Í ákærunni segir að um hafi verið að ræða 1.967 grömm af metamfetamíni með 77 til 80 prósent styrkleika, sem samsvari 95 til 99 prósent af metamfetamínklóríði. Er ákærður grunaður um að hafa ætlað efnin til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni.
Efnin flutti maðurinn hingað í ferðatösku en hann kom hingað til lands með flugi frá Vancouver í Kanada í júní 2019.
Þess er krafist að maðurinn verði dæmdur til refsingar fyrir brot á 173. grein almennra hegningarlaga og til greiðslu alls sakarkostnaðar.
Málið verður tekið fyrir af Héraðsdómi Reykjaness.