifir, segir í einum af okkar ágætu páskasálmum. Þetta er í raun yfirlýsing um að Guð er góður og hann yfirgefur okkur ekki. Það er alltaf von og hann gefur okkur líf þótt þessu lífi ljúki. Og þú ert aldrei svo mikið einn að þú hafir ekki hann með þér,“ segir Þorbjörn Hlynur. Þorbjörn Hlynur Árnason, sem var prestur og prófastur á Borg á Mýrum í fjörutíu ár þar til hann lét af störfum síðasta haust, hefur trú á kirkjunni, þótt hann segi að ef til vill hafi hún ætíð átt undir högg að sækja. Vísir/Sigurjón Kirkjan þolir köpuryrðin Þorbjörn segir að þrátt fyrir að landsmenn séu almennt þakklátir fyrir góða þjónustu kirkjunnar, sé það því miður svo að önnur neikvæðari sjónarmið um hana reynist stundum háværari. „Það er einhvern veginn eins og þeir sem eru sífellt að gjamma og hafa eftir hver öðrum köpuryrði um kirkjuna, að á þá er meira hlustað,“ segir Þorbjörn. „En kirkjan þolir það. Kirkjan verður áfram, því Jesús Kristur er um ár og eilífð.“ „Það getur vel verið að kirkjan hafi alltaf átt undir högg að sækja, kirkjan hefur kannski alltaf verið í erfiðri stöðu. En á þessum fjörutíu árum sem ég hef þjónað hefur kirkjan breyst mjög mikið og þjónusta kirkjunnar við sína þjóð hefur margeflst. Þetta er allt önnur kirkja sem ég kveð en sú sem ég kom inn í,“ segir Þorbjörn, sem lét af störfum síðasta haust eftir fjörutíu ára starf sem prestur og síðar prófastur í Borgarfirði.
Trúmál Páskar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21 Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. 25. janúar 2023 08:01 Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. 27. október 2022 12:38 Mest lesið Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Sjá meira
Meðlimum Þjóðkirkjunnar fækkar um 530 Skráðum einstaklingum í Þjóðkirkjuna hefur fækkað um 530 síðan 1. desember 2022. Trúfélagið er þó ennþá langfjölmennasta trúfélag landsins með 226.939 skráða meðlimi. 9. mars 2023 16:21
Ríkið ákveði ekki aðild barna að trúfélögum Trú og lífsskoðanir eru ein mikilvægustu einkamál hvers og eins í lífshlaupinu. Trúna er eðli málsins samkvæmt hvorki hægt að taka af manneskjunni né þröngva upp á hana. Trúfrelsið er eitt af mikilvægum mannréttindum sem Íslendingar búa við. Trú- og lífsskoðunarfélög á Íslandi telja marga tugi. Réttur fólks til að tilheyra einhverju þeirra, eða ekki, er óskoraður. 25. janúar 2023 08:01
Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. 27. október 2022 12:38