Andúð eða friður og fjölmenning Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 10. apríl 2023 17:00 Andúð í garð trúarbragða hefur leyst kynþáttahyggju af hólmi á 21. öldinni. Þetta staðhæfir, barónessa Sayeeda Warsi, en hún er ein af áhrifamestu stjórnmálaleiðtogum Bretlands. Sayeeda Warsi er pakistönsk að uppruna og í þekktu viðtali við BBC sagði hún grundvallarbreytingu hafa átt sér stað í viðhorfum í sinn garð frá því að hún hóf þátttöku í stjórnmálum á námsárum sínum í Bretlandi. Stjórnmálaferill hennar hófst í mótmælum gegn kynþáttafordómum og andúð í garð útlendinga sem hún tók þátt í og segist hún þá hafa verið skilgreind í umhverfinu á grundvelli húðlitar og uppruna. Í dag er hún, eins og svo margir innflytjendur á Vesturlöndum, skilgreind á grundvelli trúar sinnar og sú breyting er að hennar mati afleiðing þess að spenna á milli trúarbragða og ofbeldisverk í nafni trúar hafa aukist á sama tíma og umburðarlyndi í garð trúarhefða á undir högg að sækja. Samskipti og sambúð eingyðistrúarbragðanna þriggja, gyðingdóms, kristni og íslam, eru þar mest áberandi, sem og sú andúð í garð trúarhefða sem birtist í málflutningi þeirra sem vilja vega að trúarbrögðum almennt. Hér á landi hefur umræða um trú ekki farið varhluta af þessari þróun og víða má í fjölmiðlum greina raddir sem tala gegn og smána trúarhefðir, þar á meðal íslam. Að baki ótta og andúð í garð múslima liggja í mörgum tilfellum þær hugmyndir að íslam sé framandi kristinni menningu, að af íslömskum áhrifum á Vesturlöndum stafi ógn og að múslimum sé hættara við að beita ofbeldi og hryðjuverkum í nafni trúar sinnar en öðrum. Múslimar eru friðelskandi fólk, hvað sem áróðri líður. Hryðjuverkamenn í þeim löndum, sem verst eru stödd hvað varðar hryðjuverk í heiminum kenna sig vissulega margir við íslam (skýrsla) en fórnarlömb hryðjuverka í þessum löndum eru jafnframt í yfirgnæfandi meirihluta múslimar og þeir ofbeldismenn sem framið hafa voðaverk á Vesturlöndum veigra sér ekki við að fórna mannslífum trúsystkina sinna. Það gefur auga leið að hvatinn til ofbeldis er ekki trúarbragðamismunur heldur sú óöld sem ríkt hefur í þessum löndum, meðal annars af völdum Vesturvelda. Múslimar eiga ekki að þurfa að gjalda fyrir eða svara fyrir glæpi ofbeldismanna, ekki frekar en að við eigum að svara fyrir þau ofbeldisverk sem framin eru í nafni kristinnar trúar. Íslam og kristni eru náskyld trúarbrögð og þó margt sé þar ólíkt er mun fleira sem sameinar trúarhefðirnar tvær. Það er fátt í fjallræðu Jesú og Faðir vori sem múslimar geta ekki heilshugar tekið undir og fimm stoðir íslam: trúarjátning; bæn; fasta; ölmusa; og pílagrímsferðir, eiga sannarlega hliðstæður í kristinni hefð. Í gegnum menningarsögu Evrópu hafa þessar náskyldu trúarhefðir verið í samtali og samkeppni, sem hefur jöfnum höndum verið gjöfult og einkennst af spennu. Íslömsk áhrif á vestræna menningu eru þannig ekki nýtilkomin og múslimar hafa fært okkur mikinn auð í formi lista, handverks og vísinda. Ber þar hæst að nefna þekkingu á sviði raunvísinda, á borð við algebru, stjörnufræði, eðlis- og efnafræði, og hugvísinda, en endurreisnin byggði á fornum textum höfunda á borð við Aristóteles sem múslimar varðveittu en höfðu glatast í hinni kristnu Evrópu. Þá hefur íslömsk trúarhugsun haft víðtæk áhrif á kristna guðfræði. Sayeeda Warsi hefur mótmælt þeim röddum í breskum stjórnmálum sem vilja banna tjáningu trúar í opinberum byggingum, sem hafna styrkjum til skóla sem leyfa trúarlega iðkun og sem jaðarsetja trúarhefðir og gera lítið úr trú fólks. Það samfélag sem krefst þess að fólk fari í felur með trú sína og afneiti hefðum sínum, getur ekki talist réttlátt að hennar mati. Við sem hér búum þurfum ekki að endurtaka mistök nágrannaþjóða okkar og getum lagt okkar af mörkum til að minnka fordóma og auka samtal við þau í samfélagi okkar sem tilheyra annarri trúar og menningarhefð en meirihlutinn. Það á jafnt við um allar trúarhefðir og þær raddir sem krefjast þöggunar á trúarhefðum ógna ekki einungis öðrum trúarbrögðum, heldur ekki síður kristindóminum. Á sama hátt og við höfum tekið stórtæk skref í átt til þess að virða fjölbreytileika mannlífs í garð kynferðis og kynhneigðar, þurfum við að vinna að auknu umburðarlyndi í garð trúarbragða. Leiðin til friðar er frelsi til að játa trú sína blygðunarlaust og að biðja saman óhrædd, hver sem við erum og hvaðan sem við komum. Það er erindi páskaþáttar Fríkirkjunnar í Reykjavík, Friður og fjölmenning, þar sem hindúi, múslimi, ásatrúarmaður, Hjálpræðisherskona og úkraínsk flóttakona sameinast okkur í bæn fyrir friði. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Andúð í garð trúarbragða hefur leyst kynþáttahyggju af hólmi á 21. öldinni. Þetta staðhæfir, barónessa Sayeeda Warsi, en hún er ein af áhrifamestu stjórnmálaleiðtogum Bretlands. Sayeeda Warsi er pakistönsk að uppruna og í þekktu viðtali við BBC sagði hún grundvallarbreytingu hafa átt sér stað í viðhorfum í sinn garð frá því að hún hóf þátttöku í stjórnmálum á námsárum sínum í Bretlandi. Stjórnmálaferill hennar hófst í mótmælum gegn kynþáttafordómum og andúð í garð útlendinga sem hún tók þátt í og segist hún þá hafa verið skilgreind í umhverfinu á grundvelli húðlitar og uppruna. Í dag er hún, eins og svo margir innflytjendur á Vesturlöndum, skilgreind á grundvelli trúar sinnar og sú breyting er að hennar mati afleiðing þess að spenna á milli trúarbragða og ofbeldisverk í nafni trúar hafa aukist á sama tíma og umburðarlyndi í garð trúarhefða á undir högg að sækja. Samskipti og sambúð eingyðistrúarbragðanna þriggja, gyðingdóms, kristni og íslam, eru þar mest áberandi, sem og sú andúð í garð trúarhefða sem birtist í málflutningi þeirra sem vilja vega að trúarbrögðum almennt. Hér á landi hefur umræða um trú ekki farið varhluta af þessari þróun og víða má í fjölmiðlum greina raddir sem tala gegn og smána trúarhefðir, þar á meðal íslam. Að baki ótta og andúð í garð múslima liggja í mörgum tilfellum þær hugmyndir að íslam sé framandi kristinni menningu, að af íslömskum áhrifum á Vesturlöndum stafi ógn og að múslimum sé hættara við að beita ofbeldi og hryðjuverkum í nafni trúar sinnar en öðrum. Múslimar eru friðelskandi fólk, hvað sem áróðri líður. Hryðjuverkamenn í þeim löndum, sem verst eru stödd hvað varðar hryðjuverk í heiminum kenna sig vissulega margir við íslam (skýrsla) en fórnarlömb hryðjuverka í þessum löndum eru jafnframt í yfirgnæfandi meirihluta múslimar og þeir ofbeldismenn sem framið hafa voðaverk á Vesturlöndum veigra sér ekki við að fórna mannslífum trúsystkina sinna. Það gefur auga leið að hvatinn til ofbeldis er ekki trúarbragðamismunur heldur sú óöld sem ríkt hefur í þessum löndum, meðal annars af völdum Vesturvelda. Múslimar eiga ekki að þurfa að gjalda fyrir eða svara fyrir glæpi ofbeldismanna, ekki frekar en að við eigum að svara fyrir þau ofbeldisverk sem framin eru í nafni kristinnar trúar. Íslam og kristni eru náskyld trúarbrögð og þó margt sé þar ólíkt er mun fleira sem sameinar trúarhefðirnar tvær. Það er fátt í fjallræðu Jesú og Faðir vori sem múslimar geta ekki heilshugar tekið undir og fimm stoðir íslam: trúarjátning; bæn; fasta; ölmusa; og pílagrímsferðir, eiga sannarlega hliðstæður í kristinni hefð. Í gegnum menningarsögu Evrópu hafa þessar náskyldu trúarhefðir verið í samtali og samkeppni, sem hefur jöfnum höndum verið gjöfult og einkennst af spennu. Íslömsk áhrif á vestræna menningu eru þannig ekki nýtilkomin og múslimar hafa fært okkur mikinn auð í formi lista, handverks og vísinda. Ber þar hæst að nefna þekkingu á sviði raunvísinda, á borð við algebru, stjörnufræði, eðlis- og efnafræði, og hugvísinda, en endurreisnin byggði á fornum textum höfunda á borð við Aristóteles sem múslimar varðveittu en höfðu glatast í hinni kristnu Evrópu. Þá hefur íslömsk trúarhugsun haft víðtæk áhrif á kristna guðfræði. Sayeeda Warsi hefur mótmælt þeim röddum í breskum stjórnmálum sem vilja banna tjáningu trúar í opinberum byggingum, sem hafna styrkjum til skóla sem leyfa trúarlega iðkun og sem jaðarsetja trúarhefðir og gera lítið úr trú fólks. Það samfélag sem krefst þess að fólk fari í felur með trú sína og afneiti hefðum sínum, getur ekki talist réttlátt að hennar mati. Við sem hér búum þurfum ekki að endurtaka mistök nágrannaþjóða okkar og getum lagt okkar af mörkum til að minnka fordóma og auka samtal við þau í samfélagi okkar sem tilheyra annarri trúar og menningarhefð en meirihlutinn. Það á jafnt við um allar trúarhefðir og þær raddir sem krefjast þöggunar á trúarhefðum ógna ekki einungis öðrum trúarbrögðum, heldur ekki síður kristindóminum. Á sama hátt og við höfum tekið stórtæk skref í átt til þess að virða fjölbreytileika mannlífs í garð kynferðis og kynhneigðar, þurfum við að vinna að auknu umburðarlyndi í garð trúarbragða. Leiðin til friðar er frelsi til að játa trú sína blygðunarlaust og að biðja saman óhrædd, hver sem við erum og hvaðan sem við komum. Það er erindi páskaþáttar Fríkirkjunnar í Reykjavík, Friður og fjölmenning, þar sem hindúi, múslimi, ásatrúarmaður, Hjálpræðisherskona og úkraínsk flóttakona sameinast okkur í bæn fyrir friði. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar