„Sem betur fer, þökk sé skjótum viðbrögðum og frábærri aðhlynningu, er hann nú þegar á batavegi,“ segir Corinne í færslu sem hún birti á Instagram-síðu sinni í gær.
Ekki er tekið fram hvaða vandamál leikarinn átti við að stríða í færslunni. „Við vitum hve elskaður hann er og erum þakklát fyrir bænirnar ykkar. Fjölskyldan biður um næði á meðan þetta er í gangi,“ segir Corinne svo enn fremur.
Síðast sást til Foxx er hann var að taka upp Netflix kvikmyndina Back in Action með leikkonunni Cameron Diaz. Um er að ræða fyrstu kvikmynd Diaz í nokkurn tíma en heimildir People herma að Foxx hafi haft mikið með það að gera að hún hafi ákveðið að taka hlutverkinu í kvikmyndinni.
Ekki er mikið vitað um söguþráð kvikmyndarinnar en samkvæmt heimildarmanni People ná þau Foxx og Diaz vel saman í tökunum.