Sáttafundur í morgun en Mané gæti fengið þunga refsingu Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2023 11:30 Sadio Mané og Leroy Sané rifust úti á velli undir lok leiks gegn Manchester City, og deila þeirra endaði með kjaftshöggi inni í búningsklefa. Getty/Simon Stacpoole Leroy Sané og Sadio Mané voru báðir mættir á æfingu Bayern München í morgun eftir að upp úr sauð þeirra á milli í Manchester í fyrrakvöld, eftir 3-0 tapið gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Samkvæmt Bild og Sky í Þýskalandi þá sló Mané þannig til Sané að sá síðarnefndi blóðgaðist á vör, eftir rifrildi þeirra í búningsklefanum eftir leik. Liðsfélagar þeirra þurftu að stíga á milli en deila þeirra hófst inni á vellinum undir lok leiks þar sem þeir rifust um hvernig sendingu Sané hefði átt að koma á Mané. Bild segir að Mané hafi verið ósáttur við hvernig Sané svaraði honum og látið hann vita af því eftir að lokaflautið gall, og rifrildið hafi svo endað með fyrrgreindum afleiðingum. Sané gætti þess svo að fela neðri vörina þegar hann lenti í München í gær. Leroy Sané hid his lower lip from the cameras when arriving back in Munich today [ @SkySportDE] pic.twitter.com/ZO0Ffj6KfK— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) April 12, 2023 Leikmennirnir voru báðir viðstaddir sáttafund í morgun en Sky í Þýskalandi segir að Mané geti mögulega átt von á þungri refsingu. Mané gæti fengið sekt eða bann vegna málsins en Torben Hoffmann, fréttamaður Sky, segir að Bayern geti ekki látið sekt nægja. Málið sé of alvarlegt til þess og að sýna þurfi fordæmi. Mané kom til Bayern síðasta sumar eftir að hafa farið á kostum með Liverpool um árabil en þessi 31 árs gamli sóknarmaður hefur átt afar erfitt uppdráttar hjá Bayern. Hoffmann telur að Mané muni yfirgefa Bayern í sumar og segir marga leikmenn þýsku meistaranna á sama máli. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Samkvæmt Bild og Sky í Þýskalandi þá sló Mané þannig til Sané að sá síðarnefndi blóðgaðist á vör, eftir rifrildi þeirra í búningsklefanum eftir leik. Liðsfélagar þeirra þurftu að stíga á milli en deila þeirra hófst inni á vellinum undir lok leiks þar sem þeir rifust um hvernig sendingu Sané hefði átt að koma á Mané. Bild segir að Mané hafi verið ósáttur við hvernig Sané svaraði honum og látið hann vita af því eftir að lokaflautið gall, og rifrildið hafi svo endað með fyrrgreindum afleiðingum. Sané gætti þess svo að fela neðri vörina þegar hann lenti í München í gær. Leroy Sané hid his lower lip from the cameras when arriving back in Munich today [ @SkySportDE] pic.twitter.com/ZO0Ffj6KfK— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) April 12, 2023 Leikmennirnir voru báðir viðstaddir sáttafund í morgun en Sky í Þýskalandi segir að Mané geti mögulega átt von á þungri refsingu. Mané gæti fengið sekt eða bann vegna málsins en Torben Hoffmann, fréttamaður Sky, segir að Bayern geti ekki látið sekt nægja. Málið sé of alvarlegt til þess og að sýna þurfi fordæmi. Mané kom til Bayern síðasta sumar eftir að hafa farið á kostum með Liverpool um árabil en þessi 31 árs gamli sóknarmaður hefur átt afar erfitt uppdráttar hjá Bayern. Hoffmann telur að Mané muni yfirgefa Bayern í sumar og segir marga leikmenn þýsku meistaranna á sama máli.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira