Ástralskur ferðalangur leitar að Íslendingnum sem hún kom til bjargar Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 16. apríl 2023 10:07 Rebecca segist hafa hugsað mikið til íslenska samfarþegans eftir að hún kom aftur heim til Ástralíu. Samsett „Ég finn svo til með honum, og ég vona innilega að það sé í lagi með hann,“ segir hin ástralska Rebecca Troughton í samtali við Vísi. Rebecca, sem er ferðabloggari, dvaldi hér á landi í lok seinasta mánaðar og kom íslenskum karlmanni til bjargar um borð í flugvallarskutlu. Hún veit engin deili á manninum og vill gjarnan vita af afdrifum hans. Að morgni 31. mars síðastliðinn var komið að heimför hjá Rebeccu eftir ánægjulega dvöl á Íslandi. „Ég yfirgaf gistiheimilið í Keflavík um hálfsex leytið þennan morgun og fór um borð í flugvallarskutluna á vegum gistiheimilisins. Við vorum bara tvö um borð í skutlunni, ég og 65 ára íslenskur maður sem sagði mér að hann væri á leið í þriggja vikna ferð til Kazakhstan. Við spjölluðum aðeins áður en skutlan lagði af stað og hann sagði mér frá ferðinni sem hann var að fara í, og sagði að hann væri að fara að skoða söguminjar og fræga staði og mér fannst það mjög heillandi, hann var mjög hress og skemmtilegur.“ Sveittur og þvalur og hristist allur til Rebecca segir að skutlan hafi verið nýlögð af stað þegar hún tók eftir að maðurinn byrjaði að stífna upp og hristast allur til. Hún segist fyrst hafa haldið að um hjartaáfall væri að ræða. „En ég á nokkra vini sem eru flogaveikir og mér fannst þetta líta út eins og flogakast. Ég hef líka unnið á járnbrautarstöðvum í Ástralíu og ég hef oft komið að allskonar bráðatilfellum.“ Hún segir bílstjóra skutlunnar hafa kunnað mjög lítið í ensku, og hún hafi því sjálf þurft að hringja í Neyðarlínuna til að biðja um aðstoð. Bílstjórinn hafi síðan náð að keyra skutlunni út í vegkant. Á meðan þau biðu eftir sjúkrabílnum átti Íslendingurinn í miklum öndunarerfiðleikum, andaði mjög grunnt og hratt. „Hann var mjög sveittur og þvalur gat ómögulega tjáð sig. Ég reyndi að honum þannig fyrir í sætinu að hann myndi ekki geta skaðað sjálfan sig. Ég reyndi að tala rólega við hann og fullvissa hann um allt myndi vera í lagi. Loks komu tveir sjúkrabílar og hann var settur á börur og fluttur á brott ásamt eigum sínum. Bílstjóranum, sem ók skutlunni var augljóslega mjög brugðið en mér skilst að hann hafi verið nýbyrjaður.“ Rebecca segist hafa hugsað mikið til íslenska samfarþegans eftir að hún kom aftur heim til Ástralíu. „Ég myndi endilega vilja vita hvort hann sé heill á húfi.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Ástralía Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Að morgni 31. mars síðastliðinn var komið að heimför hjá Rebeccu eftir ánægjulega dvöl á Íslandi. „Ég yfirgaf gistiheimilið í Keflavík um hálfsex leytið þennan morgun og fór um borð í flugvallarskutluna á vegum gistiheimilisins. Við vorum bara tvö um borð í skutlunni, ég og 65 ára íslenskur maður sem sagði mér að hann væri á leið í þriggja vikna ferð til Kazakhstan. Við spjölluðum aðeins áður en skutlan lagði af stað og hann sagði mér frá ferðinni sem hann var að fara í, og sagði að hann væri að fara að skoða söguminjar og fræga staði og mér fannst það mjög heillandi, hann var mjög hress og skemmtilegur.“ Sveittur og þvalur og hristist allur til Rebecca segir að skutlan hafi verið nýlögð af stað þegar hún tók eftir að maðurinn byrjaði að stífna upp og hristast allur til. Hún segist fyrst hafa haldið að um hjartaáfall væri að ræða. „En ég á nokkra vini sem eru flogaveikir og mér fannst þetta líta út eins og flogakast. Ég hef líka unnið á járnbrautarstöðvum í Ástralíu og ég hef oft komið að allskonar bráðatilfellum.“ Hún segir bílstjóra skutlunnar hafa kunnað mjög lítið í ensku, og hún hafi því sjálf þurft að hringja í Neyðarlínuna til að biðja um aðstoð. Bílstjórinn hafi síðan náð að keyra skutlunni út í vegkant. Á meðan þau biðu eftir sjúkrabílnum átti Íslendingurinn í miklum öndunarerfiðleikum, andaði mjög grunnt og hratt. „Hann var mjög sveittur og þvalur gat ómögulega tjáð sig. Ég reyndi að honum þannig fyrir í sætinu að hann myndi ekki geta skaðað sjálfan sig. Ég reyndi að tala rólega við hann og fullvissa hann um allt myndi vera í lagi. Loks komu tveir sjúkrabílar og hann var settur á börur og fluttur á brott ásamt eigum sínum. Bílstjóranum, sem ók skutlunni var augljóslega mjög brugðið en mér skilst að hann hafi verið nýbyrjaður.“ Rebecca segist hafa hugsað mikið til íslenska samfarþegans eftir að hún kom aftur heim til Ástralíu. „Ég myndi endilega vilja vita hvort hann sé heill á húfi.“ Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Ástralía Ferðalög Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira