Ítalskur túristi og breskar systur létust í hryðjuverkaárásum Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2023 08:43 Ísraelsk lögregla stendur í kringum bílinn sem ökumaður keyrði inn í hóp túrista í Tel Aviv. AP/Ariel Schalit Palestínskir árásarmenn myrtu þrjá og slösuðu að minnsta kosti sex á Vesturbakkanum í gær. Fyrr um daginn höfðu Ísraelar gert loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina. Ólga á Vesturbakkanum hefur magnast undanfarna daga á sama tíma og múslimar halda Ramadan-mánuð heilagan og gyðingar fagna páskahátíðinni. Óttast er að átökin muni stigmagnast. Íbúar Palestínu skoða tjónið af völdum loftárásar Ísraelsmanna í gærmorgun.AP/Fatima Shbair Ítalskur túristi var myrtur og fimm aðrir ítalskir og breskir ríkisborgarar særðust þegar ökumaður keyrði bíl inn í hóp túrista í Tel Aviv. Að sögn ísraelskrar lögreglu var árásarmaðurinn skotinn til bana af lögregluþjónum. Utanríkisráðherra Ítalíu hefur nafngreint hinn látna sem hinn 36 ára Alessandro Parini. Fyrr um daginn höfðu tvær bresk-ísraelskar systur á þrítugsaldri verið myrtar þegar skotið var á bíl þeirra með þeim afleiðingum að hann keyrði á. Móðir systranna slasaðist í árásinni sem átti sér stað í Jórdan-dal en þær höfðu flust þangað frá Bretlandi. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur birt tilkynningu þar sem það segist harma fregnirnar. Árásirnar svör við loftárásum og lögreglurassíum Ísraela Í gærmorgun gerðu Ísraelsmenn loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina til að svara fyrir árásir Palestínumanna í vikunni. Ísraelsk lögregla hafði áður ögrað Palestínumönnum þegar lögreglumenn réðust inn í mosku í vikunni sem vakti hneyksli víða um Miðausturlönd. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, lýsti því yfir að hann ætlaði að kalla út allt tiltækt lið ísraelsku landamæralögreglunnar. Það er herþjálfaður mannafli sem er vanalega sendur á vettvang til að bæla niður ókyrrð meðal Palestínumanna. Reykský undan sprengingu í Bezet í Ísrael vegna eldflaugaárásar frá Líbanon.AP/Fadi Amun Ísrael Palestína Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Íbúar Palestínu skoða tjónið af völdum loftárásar Ísraelsmanna í gærmorgun.AP/Fatima Shbair Ítalskur túristi var myrtur og fimm aðrir ítalskir og breskir ríkisborgarar særðust þegar ökumaður keyrði bíl inn í hóp túrista í Tel Aviv. Að sögn ísraelskrar lögreglu var árásarmaðurinn skotinn til bana af lögregluþjónum. Utanríkisráðherra Ítalíu hefur nafngreint hinn látna sem hinn 36 ára Alessandro Parini. Fyrr um daginn höfðu tvær bresk-ísraelskar systur á þrítugsaldri verið myrtar þegar skotið var á bíl þeirra með þeim afleiðingum að hann keyrði á. Móðir systranna slasaðist í árásinni sem átti sér stað í Jórdan-dal en þær höfðu flust þangað frá Bretlandi. Utanríkisráðuneyti Bretlands hefur birt tilkynningu þar sem það segist harma fregnirnar. Árásirnar svör við loftárásum og lögreglurassíum Ísraela Í gærmorgun gerðu Ísraelsmenn loftárásir á Líbanon og Gaza-ströndina til að svara fyrir árásir Palestínumanna í vikunni. Ísraelsk lögregla hafði áður ögrað Palestínumönnum þegar lögreglumenn réðust inn í mosku í vikunni sem vakti hneyksli víða um Miðausturlönd. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, lýsti því yfir að hann ætlaði að kalla út allt tiltækt lið ísraelsku landamæralögreglunnar. Það er herþjálfaður mannafli sem er vanalega sendur á vettvang til að bæla niður ókyrrð meðal Palestínumanna. Reykský undan sprengingu í Bezet í Ísrael vegna eldflaugaárásar frá Líbanon.AP/Fadi Amun
Ísrael Palestína Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira