Hlakkar til að heimsækja Ísland: „Þetta verður tímamótakvöld“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. apríl 2023 12:15 Brian Littrell úr hljómsveitinni Backstreet Boys hlakkar til að heimsækja Ísland. Getty/Mauricio Santana Tónlistarmaðurinn Brian Littrell, einn af meðlimum Backstreet Boys, er væntanlegur hingað til lands á næstu dögum. Hann ætlar að verja nokkrum dögum í það að skoða landið áður en Backstreet Boys stígur á svið í Nýju-höllinni þann 28. apríl næstkomandi. „Ég hef séð mjög mikið af myndum og ég veit að það er fallegt landslag þarna. Við erum svo spenntir að Backstreet Boys séu að koma til Íslands í fyrsta sinn,“ sagði Brian sem var í símaviðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Brian segist vita sitthvað um Ísland. „Ég veit að þið eruð með eina nyrstu höfuðborg í heimi sem er mjög einstakt. Svo hafa auðvitað allir heyrt um norðurljósin,“ segir Brian. Þá segist hann einnig vel meðvitaður um það að Íslendingar búi ekki í snjóhúsum eins og einhverjir virðast halda. „Planið mitt er að koma nokkrum dögum fyrir tónleikana og fara í útsýnistúr og skoða landslagið. Ég hlakka mikið til.“ Backstreet Boys halda tónleika hér á landi þann 28. apríl næstkomandi.Getty/Jamie McCarthy Hafa engu gleymt Brian er einn af fimm meðlimum bandaríska strákabandsins Backstreet Boys, ásamt þeim AJ McLean, Howie Dorough, Nick Carter og Kevin Richardson. Sveitin var stofnuð árið 1993 og fagnar því 30 ára afmæli í ár. „Þetta verða fyrstu tónleikarnir okkar sem þrjátíu ára hljómsveit. Þannig þetta verður tímamótakvöld og við hlökkum mikið til,“ segir hann. Ísland er fyrsta stopp hljómsveitarinnar á nýju tónleikaferðalagi hennar. Brian segir að von sé á tveggja klukkutíma tónlistarveislu þar sem þeir munu taka öll sín vinsælustu lög. Þá munu þeir að sjálfsögðu taka eitthvað af sínum goðsagnakenndu danssporum sem Brian segir að drengirnir hafi ekki gleymt. „Við þráðum þetta“ Drengirnir voru aðeins táningar þegar hljómsveitin var stofnuð. Frægðarsól þeirra reis hratt og urðu þeir ein allra vinsælasta hljómsveit tíunda áratugsins. „Við höfðum vonir um að tónlistin okkar myndi hafa áhrif. Við þráðum þetta. Þegar ég segi að við höfum þráð þetta, þá á ég við að lögðum virkilega hart að okkur til þess að búa til aðdáendahóp sem myndi fylgja okkur um ókomna tíð.“ Þeim hefur heldur betur tekist ætlunarverkið því 30 árum síðar eru þeir ennþá að halda tónleika fyrir troðfullum tónleikahöllum. Backstreet Boys var stofnuð árið 1993 og fagnar því 30 ára afmæli í ár.Getty/Paul Bergen Blóðugir aðdáendur mættu inn í búningsherbergið Á öllum sínum tónleikaferðalögum hefur Brian séð og upplifað margt. Aðspurður hvað sé það klikkaðasta sem hann hefur lent í segir hann: „Það fyrsta sem kemur upp í hausinn á mér var þegar tvær ungar dömur brutust inn í tónleikahöllina í Þýskalandi á meðan við sátum inni í búningsherberginu okkar. Þær höfðu klifrað yfir girðingu að aftan, fötin þeirra höfðu rifnað og það blæddi úr fótunum á þeim. Það var svolítið óhugnanlegt. Ég fór til þeirra og spurði hvort þær væru frá einhverri útvarpsstöð, en þær töluðu ekki ensku því við vorum í Þýskalandi. Þannig þær sögðu ekki neitt og ég þurfti að sækja öryggisvörð til þess að ná þeim út úr búningsherberginu.“ Þá segir hann frá því að eytt sinn hafi aðdáandi laumað sér inn í tónleikarútuna þeirra og ferðast með þeim langa vegalengd áður en þeir uppgötvuðu að hún væri meðferðis. Hægt er að hlusta á viðtalið við Brian í heild sinni hér að neðan. Brennslan FM957 Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Vök hitar upp fyrir Backstreet Boys Íslenska hljómsveitin Vök mun hita upp fyrir strákabandið Backstreet Boys í Nýju-Höllinni þann 28. apríl næstkomandi. 13. apríl 2023 10:31 Backstreet Boys á leiðinni til Íslands Bandaríska „strákasveitin“ Backstreet Boys eru á leið til landsins. Þeir munu halda tónleika í Nýju-Laugardalshöllinni föstudaginn 28. apríl næstkomandi. 20. febrúar 2023 14:17 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
„Ég hef séð mjög mikið af myndum og ég veit að það er fallegt landslag þarna. Við erum svo spenntir að Backstreet Boys séu að koma til Íslands í fyrsta sinn,“ sagði Brian sem var í símaviðtali í Brennslunni á FM957 í morgun. Brian segist vita sitthvað um Ísland. „Ég veit að þið eruð með eina nyrstu höfuðborg í heimi sem er mjög einstakt. Svo hafa auðvitað allir heyrt um norðurljósin,“ segir Brian. Þá segist hann einnig vel meðvitaður um það að Íslendingar búi ekki í snjóhúsum eins og einhverjir virðast halda. „Planið mitt er að koma nokkrum dögum fyrir tónleikana og fara í útsýnistúr og skoða landslagið. Ég hlakka mikið til.“ Backstreet Boys halda tónleika hér á landi þann 28. apríl næstkomandi.Getty/Jamie McCarthy Hafa engu gleymt Brian er einn af fimm meðlimum bandaríska strákabandsins Backstreet Boys, ásamt þeim AJ McLean, Howie Dorough, Nick Carter og Kevin Richardson. Sveitin var stofnuð árið 1993 og fagnar því 30 ára afmæli í ár. „Þetta verða fyrstu tónleikarnir okkar sem þrjátíu ára hljómsveit. Þannig þetta verður tímamótakvöld og við hlökkum mikið til,“ segir hann. Ísland er fyrsta stopp hljómsveitarinnar á nýju tónleikaferðalagi hennar. Brian segir að von sé á tveggja klukkutíma tónlistarveislu þar sem þeir munu taka öll sín vinsælustu lög. Þá munu þeir að sjálfsögðu taka eitthvað af sínum goðsagnakenndu danssporum sem Brian segir að drengirnir hafi ekki gleymt. „Við þráðum þetta“ Drengirnir voru aðeins táningar þegar hljómsveitin var stofnuð. Frægðarsól þeirra reis hratt og urðu þeir ein allra vinsælasta hljómsveit tíunda áratugsins. „Við höfðum vonir um að tónlistin okkar myndi hafa áhrif. Við þráðum þetta. Þegar ég segi að við höfum þráð þetta, þá á ég við að lögðum virkilega hart að okkur til þess að búa til aðdáendahóp sem myndi fylgja okkur um ókomna tíð.“ Þeim hefur heldur betur tekist ætlunarverkið því 30 árum síðar eru þeir ennþá að halda tónleika fyrir troðfullum tónleikahöllum. Backstreet Boys var stofnuð árið 1993 og fagnar því 30 ára afmæli í ár.Getty/Paul Bergen Blóðugir aðdáendur mættu inn í búningsherbergið Á öllum sínum tónleikaferðalögum hefur Brian séð og upplifað margt. Aðspurður hvað sé það klikkaðasta sem hann hefur lent í segir hann: „Það fyrsta sem kemur upp í hausinn á mér var þegar tvær ungar dömur brutust inn í tónleikahöllina í Þýskalandi á meðan við sátum inni í búningsherberginu okkar. Þær höfðu klifrað yfir girðingu að aftan, fötin þeirra höfðu rifnað og það blæddi úr fótunum á þeim. Það var svolítið óhugnanlegt. Ég fór til þeirra og spurði hvort þær væru frá einhverri útvarpsstöð, en þær töluðu ekki ensku því við vorum í Þýskalandi. Þannig þær sögðu ekki neitt og ég þurfti að sækja öryggisvörð til þess að ná þeim út úr búningsherberginu.“ Þá segir hann frá því að eytt sinn hafi aðdáandi laumað sér inn í tónleikarútuna þeirra og ferðast með þeim langa vegalengd áður en þeir uppgötvuðu að hún væri meðferðis. Hægt er að hlusta á viðtalið við Brian í heild sinni hér að neðan.
Brennslan FM957 Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Vök hitar upp fyrir Backstreet Boys Íslenska hljómsveitin Vök mun hita upp fyrir strákabandið Backstreet Boys í Nýju-Höllinni þann 28. apríl næstkomandi. 13. apríl 2023 10:31 Backstreet Boys á leiðinni til Íslands Bandaríska „strákasveitin“ Backstreet Boys eru á leið til landsins. Þeir munu halda tónleika í Nýju-Laugardalshöllinni föstudaginn 28. apríl næstkomandi. 20. febrúar 2023 14:17 Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Hafa aldrei rifist Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Menning Fleiri fréttir Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Sjá meira
Vök hitar upp fyrir Backstreet Boys Íslenska hljómsveitin Vök mun hita upp fyrir strákabandið Backstreet Boys í Nýju-Höllinni þann 28. apríl næstkomandi. 13. apríl 2023 10:31
Backstreet Boys á leiðinni til Íslands Bandaríska „strákasveitin“ Backstreet Boys eru á leið til landsins. Þeir munu halda tónleika í Nýju-Laugardalshöllinni föstudaginn 28. apríl næstkomandi. 20. febrúar 2023 14:17
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið