Risavaxinn rostungur á flotbryggju Þórshafnar Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. apríl 2023 12:27 Rostungurinn lyfti höfði þegar gestir komu að kíkja á hann í morgun. Hilma Steinarsdóttir Risavaxinn rostungur er kominn á land á Þórshöfn og flatmagar þar á flotbryggjunni. Rostungurinn klifraði upp á bryggjuna í morgun og hefur verið þar síðan. Aðkomumaður segir magnað að sjá veruna en skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn segir hann óvenju veiklulegan og hann hreyfi sig lítið. Fréttastofa hafði samband við Jón Gunnar Geirdal, athafnamann og frasasmið, sem er staddur á Þórshöfn með fjölskyldu sinni. Þau fóru niður að bryggjunni til að sjá rostunginn sem liggur þar í makindum sínum. Rostungurinn hefur vakið mikla lukku.Jón Gunnar Geirdal „Hann var mættur eldsnemma í morgun skilst mér, örmagna eftir að hafa komið sér upp á flotbryggju,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn. „Þetta er magnað að sjá svona skepnu. Hann reisir sig upp annað slagið þegar fólk kemur nær. Þetta er ævintýri fyrir alla,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn sem hann segir að sé töluvert stærri og umfangsmeiri en maður getur ímyndað sér. Þá sé sérstaklega tilkomumikið þegar hann reisir sig við. „Hann flatmagar á flotbryggjunni slakur, þreyttur eftir ferðalagið og skal engan undra, kominn alla leið hingað á hjara veraldar,“ sagði Jón um gestinn sem lögreglan hefur nú girt fyrir með gulu bandi. Þá segir Jón Gunnar að það sé mikil forvitni hjá bæði heimamönnum og gestum á Þórshöfn. Fólk hefur flykkst niður á höfn til að berja hann augum. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem náðist af rostungnum í morgun. Veiklulegur og horaður Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, fór líka niður að bryggju í morgun til að sjá rostunginn en hún segir að hann hafi líklega skriðið upp á bryggjuna einhvern tímann í nótt. Hún segir að það séu getgátur meðal viðstaddra um að þetta sé rostungurinn Þór sem var á Breiðdalsvík í vetur. Fjöldi fólks hefur farið að skoða rostunginn í dag.Hilma Steinarsdóttir Hins vegar segir Hilma að rostungurinn sé bæði veiklulegur og horaður og hann bregðist lítið við því sem gerist í kring. Hann reisi sig aðeins við en hafi ekkert hreyft sig af þessum sama bletti frá því hann kom. Þá segir Hilma að það hafi verið skrítnir kippir í rostungnum og hafi margir gestanna fengið þá tilfinningu að hann væri hreinlega að gefa upp öndina. Hilma er í sjósundsklúbbi í Þórshöfn og segir að það hafi nú ekki verið huggulegt að hugsa til þess að það væri rostungur að svamla um í sjónum við bæinn. Þá sagði hún einnig að á bryggjunni hafi hún hitt fjölda nemenda sinna sem hefðu komið að skoða rostunginn. Eftir páska ætli þau sér að læra allt um rostunga svo heimsóknin hefur greinilega jákvæð áhrif á lærdóm nemenda í bænum. Hér má sjá rostunginn úr fjarska.Hilma Steinarsdóttir Dýr Langanesbyggð Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fréttastofa hafði samband við Jón Gunnar Geirdal, athafnamann og frasasmið, sem er staddur á Þórshöfn með fjölskyldu sinni. Þau fóru niður að bryggjunni til að sjá rostunginn sem liggur þar í makindum sínum. Rostungurinn hefur vakið mikla lukku.Jón Gunnar Geirdal „Hann var mættur eldsnemma í morgun skilst mér, örmagna eftir að hafa komið sér upp á flotbryggju,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn. „Þetta er magnað að sjá svona skepnu. Hann reisir sig upp annað slagið þegar fólk kemur nær. Þetta er ævintýri fyrir alla,“ sagði Jón Gunnar um rostunginn sem hann segir að sé töluvert stærri og umfangsmeiri en maður getur ímyndað sér. Þá sé sérstaklega tilkomumikið þegar hann reisir sig við. „Hann flatmagar á flotbryggjunni slakur, þreyttur eftir ferðalagið og skal engan undra, kominn alla leið hingað á hjara veraldar,“ sagði Jón um gestinn sem lögreglan hefur nú girt fyrir með gulu bandi. Þá segir Jón Gunnar að það sé mikil forvitni hjá bæði heimamönnum og gestum á Þórshöfn. Fólk hefur flykkst niður á höfn til að berja hann augum. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem náðist af rostungnum í morgun. Veiklulegur og horaður Hilma Steinarsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Þórshöfn, fór líka niður að bryggju í morgun til að sjá rostunginn en hún segir að hann hafi líklega skriðið upp á bryggjuna einhvern tímann í nótt. Hún segir að það séu getgátur meðal viðstaddra um að þetta sé rostungurinn Þór sem var á Breiðdalsvík í vetur. Fjöldi fólks hefur farið að skoða rostunginn í dag.Hilma Steinarsdóttir Hins vegar segir Hilma að rostungurinn sé bæði veiklulegur og horaður og hann bregðist lítið við því sem gerist í kring. Hann reisi sig aðeins við en hafi ekkert hreyft sig af þessum sama bletti frá því hann kom. Þá segir Hilma að það hafi verið skrítnir kippir í rostungnum og hafi margir gestanna fengið þá tilfinningu að hann væri hreinlega að gefa upp öndina. Hilma er í sjósundsklúbbi í Þórshöfn og segir að það hafi nú ekki verið huggulegt að hugsa til þess að það væri rostungur að svamla um í sjónum við bæinn. Þá sagði hún einnig að á bryggjunni hafi hún hitt fjölda nemenda sinna sem hefðu komið að skoða rostunginn. Eftir páska ætli þau sér að læra allt um rostunga svo heimsóknin hefur greinilega jákvæð áhrif á lærdóm nemenda í bænum. Hér má sjá rostunginn úr fjarska.Hilma Steinarsdóttir
Dýr Langanesbyggð Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira