Glódís Perla Viggósdóttir skoraði fyrsta mark leiksins þegar hún kom íslenska liðinu yfir strax á 18. mínútu áður en Seraina Piubel jafnaði metin fyrir heimakonur tuttugu mínútum síðar og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Það var svo Sveindís Jane Jónsdóttir sem reyndist hetja íslenska liðsins þegar hún tryggði Íslandi 1-2 sigur með marki á 73. mínútu. Íslenska liðið endar því þennan landsliðsglugga með einn sigur og eitt jafntefli.
🔥 MAAAAAARK!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 11, 2023
💪 Sveindís Jane Jónsdóttir skorar annað mark Íslands!
⚽ We have taken the lead again!#dottir pic.twitter.com/coNwIieXHj