Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2023 12:27 Rostungurinn lyfti höfði þegar gestir komu að kíkja á hann í morgun. Hilma Steinarsdóttir Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. Fréttastofa hafði samband við Jón Gunnar Geirdal, athafnamann og frasasmið, sem er staddur á Þórshöfn með fjölskyldu sinni. Þau fóru niður að bryggjunni til að sjá rostunginn sem liggur þar í makindum sínum. Rostungurinn hefur vakið mikla lukku.Jón Gunnar Geirdal „Hann var mættur eldsnemma í morgun skilst mér, örmagna eftir að hafa komið sér upp á flotbryggju,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn. „Þetta er magnað að sjá svona skepnu. Hann reisir sig upp annað slagið þegar fólk kemur nær. Þetta er ævintýri fyrir alla,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn sem hann segir að sé töluvert stærri og umfangsmeiri en maður getur ímyndað sér. Þá sé sérstaklega tilkomumikið þegar hann reisir sig við. „Hann flatmagar á flotbryggjunni slakur, þreyttur eftir ferðalagið og skal engan undra, kominn alla leið hingað á hjara veraldar,“ sagði Jón um gestinn sem lögreglan hefur nú girt fyrir með gulu bandi. Þá segir Jón Gunnar að það sé mikil forvitni hjá bæði heimamönnum og gestum á Þórshöfn. Fólk hefur flykkst niður á höfn til að berja hann augum. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem náðist af rostungnum í morgun. Veiklulegur og horaður Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, fór líka niður að bryggju í morgun til að sjá rostunginn en hún segir að hann hafi líklega skriðið upp á bryggjuna einhvern tímann í nótt. Hún segir að það séu getgátur meðal viðstaddra um að þetta sé rostungurinn Þór sem var á Breiðdalsvík í vetur. Fjöldi fólks hefur farið að skoða rostunginn í dag.Hilma Steinarsdóttir Hins vegar segir Hilma að rostungurinn sé bæði veiklulegur og horaður og hann bregðist lítið við því sem gerist í kring. Hann reisi sig aðeins við en hafi ekkert hreyft sig af þessum sama bletti frá því hann kom. Þá segir Hilma að það hafi verið skrítnir kippir í rostungnum og hafi margir gestanna fengið þá tilfinningu að hann væri hreinlega að gefa upp öndina. Hilma er í sjósundsklúbbi í Þórshöfn og segir að það hafi nú ekki verið huggulegt að hugsa til þess að það væri rostungur að svamla um í sjónum við bæinn. Þá sagði hún einnig að á bryggjunni hafi hún hitt fjölda nemenda sinna sem hefðu komið að skoða rostunginn. Eftir páska ætli þau sér að læra allt um rostunga svo heimsóknin hefur greinilega jákvæð áhrif á lærdóm nemenda í bænum. Hér má sjá rostunginn úr fjarska.Hilma Steinarsdóttir Dýr Langanesbyggð Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Jón Gunnar Geirdal, athafnamann og frasasmið, sem er staddur á Þórshöfn með fjölskyldu sinni. Þau fóru niður að bryggjunni til að sjá rostunginn sem liggur þar í makindum sínum. Rostungurinn hefur vakið mikla lukku.Jón Gunnar Geirdal „Hann var mættur eldsnemma í morgun skilst mér, örmagna eftir að hafa komið sér upp á flotbryggju,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn. „Þetta er magnað að sjá svona skepnu. Hann reisir sig upp annað slagið þegar fólk kemur nær. Þetta er ævintýri fyrir alla,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn sem hann segir að sé töluvert stærri og umfangsmeiri en maður getur ímyndað sér. Þá sé sérstaklega tilkomumikið þegar hann reisir sig við. „Hann flatmagar á flotbryggjunni slakur, þreyttur eftir ferðalagið og skal engan undra, kominn alla leið hingað á hjara veraldar,“ sagði Jón um gestinn sem lögreglan hefur nú girt fyrir með gulu bandi. Þá segir Jón Gunnar að það sé mikil forvitni hjá bæði heimamönnum og gestum á Þórshöfn. Fólk hefur flykkst niður á höfn til að berja hann augum. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem náðist af rostungnum í morgun. Veiklulegur og horaður Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, fór líka niður að bryggju í morgun til að sjá rostunginn en hún segir að hann hafi líklega skriðið upp á bryggjuna einhvern tímann í nótt. Hún segir að það séu getgátur meðal viðstaddra um að þetta sé rostungurinn Þór sem var á Breiðdalsvík í vetur. Fjöldi fólks hefur farið að skoða rostunginn í dag.Hilma Steinarsdóttir Hins vegar segir Hilma að rostungurinn sé bæði veiklulegur og horaður og hann bregðist lítið við því sem gerist í kring. Hann reisi sig aðeins við en hafi ekkert hreyft sig af þessum sama bletti frá því hann kom. Þá segir Hilma að það hafi verið skrítnir kippir í rostungnum og hafi margir gestanna fengið þá tilfinningu að hann væri hreinlega að gefa upp öndina. Hilma er í sjósundsklúbbi í Þórshöfn og segir að það hafi nú ekki verið huggulegt að hugsa til þess að það væri rostungur að svamla um í sjónum við bæinn. Þá sagði hún einnig að á bryggjunni hafi hún hitt fjölda nemenda sinna sem hefðu komið að skoða rostunginn. Eftir páska ætli þau sér að læra allt um rostunga svo heimsóknin hefur greinilega jákvæð áhrif á lærdóm nemenda í bænum. Hér má sjá rostunginn úr fjarska.Hilma Steinarsdóttir
Dýr Langanesbyggð Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira