Þekkir þú þitt fjárhagslega björgunarnet? Erna Guðmundsdóttir skrifar 14. apríl 2023 09:01 - Um réttindi við andlát maka - Við andlát ættingja eru ýmis réttindi sem eftirlifandi geta átt rétt á, en hér er sjónarhorninu beint að réttindum vegna andláts maka. Eftirlifandi maki þarf að fóta sig í frumskógi réttinda á sama tíma og hann er að ganga í gegnum erfitt sorgarferli. Fjárhagslegar áhyggjur er oft fylgifiskur sorgarferlis og er mikilvægt að huga að þeim fjárhagslegu björgunarnetum sem eru til staðar til að grípa eftirlifandi maka. Það er ekki óalgengt að eftirlifandi maki sé ekki upplýstur um réttindi, hafi hvorki þrek til að leita eftir aðstoð né sækja um það sem hann á rétt á. Verða einstaklingar því oft af töluverðum fjárhagslegum réttindum. Mikilvægt er fyrir hjón/sambúðarfólk að taka samtalið Hjón/sambúðarfólk óháð aldri ættu að setjast niður og ræða hvaða fjárhagslega björgunarnet tekur við falli annar hvor einstaklingurinn í hjónabandinu/sambúðinni frá og gera sameiginlegan tékklista. Að gera erfðaskrá er tryggast en það er ekki umfjöllunarefni þessarar samantektar. Hvar liggja réttindin? Fjárhagslega björgunarnetið getur verið til staðar hjá lífeyrissjóði hins látna, stéttarfélagi, vátryggingafélagi, sveitarfélaginu þeirra, opinberum stofnunum o.s.frv. Þá er mikilvægt að athuga hvort hinn látni eigi réttindi samkvæmt þeim kjarasamningi sem hann starfaði eftir en þar gæti skipt máli hvernig andlàtið bar að garði. Eftirfarandi er yfirlit yfir ýmis réttindi en þau geta verið mismunandi eftir sjóðum, kjarasamningum og aðstæðum eftirlifenda. Yfirlitið er ekki tæmandi og er ekki vikið að réttindum eins og barnabótum. Lífeyrissjóðir greiða makalífeyri til eftirlifandi maka og fer fjárhæð eftir áunnum réttindum hins làtna. Það getur skipt eftirlifandi maka miklu að óska eftir framreikningi hjá lífeyrissjóðnum en þá er reiknað með þeim réttindum sem hinn látni hefði áunnið sér ef hann hefði greitt iðgjald til ákveðins aldurs (hjà Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er það 65 àr) en þetta getur verið breytilegt eftir sjóðum. Mikilvægt er að athuga hjá lífeyrissjóðnum um lengd greiðslu makalifeyris en getur það varað frà 2 árum og jafnvel til æviloka eftirlifandi maka. Séreignasparnaður hins làtna erfist að fullu. Sækja þarf um að það sé greitt út til lögerfingja. Séreignasparnaður getur legið hjá lífeyrissjóðum, bönkum eða tryggingafélögum. Nánari upplýsingar er best að fá hjá viðkomandi lífeyrissjóðum eða stofnunum. Kjarasamningar sem hinn làtni starfaði eftir geta tryggt eftirlifandi maka ýmsar greiðslur eða styrki. Fyrst má nefna svokölluð lausnarlaun í þrjá mánuði skv kjarasamningi. Launin eru föst laun sem hinn làtni hafði og síðan er gert upp áunnið orlof, hlutdeild í desemberuppbót, orlofsuppbót o.s.frv. Hér er mikilvægt að mannauðsstjórar eða þeir aðilar sem sjá um launagreiðslur tryggi að eftirlifandi maki starfsmanns sem fellur frá fái upplýsingar um þann rétt sem hann á rétt á frá launagreiðanda. Í öðru lagi er kveðið á um slysatryggingar í kjarasamningum, en hafi andlát borið að vegna slyss þarf að skoða slysatryggingar samkvæmt kjarasamningi. Í þriðja lagi bjóða sum stéttarfélög upp á útfararstyrk og/eða dánarbætur. Stéttarfélag hins látna getur veitt upplýsingar um réttindi samkvæmt kjarasamningi. Skatturinn býður upp á ýmis úrræði vegna andláts maka. Eftirlifandi maka er heimilt að nýta persónuafslátt hins látna í allt að 9 mánuði. Uppfylla þarf skilyrði til samsköttunar til að fá að nýta þessa heimild. Þá er möguleg lækkun á tekjuskattstofni en óska þarf eftir lækkun (ívilnun) í skattframtali og fylla út þar til gerða umsókn ef andlátið hefur haft í för með sér skert gjaldþol eftirlifandi maka vegna mikils kostnaðar Sveitarfélög veita í ákveðnum tilvikum afslátt á fasteignagjöldum og útsvari en það fer eftir tekjum hvort það sé samþykkt. Líftryggingar í gegnum vátryggingafélög sem hinn látni hefur keypt. Tryggingastofnun ríkisins greiðir dánarbætur í sex mánuði þeim sem verða ekkjur/ekklar innan 67 ára aldurs. Til einföldunar er tékklisti hér fyrir neðan, en ítrekað er að þetta er ekki tæmandi listi yfir réttindi sem eftirlifandi maki gæti àtt rétt á eins og t.d vegna barna. Höfundur er lögfræðingur og eigandi MAGISTRA lögfræðiþjónustu og ráðgjafar ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
- Um réttindi við andlát maka - Við andlát ættingja eru ýmis réttindi sem eftirlifandi geta átt rétt á, en hér er sjónarhorninu beint að réttindum vegna andláts maka. Eftirlifandi maki þarf að fóta sig í frumskógi réttinda á sama tíma og hann er að ganga í gegnum erfitt sorgarferli. Fjárhagslegar áhyggjur er oft fylgifiskur sorgarferlis og er mikilvægt að huga að þeim fjárhagslegu björgunarnetum sem eru til staðar til að grípa eftirlifandi maka. Það er ekki óalgengt að eftirlifandi maki sé ekki upplýstur um réttindi, hafi hvorki þrek til að leita eftir aðstoð né sækja um það sem hann á rétt á. Verða einstaklingar því oft af töluverðum fjárhagslegum réttindum. Mikilvægt er fyrir hjón/sambúðarfólk að taka samtalið Hjón/sambúðarfólk óháð aldri ættu að setjast niður og ræða hvaða fjárhagslega björgunarnet tekur við falli annar hvor einstaklingurinn í hjónabandinu/sambúðinni frá og gera sameiginlegan tékklista. Að gera erfðaskrá er tryggast en það er ekki umfjöllunarefni þessarar samantektar. Hvar liggja réttindin? Fjárhagslega björgunarnetið getur verið til staðar hjá lífeyrissjóði hins látna, stéttarfélagi, vátryggingafélagi, sveitarfélaginu þeirra, opinberum stofnunum o.s.frv. Þá er mikilvægt að athuga hvort hinn látni eigi réttindi samkvæmt þeim kjarasamningi sem hann starfaði eftir en þar gæti skipt máli hvernig andlàtið bar að garði. Eftirfarandi er yfirlit yfir ýmis réttindi en þau geta verið mismunandi eftir sjóðum, kjarasamningum og aðstæðum eftirlifenda. Yfirlitið er ekki tæmandi og er ekki vikið að réttindum eins og barnabótum. Lífeyrissjóðir greiða makalífeyri til eftirlifandi maka og fer fjárhæð eftir áunnum réttindum hins làtna. Það getur skipt eftirlifandi maka miklu að óska eftir framreikningi hjá lífeyrissjóðnum en þá er reiknað með þeim réttindum sem hinn látni hefði áunnið sér ef hann hefði greitt iðgjald til ákveðins aldurs (hjà Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er það 65 àr) en þetta getur verið breytilegt eftir sjóðum. Mikilvægt er að athuga hjá lífeyrissjóðnum um lengd greiðslu makalifeyris en getur það varað frà 2 árum og jafnvel til æviloka eftirlifandi maka. Séreignasparnaður hins làtna erfist að fullu. Sækja þarf um að það sé greitt út til lögerfingja. Séreignasparnaður getur legið hjá lífeyrissjóðum, bönkum eða tryggingafélögum. Nánari upplýsingar er best að fá hjá viðkomandi lífeyrissjóðum eða stofnunum. Kjarasamningar sem hinn làtni starfaði eftir geta tryggt eftirlifandi maka ýmsar greiðslur eða styrki. Fyrst má nefna svokölluð lausnarlaun í þrjá mánuði skv kjarasamningi. Launin eru föst laun sem hinn làtni hafði og síðan er gert upp áunnið orlof, hlutdeild í desemberuppbót, orlofsuppbót o.s.frv. Hér er mikilvægt að mannauðsstjórar eða þeir aðilar sem sjá um launagreiðslur tryggi að eftirlifandi maki starfsmanns sem fellur frá fái upplýsingar um þann rétt sem hann á rétt á frá launagreiðanda. Í öðru lagi er kveðið á um slysatryggingar í kjarasamningum, en hafi andlát borið að vegna slyss þarf að skoða slysatryggingar samkvæmt kjarasamningi. Í þriðja lagi bjóða sum stéttarfélög upp á útfararstyrk og/eða dánarbætur. Stéttarfélag hins látna getur veitt upplýsingar um réttindi samkvæmt kjarasamningi. Skatturinn býður upp á ýmis úrræði vegna andláts maka. Eftirlifandi maka er heimilt að nýta persónuafslátt hins látna í allt að 9 mánuði. Uppfylla þarf skilyrði til samsköttunar til að fá að nýta þessa heimild. Þá er möguleg lækkun á tekjuskattstofni en óska þarf eftir lækkun (ívilnun) í skattframtali og fylla út þar til gerða umsókn ef andlátið hefur haft í för með sér skert gjaldþol eftirlifandi maka vegna mikils kostnaðar Sveitarfélög veita í ákveðnum tilvikum afslátt á fasteignagjöldum og útsvari en það fer eftir tekjum hvort það sé samþykkt. Líftryggingar í gegnum vátryggingafélög sem hinn látni hefur keypt. Tryggingastofnun ríkisins greiðir dánarbætur í sex mánuði þeim sem verða ekkjur/ekklar innan 67 ára aldurs. Til einföldunar er tékklisti hér fyrir neðan, en ítrekað er að þetta er ekki tæmandi listi yfir réttindi sem eftirlifandi maki gæti àtt rétt á eins og t.d vegna barna. Höfundur er lögfræðingur og eigandi MAGISTRA lögfræðiþjónustu og ráðgjafar ehf.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun