Karlmaður olli í gær mikilli hættu þegar hann ók stolnum bíl á allt að 170 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er sextíu kílómetrar á klukkustund. Þá mæddi mikið á Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem barðist meðal annars við eld á iðnaðarsvæði.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands gerði stöðu kvenna að umræðuefni sínu í páskapredikun sem hófst í Dómkirkjunni klukkan ellefu.
Rostungurinn Þór, sem gerði sig heimakominn á Þórshöfn í gær, er farinn. Skólastjórinn í bænum segir gaman að hafa fengið hann í heimsókn og hann sé alltaf velkominn aftur, enda hafi hann reynst mikið aðdráttarafl þegar kemur að ferðamönnum.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.