Steinunn: Verður áskorun að fara til Ungverjalands en það er allt hægt Andri Már Eggertsson skrifar 8. apríl 2023 18:08 Steinunn Björnsdóttir skoraði 5 mörk Vísir/Hulda Margrét Íslenska landsliðið í handbolta tapaði gegn Ungverjum 21-25. Þetta var fyrri leikur liðanna í umspili um laust sæti á HM 2023. Steinunn Björnsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, var svekkt með niðurstöðuna en sá margt jákvætt og var bjartsýn fyrir seinni leikinn gegn Ungverjum. „Mér fannst við flottar varnarlega en við vorum að fara illa með ansi mörg dauðafæri. Það var kafli í seinni hálfleik sem var ansi þungur en mér fannst við standa okkur gegn þessu liði en það var margt sem við hefðum geta gert betur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir eftir leik. Fyrri hálfleikur var í jafnvægi en Ísland gaf eftir á síðustu sjö mínútunum sem varð til þess að Ungverjaland var fjórum mörkum yfir í hálfleik 10-14. „Mér fannst þetta heilt yfir ágætis leikur hjá okkur á mörgum sviðum. Mér fannst við hefðum átt að keyra meira á þær í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Þær voru seinar heim og ráðviltar þegar þær hlupu til baka og þar voru tækifæri.“ Steinunn var svekkt með hvernig Ísland spilaði fyrsta korterið í seinni hálfleik þar sem allt fór úrskeiðis og Ungverjaland komst átta mörkum yfir. „Þær voru fljótar að skipta um gír. En mér fannst að við hefðum geta leikið meira á þær þar sem þær eru fljótar að svekkja sig á hlutunum og við verðum að nýta okkur það í næsta leik. Ég var ánægð með hvernig okkur tókst að nýta stemmninguna í húsinu sem varð til þess að við minnkuðum muninn niður í tvö mörk.“ Steinunn var ánægð með karakterinn hjá sínu liði sem saxaði forskot Ungverjalands minnst niður í tvö mörk. „Við sýndum að við getum svo sannarlega spilað gegn þessu liði og það voru mikið af tækifærum sóknarlega. Við þurfum að skoða nokkur atriði og þá er ég bjartsýn.“ Seinni leikurinn verður spilaður í Ungverjalandi á miðvikudaginn og Steinunn taldi möguleika Íslands vera til staðar. „Við verðum að trúa og það er allt hægt. Það verður full höll hjá þeim og mikil stemmning í Ungverjalandi en okkur hlakkar til og þetta verður mikil áskorun,“ sagði Steinunn Björnsdóttir að lokum. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
„Mér fannst við flottar varnarlega en við vorum að fara illa með ansi mörg dauðafæri. Það var kafli í seinni hálfleik sem var ansi þungur en mér fannst við standa okkur gegn þessu liði en það var margt sem við hefðum geta gert betur,“ sagði Steinunn Björnsdóttir eftir leik. Fyrri hálfleikur var í jafnvægi en Ísland gaf eftir á síðustu sjö mínútunum sem varð til þess að Ungverjaland var fjórum mörkum yfir í hálfleik 10-14. „Mér fannst þetta heilt yfir ágætis leikur hjá okkur á mörgum sviðum. Mér fannst við hefðum átt að keyra meira á þær í fyrri hálfleik og við ræddum það í hálfleik. Þær voru seinar heim og ráðviltar þegar þær hlupu til baka og þar voru tækifæri.“ Steinunn var svekkt með hvernig Ísland spilaði fyrsta korterið í seinni hálfleik þar sem allt fór úrskeiðis og Ungverjaland komst átta mörkum yfir. „Þær voru fljótar að skipta um gír. En mér fannst að við hefðum geta leikið meira á þær þar sem þær eru fljótar að svekkja sig á hlutunum og við verðum að nýta okkur það í næsta leik. Ég var ánægð með hvernig okkur tókst að nýta stemmninguna í húsinu sem varð til þess að við minnkuðum muninn niður í tvö mörk.“ Steinunn var ánægð með karakterinn hjá sínu liði sem saxaði forskot Ungverjalands minnst niður í tvö mörk. „Við sýndum að við getum svo sannarlega spilað gegn þessu liði og það voru mikið af tækifærum sóknarlega. Við þurfum að skoða nokkur atriði og þá er ég bjartsýn.“ Seinni leikurinn verður spilaður í Ungverjalandi á miðvikudaginn og Steinunn taldi möguleika Íslands vera til staðar. „Við verðum að trúa og það er allt hægt. Það verður full höll hjá þeim og mikil stemmning í Ungverjalandi en okkur hlakkar til og þetta verður mikil áskorun,“ sagði Steinunn Björnsdóttir að lokum.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira