Kom Pascal til bjargar þegar hann átti ekki fyrir mat Máni Snær Þorláksson skrifar 12. apríl 2023 17:27 Sarah Paulson og Pedro Pascal hafa verið vinir í þrjá áratugi. Getty/Jeff Kravitz Leikararnir Sarah Paulson og Pedro Pascal hafa verið perluvinir í þrjá áratugi. Í dag eru ferlar þeirra beggja á mikilli siglingu en það var ekki alltaf raunin. Paulson segir að á sínum tíma hafi hún þurft að gefa honum pening til að eiga fyrir mat. „Það voru tímar þar sem ég gaf honum pening sem ég fékk fyrir mína vinnu svo hann gæti átt pening til að borða,“ útskýrir Paulson í samtali við Esquire tímaritið. Um er að ræða ummæli sem höfð eru eftir Paulson í viðtali við Pascal í tímaritinu. Í viðtalinu lýsir Pascal hvernig þessi tími var, þegar ferillinn virtist ekki ætla að ganga upp eins og hann hafði ímyndað sér: „Mín sýn var sú að ef ég væri ekki búinn að vekja gríðarlega athygli þegar ég var orðinn tuttugu og níu ára þá væri þetta búið. Svo ég var alltaf að endurhugsa hvað það þýddi að helga líf mitt starfinu og gefa upp á bátinn hugmyndina um hvernig ég hélt að þetta yrði þegar ég var krakki.“ Pascal ákvað að gefast ekki upp og halda ótrauður áfram. Það hefur svo sannarlega skilað sér því í dag er hann gífurlega vinsæll. Hann fer til að mynda með aðalhlutverkið í tveimur af vinsælustu þáttaröðum heims, The Last of Us og The Mandalorian. Kynntust fyrir þremur áratugum Paulson og Pascal kynntust þegar sá síðarnefndi var í námi í NYU Tisch listaháskólanum árið 1993. Þá kynntist hann hópi af nýstúdentum úr LaGuardia High skólanum, þar á meðal Paulson. Hún segir að hópurinn hafi á þeim tíma eytt miklum tíma í að horfa á kvikmyndir saman. Vinátta þeirra hefur lifað góðu lífi síðan þá. Paulson og Pascal hafa til dæmis deilt myndum saman af sér á Instagram og verið mynduð saman á rauðum dreglum. Hollywood Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira
„Það voru tímar þar sem ég gaf honum pening sem ég fékk fyrir mína vinnu svo hann gæti átt pening til að borða,“ útskýrir Paulson í samtali við Esquire tímaritið. Um er að ræða ummæli sem höfð eru eftir Paulson í viðtali við Pascal í tímaritinu. Í viðtalinu lýsir Pascal hvernig þessi tími var, þegar ferillinn virtist ekki ætla að ganga upp eins og hann hafði ímyndað sér: „Mín sýn var sú að ef ég væri ekki búinn að vekja gríðarlega athygli þegar ég var orðinn tuttugu og níu ára þá væri þetta búið. Svo ég var alltaf að endurhugsa hvað það þýddi að helga líf mitt starfinu og gefa upp á bátinn hugmyndina um hvernig ég hélt að þetta yrði þegar ég var krakki.“ Pascal ákvað að gefast ekki upp og halda ótrauður áfram. Það hefur svo sannarlega skilað sér því í dag er hann gífurlega vinsæll. Hann fer til að mynda með aðalhlutverkið í tveimur af vinsælustu þáttaröðum heims, The Last of Us og The Mandalorian. Kynntust fyrir þremur áratugum Paulson og Pascal kynntust þegar sá síðarnefndi var í námi í NYU Tisch listaháskólanum árið 1993. Þá kynntist hann hópi af nýstúdentum úr LaGuardia High skólanum, þar á meðal Paulson. Hún segir að hópurinn hafi á þeim tíma eytt miklum tíma í að horfa á kvikmyndir saman. Vinátta þeirra hefur lifað góðu lífi síðan þá. Paulson og Pascal hafa til dæmis deilt myndum saman af sér á Instagram og verið mynduð saman á rauðum dreglum.
Hollywood Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Sjá meira