Fjórir játa að hafa stolið tonni af bjór á Akureyri Bjarki Sigurðsson skrifar 12. apríl 2023 19:41 Mennirnir stálu bjórnum á Akureyri í byrjun júlí árið 2019. Vísir/Vilhelm Fjórir karlmenn hafa játað að hafa stolið 1.890 dósum af 500 millilítra bjór úr Fjölsmiðjunni á Akureyri árið 2019. Tveir mannanna voru dæmdir til skilorðsbundinnar fangelsisvistar en tveir sluppu án refsingar. Mennirnir fjórir eru misgamlir, sá yngsti er 26 ára gamall og elsti 62 ára gamall. Einungis einn þeirra, sá elsti, var með hreina sakaskrá áður en dómur í málinu féll. Atvikið átti sér stað þann 2. júlí árið 2019. Brutust mennirnir þá inn í húsnæði Fjölsmiðjunnar á Akureyri sem er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 24 ára sem stendur á krossgötum í lífinu. Var þar meðal annars innpökkun fyrir Víking brugghús og því voru staðsettar í húsnæðinu 1.890 bjórdósir af hálfs lítra bjór. Engar öryggismyndavélar voru í húsinu á þessum tíma. Þrír mannanna höfðu áður verið sakfelldir fyrir brot á hegningarlögum, tveir þeirra meðal annars fyrir líkamsárásir. Mennirnir fjórir játuðu allir aðild sína að málinu fyrir dómi og kröfðust vægustu refsingar sem lög leyfa. Einn mannanna var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar og annar til eins mánaða fangelsisvistar. Báðar fangelsisvistirnar skulu þó falla niður haldi þeir skilorði næstu tvö árin. Hinum mönnunum tveimur var ekki gerð sérstök refsing. Akureyri Dómsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Mennirnir fjórir eru misgamlir, sá yngsti er 26 ára gamall og elsti 62 ára gamall. Einungis einn þeirra, sá elsti, var með hreina sakaskrá áður en dómur í málinu féll. Atvikið átti sér stað þann 2. júlí árið 2019. Brutust mennirnir þá inn í húsnæði Fjölsmiðjunnar á Akureyri sem er vinnusetur fyrir ungt fólk á aldrinum 16 til 24 ára sem stendur á krossgötum í lífinu. Var þar meðal annars innpökkun fyrir Víking brugghús og því voru staðsettar í húsnæðinu 1.890 bjórdósir af hálfs lítra bjór. Engar öryggismyndavélar voru í húsinu á þessum tíma. Þrír mannanna höfðu áður verið sakfelldir fyrir brot á hegningarlögum, tveir þeirra meðal annars fyrir líkamsárásir. Mennirnir fjórir játuðu allir aðild sína að málinu fyrir dómi og kröfðust vægustu refsingar sem lög leyfa. Einn mannanna var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar og annar til eins mánaða fangelsisvistar. Báðar fangelsisvistirnar skulu þó falla niður haldi þeir skilorði næstu tvö árin. Hinum mönnunum tveimur var ekki gerð sérstök refsing.
Akureyri Dómsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira