Verkföll aukist í Evrópu á nýjan leik eftir áratuga doða Kristinn Haukur Guðnason skrifar 12. apríl 2023 14:40 Hollenskt spítalafólk mótmælir kjörum og álagi. Verkföll hafa ekki verið algeng í landinu fyrr en nú. EPA Eftir mikla lægð í verkalýðsbaráttu á fyrstu áratugum aldarinnar og fækkunar í verkalýðsfélögum hefur virkni aukist á ný. Samkvæmt greiningu Evrópsku verkalýðsfélagastofnunarinnar (ETUI) er ástæðan tvíþætt, vegna covid-19 faraldursins og lífskjarakrísunnar. Glötuðum vinnudögum hefur fjölgað á undanförnum tveimur árum, en það er tæki til að mæla áhrif og fjölda verkfalla á vinnumarkaðinn. Þetta á einkum við vesturhluta álfunnar. Til dæmis eru glataðir vinnudagar í Belgíu tvöfalt fleiri það sem af er ári en þeir voru allt árið 2021. Þá hafa verkföll verið áberandi í Frakklandi, Grikklandi og Portúgal sem og í löndum eins og Hollandi og Þýskalandi, þar sem verkföll hafa verið afar fá í gegnum tíðina. Tugprósenta fækkun í Austur Evrópu Meðal áberandi verkfalla hafa verið allsherjarverkföll í Frakklandi sem viðbragð við hækkunar forsetans Emmanuel Macron á lífeyristökualdri og verkföll hollenskra bænda sem viðbragð við loftslagsaðgerðum. Þessi aukna tíðni verkfalla er harla óvenjuleg miðað við síðustu tvo áratugi. Einungis í Frakklandi hefur tíðni verkfalla verið há alla öldina. Helsta ástæðan fyrir minnkandi tíðni verkfalla er talin vera fækkun í verkalýðsfélögum, sem skipuleggja yfirleitt verkföllin. Mesta fækkunin hefur verið í austurhluta álfunnar, þar sem skylduaðild að verkalýðsfélögum var afnumin eftir fall kommúnismans. Samkvæmt fréttasíðunni EU Observer hefur aðild að verkalýðsfélögum minnkað um 43,7 prósent í Slóvakíu, 43 í Eistlandi, 39,6 í Ungverjalandi, 37 í Rúmeníu og 32,1 í Tékklandi svo dæmi séu tekin. Ísland sker sig úr Þróunin hefur hins vegar verið öfug í sumum ríkjum, þar með talið Íslandi þar sem aðildin hefur hækkað um 15 prósent. Árið 2005 var hún 80 prósent en árið 2020 var hún komin upp í 92 prósent samkvæmt tölum frá tölfræðistofnun OECD. Hlutfallið á Íslandi er það langhæsta í álfunni, en þar á eftir koma hin Norðurlöndin með á milli 50 til 70 prósent aðild. Óli Björn Kárason og 10 þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um félagafrelsi.Vilhelm Gunnarsson Í vetur lagði Óli Björn Kárason og 10 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði, að sögn Óla til að tryggja rétt launafólks og efla áhuga þess á réttindum sínum. Gagnrýnendur frumvarpsins hafa hins vegar sagt það tilraun til að veikja samtakamátt launafólks og að Sjálfstæðismenn séu að nýta sér upplausn innan forystu verkalýðshreyfingarinnar. Ungt fólk utan verkalýðsfélaga Samkvæmt ETUI hefur samsetning innan verkalýðsfélaga einnig verið að breytast. Það er að meðalaldur félaga sé sífellt að hækka. Þetta er ekki aðeins hækkandi meðalaldri Evrópumanna um að kenna heldur einnig fækkun yngra fólks í verkalýðsfélögum. Í flestum Evrópulöndum hefur ungu fólki fækkað í verkalýðsfélögum og meðalaldur í verkalýðsfélögum orðinn hærri en meðalaldur á vinnumarkaði. „Verkalýðsfélög eru lítt til staðar í geirum þar sem ungt fólk er að vinna, sem gerir þeim erfitt fyrir að ganga í félög,“ segir Kurt Vandaele, sérfræðingur hjá ETUI við EU Observer. Á hann þá meðal annars við um upplýsingatækni og aðra stafræna geira þar sem verkalýðsfélög eru oft ekki til staðar. Einnig að ungt fólk stundi nú í auknum mæli tímabundna atvinnu. Frakkland Portúgal Grikkland Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Frakklandi Ekkert lát er á mótmælum í Frakklandi vegna ákvörðunar forsetans Emmanuel Macron um að þröngva hækkun á eftirlaunaaldri þar í landi í gegnum þingið. Íbúar héldu út á götu í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð, og til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu. 19. mars 2023 15:05 Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Sjá meira
Glötuðum vinnudögum hefur fjölgað á undanförnum tveimur árum, en það er tæki til að mæla áhrif og fjölda verkfalla á vinnumarkaðinn. Þetta á einkum við vesturhluta álfunnar. Til dæmis eru glataðir vinnudagar í Belgíu tvöfalt fleiri það sem af er ári en þeir voru allt árið 2021. Þá hafa verkföll verið áberandi í Frakklandi, Grikklandi og Portúgal sem og í löndum eins og Hollandi og Þýskalandi, þar sem verkföll hafa verið afar fá í gegnum tíðina. Tugprósenta fækkun í Austur Evrópu Meðal áberandi verkfalla hafa verið allsherjarverkföll í Frakklandi sem viðbragð við hækkunar forsetans Emmanuel Macron á lífeyristökualdri og verkföll hollenskra bænda sem viðbragð við loftslagsaðgerðum. Þessi aukna tíðni verkfalla er harla óvenjuleg miðað við síðustu tvo áratugi. Einungis í Frakklandi hefur tíðni verkfalla verið há alla öldina. Helsta ástæðan fyrir minnkandi tíðni verkfalla er talin vera fækkun í verkalýðsfélögum, sem skipuleggja yfirleitt verkföllin. Mesta fækkunin hefur verið í austurhluta álfunnar, þar sem skylduaðild að verkalýðsfélögum var afnumin eftir fall kommúnismans. Samkvæmt fréttasíðunni EU Observer hefur aðild að verkalýðsfélögum minnkað um 43,7 prósent í Slóvakíu, 43 í Eistlandi, 39,6 í Ungverjalandi, 37 í Rúmeníu og 32,1 í Tékklandi svo dæmi séu tekin. Ísland sker sig úr Þróunin hefur hins vegar verið öfug í sumum ríkjum, þar með talið Íslandi þar sem aðildin hefur hækkað um 15 prósent. Árið 2005 var hún 80 prósent en árið 2020 var hún komin upp í 92 prósent samkvæmt tölum frá tölfræðistofnun OECD. Hlutfallið á Íslandi er það langhæsta í álfunni, en þar á eftir koma hin Norðurlöndin með á milli 50 til 70 prósent aðild. Óli Björn Kárason og 10 þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um félagafrelsi.Vilhelm Gunnarsson Í vetur lagði Óli Björn Kárason og 10 aðrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði, að sögn Óla til að tryggja rétt launafólks og efla áhuga þess á réttindum sínum. Gagnrýnendur frumvarpsins hafa hins vegar sagt það tilraun til að veikja samtakamátt launafólks og að Sjálfstæðismenn séu að nýta sér upplausn innan forystu verkalýðshreyfingarinnar. Ungt fólk utan verkalýðsfélaga Samkvæmt ETUI hefur samsetning innan verkalýðsfélaga einnig verið að breytast. Það er að meðalaldur félaga sé sífellt að hækka. Þetta er ekki aðeins hækkandi meðalaldri Evrópumanna um að kenna heldur einnig fækkun yngra fólks í verkalýðsfélögum. Í flestum Evrópulöndum hefur ungu fólki fækkað í verkalýðsfélögum og meðalaldur í verkalýðsfélögum orðinn hærri en meðalaldur á vinnumarkaði. „Verkalýðsfélög eru lítt til staðar í geirum þar sem ungt fólk er að vinna, sem gerir þeim erfitt fyrir að ganga í félög,“ segir Kurt Vandaele, sérfræðingur hjá ETUI við EU Observer. Á hann þá meðal annars við um upplýsingatækni og aðra stafræna geira þar sem verkalýðsfélög eru oft ekki til staðar. Einnig að ungt fólk stundi nú í auknum mæli tímabundna atvinnu.
Frakkland Portúgal Grikkland Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælum í Frakklandi Ekkert lát er á mótmælum í Frakklandi vegna ákvörðunar forsetans Emmanuel Macron um að þröngva hækkun á eftirlaunaaldri þar í landi í gegnum þingið. Íbúar héldu út á götu í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð, og til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu. 19. mars 2023 15:05 Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Sjá meira
Ekkert lát á mótmælum í Frakklandi Ekkert lát er á mótmælum í Frakklandi vegna ákvörðunar forsetans Emmanuel Macron um að þröngva hækkun á eftirlaunaaldri þar í landi í gegnum þingið. Íbúar héldu út á götu í gærkvöldi, þriðja kvöldið í röð, og til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu. 19. mars 2023 15:05
Verkföll samþykkt með góðum meirihluta Hótelstarfsfólk og bifreiðastjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir stéttarfélagsins Eflingar með yfir 80 prósent atkvæða. 7. febrúar 2023 20:02