Launalægsta fólkið megi ekki við tekjuskerðingunni Máni Snær Þorláksson skrifar 5. apríl 2023 14:21 Jóhann Páll leggur fram ýmsar breytingar í frumvarpinu. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagðar eru til ýmsar breytingar á fæðingarorlofslöggjöfinni. Þingmaðurinn segir breytingarnar eiga að tryggja betur afkomuöryggi foreldra og stuðla að auknu jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Í frumvarpinu er til að mynda lagt til að reiknireglu fæðingarorlofsgreiðslna verði breytt í þágu þeirra foreldra sem eru tekjulægri. Verði frumvarpið samþykkt myndu fyrstu 350 þúsund krónurnar af viðmiðunartekjum vera óskertar. „Þessi breyting á reiknireglunni er lykilaðgerð til að gera fæðingarorlofskerfið sanngjarnara. Launalægsta fólkið má ekki við 20% tekjuskerðingu þegar það eignast barn,“ segir Jóhann. Hann segir að þetta muni jafnframt auðvelda tekjulágum foreldrum að nýta allan þann rétt sem þau eiga til fæðingarorlofs. Lagt er svo til að þak mánaðarlegrar greiðslu Fæðingarorlofssjóðs til foreldris í fæðingarorlofi hækki úr 600 þúsund krónum í 800 þúsund krónur í takt við vísitölubreytingar. Ásamt því eru lagt til að hækka fæðingarstyrk fyrir fólk utan vinnumarkaðar. Launað meðgönguorlof Tillaga um að tryggður verði réttur til launaðs meðgönguorlofs í lok meðgöngu er einnig að finna í frumvarpinu. Sams konar réttur tíðkast í Noregi og Danmörku. Barnshafandi foreldri myndi þannig verða heimilt að hefja töku fæðingarorlofs allt að fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag án þess að sá tími sé dreginn frá þeim tíma sem foreldri á rétt til fæðingarorlofs eftir að barn fæðist. Jóhann segir sterk heilsufarsleg rök vera á bak við þessa breytingu. Tillagan sé í takti við sjónarmið sem komu fram í umsögnum Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Félags íslenskra heimilislækna og Ljósmæðrafélags Íslands þegar núgildandi fæðingarorlofslög voru til meðferðar á þinginu. „Fagfélögin bentu á að konur eru gjarnan orðnar óvinnufærar á síðustu vikum meðgöngu vegna þungans, meðgöngutengdra kvilla og óþæginda. Og hér þarf að hafa í huga að möguleikar kvenna til veikindaleyfis á vinnumarkaði eru mismunandi, þar hallar til að mynda á konur af erlendum uppruna í láglaunastörfum. Réttur til sérstaks meðgönguorlofs á 36. viku er þannig til þess fallinn að jafna aðstæður kvenna í lok meðgöngu.“ Vinnutímastytting að norrænni fyrirmynd Einnig er lagt til að lögfestur verði sérstakur réttur foreldra til vinnutímastyttingar að loknu fæðingarorlofi með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði. „Í núgildandi lögum er mælt fyrir um rétt til fjögurra mánaða foreldraorlofs, en það er ólaunað orlof sem eðli máls samkvæmt nýtist helst þeim sem hafa efni og tök á að hverfa frá störfum og afsala sér tekjum,“ segir Jóhann Páll um frumvarpið. Hann segir að í rauninni nýti aðeins örfá heimili þennan rétt, árið 2021 voru þau einungis þrettán talsins. „Ef okkur er alvara með að stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs óháð heimilistekjum þá er miklu skilvirkara að tryggja sérstakan rétt til vinnutímastyttingar með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði.“ Með þessar breytingu myndu foreldrar sem nýta sér þennan rétt fá greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði sem reiknast á sama hátt og greiðslur vegna fæðingarorlofs nema þær væru í hlutfalli við skerðingu á starfshlutfalli. „Út frá jafnréttissjónarmiðum er best að um sé að ræða sjálfstæðan rétt hvors foreldris og í frumvarpinu er gert ráð fyrir 6 mánuðum fyrir hvort. Þessi réttarbót er að sænskri og norskri fyrirmynd þótt útfærslan sé önnur og ný, en í grunninn snýst þetta um að bæta uppeldisskilyrði, draga úr álagi foreldra og gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna.“ Fæðingarorlof Alþingi Fjármál heimilisins Samfylkingin Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Í frumvarpinu er til að mynda lagt til að reiknireglu fæðingarorlofsgreiðslna verði breytt í þágu þeirra foreldra sem eru tekjulægri. Verði frumvarpið samþykkt myndu fyrstu 350 þúsund krónurnar af viðmiðunartekjum vera óskertar. „Þessi breyting á reiknireglunni er lykilaðgerð til að gera fæðingarorlofskerfið sanngjarnara. Launalægsta fólkið má ekki við 20% tekjuskerðingu þegar það eignast barn,“ segir Jóhann. Hann segir að þetta muni jafnframt auðvelda tekjulágum foreldrum að nýta allan þann rétt sem þau eiga til fæðingarorlofs. Lagt er svo til að þak mánaðarlegrar greiðslu Fæðingarorlofssjóðs til foreldris í fæðingarorlofi hækki úr 600 þúsund krónum í 800 þúsund krónur í takt við vísitölubreytingar. Ásamt því eru lagt til að hækka fæðingarstyrk fyrir fólk utan vinnumarkaðar. Launað meðgönguorlof Tillaga um að tryggður verði réttur til launaðs meðgönguorlofs í lok meðgöngu er einnig að finna í frumvarpinu. Sams konar réttur tíðkast í Noregi og Danmörku. Barnshafandi foreldri myndi þannig verða heimilt að hefja töku fæðingarorlofs allt að fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag án þess að sá tími sé dreginn frá þeim tíma sem foreldri á rétt til fæðingarorlofs eftir að barn fæðist. Jóhann segir sterk heilsufarsleg rök vera á bak við þessa breytingu. Tillagan sé í takti við sjónarmið sem komu fram í umsögnum Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna, Félags íslenskra heimilislækna og Ljósmæðrafélags Íslands þegar núgildandi fæðingarorlofslög voru til meðferðar á þinginu. „Fagfélögin bentu á að konur eru gjarnan orðnar óvinnufærar á síðustu vikum meðgöngu vegna þungans, meðgöngutengdra kvilla og óþæginda. Og hér þarf að hafa í huga að möguleikar kvenna til veikindaleyfis á vinnumarkaði eru mismunandi, þar hallar til að mynda á konur af erlendum uppruna í láglaunastörfum. Réttur til sérstaks meðgönguorlofs á 36. viku er þannig til þess fallinn að jafna aðstæður kvenna í lok meðgöngu.“ Vinnutímastytting að norrænni fyrirmynd Einnig er lagt til að lögfestur verði sérstakur réttur foreldra til vinnutímastyttingar að loknu fæðingarorlofi með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði. „Í núgildandi lögum er mælt fyrir um rétt til fjögurra mánaða foreldraorlofs, en það er ólaunað orlof sem eðli máls samkvæmt nýtist helst þeim sem hafa efni og tök á að hverfa frá störfum og afsala sér tekjum,“ segir Jóhann Páll um frumvarpið. Hann segir að í rauninni nýti aðeins örfá heimili þennan rétt, árið 2021 voru þau einungis þrettán talsins. „Ef okkur er alvara með að stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs óháð heimilistekjum þá er miklu skilvirkara að tryggja sérstakan rétt til vinnutímastyttingar með stuðningi úr Fæðingarorlofssjóði.“ Með þessar breytingu myndu foreldrar sem nýta sér þennan rétt fá greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði sem reiknast á sama hátt og greiðslur vegna fæðingarorlofs nema þær væru í hlutfalli við skerðingu á starfshlutfalli. „Út frá jafnréttissjónarmiðum er best að um sé að ræða sjálfstæðan rétt hvors foreldris og í frumvarpinu er gert ráð fyrir 6 mánuðum fyrir hvort. Þessi réttarbót er að sænskri og norskri fyrirmynd þótt útfærslan sé önnur og ný, en í grunninn snýst þetta um að bæta uppeldisskilyrði, draga úr álagi foreldra og gera íslenskt samfélag fjölskylduvænna.“
Fæðingarorlof Alþingi Fjármál heimilisins Samfylkingin Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent