Skemmdu sæstrenginn til Svalbarða í fyrra Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. apríl 2023 13:12 Togarinn sigldi fram og tilbaka meira en 100 sinnum. Open Street Map Rússneskur togari skemmdi fjarskiptasæstrenginn sem liggur frá Noregi til Svalbarða í janúar árið 2022. Talið er að um viljaverk sé að ræða en togarinn sigldi fram og til baka með veiðarfærin yfir strenginn. Í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK í október sagði Lars Fause, sýslumaður á Svalbarða að löggjöfin til að verja sæstrengi væri ekki næg. Ekki væri hægt að refsa skipstjórum skipa sem skemmdu fjarskiptakapla, viljandi eða óviljandi, utan við landhelgina. Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa rússnesk skip sést sniglast í nágrenni við írsku borgina Galway. En þar liggur hinn nýi fjarskiptasæstrengur IRIS sem eykur fjarskiptaöryggi Íslands til muna. Sagaði strenginn með veiðarfærunum Svalbarði er afar háður sínum eina kapli upp á netöryggi. Norðmenn reka einnig stóra gervihnattastöð á Svalbarða, sem og háskóla og námufyrirtæki. Vitað er að einn rússneskur togari, Melkart 5, sigldi 107 sinnum fram og til baka á aðeins 9 dögum yfir sæstrenginn í janúar 2022. Eins og hann væri að saga í sundur strenginn með veiðarfærunum. Aðrir rússneskir togarar sigldu einnig yfir strenginn sem gaf sig að lokum. Datt netsamband niður um tíma. Eftir að strengurinn var lagaður í maí kom sami togari, Melkart 5, aftur og byrjaði aftur að sigla sömu leið þrátt fyrir að hafa verið beðinn um að veiða á öðru svæði af norskum yfirvöldum á Svalbarða. Sigldi togarinn 36 sinnum yfir sæstrenginn frá 13. maí til 1. ágúst. Melkart 5 sigldi einnig ítrekað yfir gasleiðslu Svalbarða frá 16. janúar til 21. febrúar 2022. Hann sigldi nálægt heræfingu NATO og norska hersins, Cold Response, þann 12. mars og þann 18. júlí var skipstjórinn sektaður fyrir að setja út léttabát nálægt brú við Kirkenes þar sem norski herinn æfir. Kallar eftir lagabreytingum Samkvæmt Fause gera norsk lög aðeins ráð fyrir að hægt sé að sækja skaðabætur vegna skemmdarverka á borð við þessi. Ekki sé hægt að refsa neinum. Kallar Fause eftir því að skipaferðir með veiðarfærum verði bannaðar yfir sæstrengjum. Útgerð togarans, Murman Seafood, hafnar alfarið að hafa skemmt sæstrenginn. Veiðarnar séu löglegar og margar aðrar ástæður gætu verið fyrir skemmdunum á strengnum. Þá segir útgerðin að ekki sé hægt að treysta upplýsingum frá AIS, sjálfvirka auðkenniskerfinu sem notað var til að fylgjast með ferðum Melkart 5 og annarra togara á svæðinu. Noregur Rússland Fjarskipti Sæstrengir Tengdar fréttir Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK í október sagði Lars Fause, sýslumaður á Svalbarða að löggjöfin til að verja sæstrengi væri ekki næg. Ekki væri hægt að refsa skipstjórum skipa sem skemmdu fjarskiptakapla, viljandi eða óviljandi, utan við landhelgina. Eins og Vísir greindi frá í morgun hafa rússnesk skip sést sniglast í nágrenni við írsku borgina Galway. En þar liggur hinn nýi fjarskiptasæstrengur IRIS sem eykur fjarskiptaöryggi Íslands til muna. Sagaði strenginn með veiðarfærunum Svalbarði er afar háður sínum eina kapli upp á netöryggi. Norðmenn reka einnig stóra gervihnattastöð á Svalbarða, sem og háskóla og námufyrirtæki. Vitað er að einn rússneskur togari, Melkart 5, sigldi 107 sinnum fram og til baka á aðeins 9 dögum yfir sæstrenginn í janúar 2022. Eins og hann væri að saga í sundur strenginn með veiðarfærunum. Aðrir rússneskir togarar sigldu einnig yfir strenginn sem gaf sig að lokum. Datt netsamband niður um tíma. Eftir að strengurinn var lagaður í maí kom sami togari, Melkart 5, aftur og byrjaði aftur að sigla sömu leið þrátt fyrir að hafa verið beðinn um að veiða á öðru svæði af norskum yfirvöldum á Svalbarða. Sigldi togarinn 36 sinnum yfir sæstrenginn frá 13. maí til 1. ágúst. Melkart 5 sigldi einnig ítrekað yfir gasleiðslu Svalbarða frá 16. janúar til 21. febrúar 2022. Hann sigldi nálægt heræfingu NATO og norska hersins, Cold Response, þann 12. mars og þann 18. júlí var skipstjórinn sektaður fyrir að setja út léttabát nálægt brú við Kirkenes þar sem norski herinn æfir. Kallar eftir lagabreytingum Samkvæmt Fause gera norsk lög aðeins ráð fyrir að hægt sé að sækja skaðabætur vegna skemmdarverka á borð við þessi. Ekki sé hægt að refsa neinum. Kallar Fause eftir því að skipaferðir með veiðarfærum verði bannaðar yfir sæstrengjum. Útgerð togarans, Murman Seafood, hafnar alfarið að hafa skemmt sæstrenginn. Veiðarnar séu löglegar og margar aðrar ástæður gætu verið fyrir skemmdunum á strengnum. Þá segir útgerðin að ekki sé hægt að treysta upplýsingum frá AIS, sjálfvirka auðkenniskerfinu sem notað var til að fylgjast með ferðum Melkart 5 og annarra togara á svæðinu.
Noregur Rússland Fjarskipti Sæstrengir Tengdar fréttir Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Fleiri fréttir Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Sjá meira
Rússnesk skip ógna nýjum íslenskum sæstreng Írsk stjórnvöld telja að ferðir rússneskra skipa í nágrenni við borgina Galway á vesturströndinni grunsamlegar. Bæði írski flotinn og flugherinn fylgjast með skipunum. Nýlega var opnaður fjarskiptastrengur milli Íslands og Írlands, sem liggur milli Þorlákshafnar og Galway. 5. apríl 2023 07:01